Körfubolti

Valur tók forystuna gegn Hamri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals.
Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals. Mynd/Stefán
Valur er komið með 1-0 forystu í úrslitarimmunni gegn Hamri frá Hveragerði um sæti í Domino's-deild karla.

Valsmenn höfðu betur á heimavelli í kvöld, 87-83. Staðan var jöfn, 79-79, þegar ein og hálf mínúta var eftir en Valur reyndist sterkari á lokasprettinum.

Chris Woods skoraði sautján stig fyrir Val og Þorsteinn Már Ragnarsson 22 fyrir Hamar.

Valur-Hamar 87-83 (19-20, 17-25, 25-22, 26-16)

Valur: Chris Woods 17/11 fráköst, Birgir Björn Pétursson 15/9 fráköst, Atli Rafn Hreinsson 15/6 fráköst, Benedikt Blöndal 14, Rúnar Ingi Erlingsson 14/6 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Gylfason 8, Þorgrímur Guðni Björnsson 4.

Hamar: Þorsteinn Már Ragnarsson 22, Örn Sigurðarson 20/5 fráköst, Jerry Lewis Hollis 17/11 fráköst/3 varin skot, Lárus Jónsson 9, Oddur Ólafsson 7, Halldór Gunnar Jónsson 5, Hallgrímur Brynjólfsson 3, Ragnar Á. Nathanaelsson 0/10 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×