Manti Te'o verður leikmaður San Diego Chargers í NFL-deildinni á næstu leiktíð. Þetta var ljóst eftir aðra umferð nýliðavals deildarinnar í nótt.
Te'o öðlaðist heimsfrægð þegar upp komst um gervisamband hans við kærustu sem reyndist vera karlmaður. Te'o hélt því fram í september í fyrra að kærasta hans hefði látist eftir baráttu við veikindi, á sama degi og amma hans.
En nokkrum mánuðum síðar kom í ljós að umrædd kærasta var aldrei til og að Te'o hafði allan tímann átt í samskiptum við karlmenn sem þóttist vera kona. Samskipti þeirra fóru eingöngu fram í gegnum síma og á netinu.
Þó eru ekki allir sem trúa sögu Te'o og segja margir að hann hafi gert þetta til að afla sér athygli og samúðar. Hann þótti einn besti leikmaður háskólaboltans í Bandaríkjunum en var á endanum valinn 38. í röðinni í nýliðavalinu.
San Diego ákvað að velja Te'o í sitt lið og var hann þakklátur fyrir það. „Þetta er frábært lið og ég vil þakka fyrir mig. Ég ætla að gera allt sem ég get til að hjálpa okkur að vinna leiki.“
Nýliðavalið fer fram í New York en Te'o var ekki á staðnum. Hann fylgdist með á heimili sínu í Hawaii.
Te'o fer til San Diego
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti



„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn