Dómari rekinn úr húsi fyrir mótmæli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2013 08:00 Davíð Tómas dæmir fyrri tæknivilluna á Jón Guðmundsson á sunnudag. Leikmenn Hauka og Keflavíkur fylgjast með. Mynd/Karfan.is Jón Guðmundsson, einn besti körfuknattleiksdómari Íslands, stóð í ströngu á sunnudaginn. Hann var einn þriggja dómara sem dæmdu oddaleik Grindavíkur og Stjörnunnar í úrslitum á Íslandsmóti karla en fyrr um daginn var hann rekinn úr húsi sem þjálfari 10. flokks stúlkna hjá Keflavík. „Mér var bara vísað úr húsi sem þjálfara," sagði Jón þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í gær. Jón þjálfar 10. flokk stúlkna hjá Keflavík sem mætti Haukum í úrslitum á Íslandsmótinu. Í öðrum leikhluta mótmælti Jón því þegar dæmt var sóknarbrot á leikmann í sínu liði. „Ég mótmælti mjög dónalega í leiknum og verðskuldaði tæknivillu," segir Jón. Hann hélt áfram að mótmæla dómnum, uppskar aðra tæknivillu og var reglum samkvæmt vikið úr húsi. „Það sem var verst við þennan brottrekstur hjá mér var að stelpurnar þurftu að klára leikinn í tvo og hálfan leikhluta sjálfar. Það fékk enginn pabbi eða annar úr stúkunni að aðstoða þær," segir Jón. Enginn skráður aðstoðarþjálfari var á skýrslu Keflavíkurliðsins og voru dómararnir harðir á því að enginn fengi að leiðbeina stelpunum, sem eru á sextánda aldursári, af bekknum.Stúlkurnar hans Jóns hlýða á þjóðsönginn fyrir leikinn gegn Haukum.Mynd/Karfan.isJón bendir á að dómarar og þjálfarar sjái iðulega í gegnum fingur sér í leikjum í yngri flokkum. „Í yngri flokka þjálfun er það oft þannig að þegar þú mætir með 14-15 leikmenn þá færðu að vera með þá alla á skýrslu jafnvel þótt það megi samkvæmt reglunum aðeins vera tólf," segir Jón. Haukar unnu leikinn með fjórum stigum 38-34 en Keflavíkurstelpur eiga hrós skilið fyrir að hafa ekki látið deigan síga þjálfaralausar. Jón viðurkennir sök þína þótt hann sé ósáttur við dóminn. „Ég mun aldrei reyna að hvítþvo mig af því að hafa verið rekinn út úr húsi," segir Jón.Jón Guðmundsson í Röstinni á sunnudaginn.Mynd/DaníelDavíð Tómas Tómasson og Sigurbaldur Frímannsson dæmdu leikinn sem fram fór í DHL-hölllinni í Vesturbænum. Það kom í hlut Davíðs Tómasar að vísa Jóni úr húsi. Körfuboltasamfélagið á Íslandi er lítið og þess heldur samfélag dómara. Þar þekkjast menn vel og hafa þeir Davíð Tómas og Jón dæmt margan leikinn saman. Jón hafði ekki heyrt hljóðið í Davíð Tómasi þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í gær. „Ég átti von á því að hann myndi hringja í mig í gær (sunnudag) en hann gerði það ekki. Hvort sem það verður í dag eða á morgun þá munum við tala saman. Annað er óhjákvæmilegt. Við erum að dæma saman og munum dæma saman," segir Jón. Hann telur að atvikið muni ekki hafa áhrif á störf sín sem dómari. Þótt hann sé pollrólegur sem dómari þá hafi hann skap sem þjálfari. Það fylgi þessu. „Nei, ég læt þetta ekkert hafa áhrif á mig. Ég er auðvitað svekktur fyrir hönd stelpnanna en ég kem til með að vinna með þessum mönnum sem dæmdu hjá mér í gær. Auðvitað var ég ekki sáttur eftir leikinn. Það verður bara að viðurkennast. Ég fór ekkert og tók í höndina á þeim eftir leikinn," segir Jón. Jón Björn Ólafsson, umsjónarmaður vefsíðunnar Karfan.is, fylgdist með gangi mála í úrslitum yngri flokka um helgina og fjallaði um viðureign Hauka og Keflavíkur sem og annarra leikja. Umfjöllun um leikinn sem fjallað er um að ofan má sjá hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Jón Guðmundsson, einn besti körfuknattleiksdómari Íslands, stóð í ströngu á sunnudaginn. Hann var einn þriggja dómara sem dæmdu oddaleik Grindavíkur og Stjörnunnar í úrslitum á Íslandsmóti karla en fyrr um daginn var hann rekinn úr húsi sem þjálfari 10. flokks stúlkna hjá Keflavík. „Mér var bara vísað úr húsi sem þjálfara," sagði Jón þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í gær. Jón þjálfar 10. flokk stúlkna hjá Keflavík sem mætti Haukum í úrslitum á Íslandsmótinu. Í öðrum leikhluta mótmælti Jón því þegar dæmt var sóknarbrot á leikmann í sínu liði. „Ég mótmælti mjög dónalega í leiknum og verðskuldaði tæknivillu," segir Jón. Hann hélt áfram að mótmæla dómnum, uppskar aðra tæknivillu og var reglum samkvæmt vikið úr húsi. „Það sem var verst við þennan brottrekstur hjá mér var að stelpurnar þurftu að klára leikinn í tvo og hálfan leikhluta sjálfar. Það fékk enginn pabbi eða annar úr stúkunni að aðstoða þær," segir Jón. Enginn skráður aðstoðarþjálfari var á skýrslu Keflavíkurliðsins og voru dómararnir harðir á því að enginn fengi að leiðbeina stelpunum, sem eru á sextánda aldursári, af bekknum.Stúlkurnar hans Jóns hlýða á þjóðsönginn fyrir leikinn gegn Haukum.Mynd/Karfan.isJón bendir á að dómarar og þjálfarar sjái iðulega í gegnum fingur sér í leikjum í yngri flokkum. „Í yngri flokka þjálfun er það oft þannig að þegar þú mætir með 14-15 leikmenn þá færðu að vera með þá alla á skýrslu jafnvel þótt það megi samkvæmt reglunum aðeins vera tólf," segir Jón. Haukar unnu leikinn með fjórum stigum 38-34 en Keflavíkurstelpur eiga hrós skilið fyrir að hafa ekki látið deigan síga þjálfaralausar. Jón viðurkennir sök þína þótt hann sé ósáttur við dóminn. „Ég mun aldrei reyna að hvítþvo mig af því að hafa verið rekinn út úr húsi," segir Jón.Jón Guðmundsson í Röstinni á sunnudaginn.Mynd/DaníelDavíð Tómas Tómasson og Sigurbaldur Frímannsson dæmdu leikinn sem fram fór í DHL-hölllinni í Vesturbænum. Það kom í hlut Davíðs Tómasar að vísa Jóni úr húsi. Körfuboltasamfélagið á Íslandi er lítið og þess heldur samfélag dómara. Þar þekkjast menn vel og hafa þeir Davíð Tómas og Jón dæmt margan leikinn saman. Jón hafði ekki heyrt hljóðið í Davíð Tómasi þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í gær. „Ég átti von á því að hann myndi hringja í mig í gær (sunnudag) en hann gerði það ekki. Hvort sem það verður í dag eða á morgun þá munum við tala saman. Annað er óhjákvæmilegt. Við erum að dæma saman og munum dæma saman," segir Jón. Hann telur að atvikið muni ekki hafa áhrif á störf sín sem dómari. Þótt hann sé pollrólegur sem dómari þá hafi hann skap sem þjálfari. Það fylgi þessu. „Nei, ég læt þetta ekkert hafa áhrif á mig. Ég er auðvitað svekktur fyrir hönd stelpnanna en ég kem til með að vinna með þessum mönnum sem dæmdu hjá mér í gær. Auðvitað var ég ekki sáttur eftir leikinn. Það verður bara að viðurkennast. Ég fór ekkert og tók í höndina á þeim eftir leikinn," segir Jón. Jón Björn Ólafsson, umsjónarmaður vefsíðunnar Karfan.is, fylgdist með gangi mála í úrslitum yngri flokka um helgina og fjallaði um viðureign Hauka og Keflavíkur sem og annarra leikja. Umfjöllun um leikinn sem fjallað er um að ofan má sjá hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira