Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 23-24 | ÍR leiðir einvígið 1-0 Stefán Árni Pálsson í Schenker-höllinni skrifar 13. apríl 2013 16:30 ÍR-ingar unnu Hauka, 24-23, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram að Ásvöllum í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tímann og gátu Haukar jafnaði metin í síðustu sókn leiksins. Haukar byrjuðu leikinn mikið mun betur og skoruðu þrjú fyrstu mörkin en það tók ÍR-inga fimm mínútur að komast á blað. Haukar léku fast og komu virkilega framarlega á völlinn varnarlega. Þetta virtist koma ÍR í opna skjöldu og tók gestina langan tíma að komast í takt við leikinn. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan samt sem áður aðeins 6-5 fyrir Hauka og ÍR-ingar að sækja í sig veðrið. Gestirnir bættu vörn sína og Kristófer Fannar Guðmundsson fór í gang í markinu. Haukar voru um tíma í stökustu vandræðum að koma skoti á mark ÍR-inga og Breiðhyltingar sýndu í raun hvernig á að spila vörn í handbolta, þéttir og færanlegir. Þegar sex mínútur voru eftir af hálfleiknum komst ÍR yfir í fyrsta sinn í leiknum, 10-9, og var úrslitakeppniskrekkurinn greinilega farinn úr liðinu. Staðan var síðan 12-10 fyrir ÍR í hálfleik. Haukar þurftu að bæta leik sinn mikið ef ekki átti illa að fara. Markverðir liðanna voru báðir stórkostlegir í hálfleiknum en Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, varði tólf skot á fyrstu 30 mínútum leiksins og Kristófer Fannar varði ellefu. ÍR skoraði þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiksins og breyttu stöðunni í 15-10. Það tók Hauka rúmlega fjórar mínútur að komast á blað í upphafi síðari hálfleiksins. Haukar fór þá reyndar vel í gang og skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 15-14. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fékk Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, beint rautt spjald fyrir að slá í andlitið á Sigurjóni Björnssyni, leikmanni ÍR, sem var sloppinn einn í gegn. Nokkuð strangur dómur en tvær mínútur hefðu líklega dugað. ÍR-ingar fengu vítakast og komust í 18-14. Haukar efldust við dóminn og þjöppuðu sér saman. Liðið minnkaði hægt og rólega muninn og náðu að jafna leikinn í stöðunni 19-19 þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum. Leikurinn var gríðarlega spennandi alveg út leiktímann og aldrei munaði miklu á liðunum. Þegar 16 sekúndur voru eftir að venjulegum leiktíma höfðu ÍR-ingar eins marks forskot og Haukar með boltann. Gísli Jón Þórisson náði ágætu skoti á markið en Kristófer Fannar Guðmundsson varði sitt 22 skot í leiknum og tryggði þeim sigurinn. Niðurstaðan því sigur ÍR 24-23. ÍR leiðir því einvígið 1-0 en það lið sem vinnur fyrr þrjá leiki fer áfram í úrslitin. Sigurbergur Sveinsson gerði níu mörk fyrir Hauka í leiknum en Sturla Ásgeirsson var með tíu fyrir ÍR. Björgvin: Þetta er bara einn punktur af þremur„Þetta er bara einn punktur af þremur og menn verða að halda sig á jörðinni,“ sagði Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, eftir sigurinn í dag. „Við þurfum að koma okkur niður á jörðina strax eftir sturtuna en það er samt sem áður frábært að vinna hér í fyrsta leik, við þurftum alltaf að vinna leik hér í Hafnafirðinum.“ „Núna verður liðið bara að halda dampi og fylla Vesturbergið í næsta leik. Við lentum undir til að byrja með en sem betur fer komum við til baka og náðum að vera einu skrefi á undan Haukum nánast allan leikinn.“ „Vörn og markvarsla var frábær í dag og mér fannst þeir í raun bara skora þegar við vorum einum færri.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Sigurbergur: Þýðir ekkert að dvelja við þennan leik„Það er lítið hægt að dvelja við þennan leik,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, leikmaður Hauka, eftir tapið í kvöld. „Við verðum bara að nýta kvöldið til að jafna okkur og byrja síðan strax að undirbúa næsta leik sem verður á þriðjudaginn í Vesturberginu.“ „Við byrjuðum leikinn vel en náðum bara ekki að fylgja því nægilega vel eftir. Þetta þróaðist út í hörkuleik og datt bara með þeim í dag.“ „Við misnotum fjögur vítaköst sem er hreinlega allt of mikið í leik sem þessum. Þetta var bara stöngin út hjá okkur og stöngin inn hjá þeim í kvöld.“ „Við verðum bara að setjast yfir þennan leik og skoða þetta vel. Það var margt gott í okkar leik í kvöld en sumt verður að bæta.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira
ÍR-ingar unnu Hauka, 24-23, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram að Ásvöllum í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tímann og gátu Haukar jafnaði metin í síðustu sókn leiksins. Haukar byrjuðu leikinn mikið mun betur og skoruðu þrjú fyrstu mörkin en það tók ÍR-inga fimm mínútur að komast á blað. Haukar léku fast og komu virkilega framarlega á völlinn varnarlega. Þetta virtist koma ÍR í opna skjöldu og tók gestina langan tíma að komast í takt við leikinn. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan samt sem áður aðeins 6-5 fyrir Hauka og ÍR-ingar að sækja í sig veðrið. Gestirnir bættu vörn sína og Kristófer Fannar Guðmundsson fór í gang í markinu. Haukar voru um tíma í stökustu vandræðum að koma skoti á mark ÍR-inga og Breiðhyltingar sýndu í raun hvernig á að spila vörn í handbolta, þéttir og færanlegir. Þegar sex mínútur voru eftir af hálfleiknum komst ÍR yfir í fyrsta sinn í leiknum, 10-9, og var úrslitakeppniskrekkurinn greinilega farinn úr liðinu. Staðan var síðan 12-10 fyrir ÍR í hálfleik. Haukar þurftu að bæta leik sinn mikið ef ekki átti illa að fara. Markverðir liðanna voru báðir stórkostlegir í hálfleiknum en Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, varði tólf skot á fyrstu 30 mínútum leiksins og Kristófer Fannar varði ellefu. ÍR skoraði þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiksins og breyttu stöðunni í 15-10. Það tók Hauka rúmlega fjórar mínútur að komast á blað í upphafi síðari hálfleiksins. Haukar fór þá reyndar vel í gang og skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 15-14. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fékk Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, beint rautt spjald fyrir að slá í andlitið á Sigurjóni Björnssyni, leikmanni ÍR, sem var sloppinn einn í gegn. Nokkuð strangur dómur en tvær mínútur hefðu líklega dugað. ÍR-ingar fengu vítakast og komust í 18-14. Haukar efldust við dóminn og þjöppuðu sér saman. Liðið minnkaði hægt og rólega muninn og náðu að jafna leikinn í stöðunni 19-19 þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum. Leikurinn var gríðarlega spennandi alveg út leiktímann og aldrei munaði miklu á liðunum. Þegar 16 sekúndur voru eftir að venjulegum leiktíma höfðu ÍR-ingar eins marks forskot og Haukar með boltann. Gísli Jón Þórisson náði ágætu skoti á markið en Kristófer Fannar Guðmundsson varði sitt 22 skot í leiknum og tryggði þeim sigurinn. Niðurstaðan því sigur ÍR 24-23. ÍR leiðir því einvígið 1-0 en það lið sem vinnur fyrr þrjá leiki fer áfram í úrslitin. Sigurbergur Sveinsson gerði níu mörk fyrir Hauka í leiknum en Sturla Ásgeirsson var með tíu fyrir ÍR. Björgvin: Þetta er bara einn punktur af þremur„Þetta er bara einn punktur af þremur og menn verða að halda sig á jörðinni,“ sagði Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, eftir sigurinn í dag. „Við þurfum að koma okkur niður á jörðina strax eftir sturtuna en það er samt sem áður frábært að vinna hér í fyrsta leik, við þurftum alltaf að vinna leik hér í Hafnafirðinum.“ „Núna verður liðið bara að halda dampi og fylla Vesturbergið í næsta leik. Við lentum undir til að byrja með en sem betur fer komum við til baka og náðum að vera einu skrefi á undan Haukum nánast allan leikinn.“ „Vörn og markvarsla var frábær í dag og mér fannst þeir í raun bara skora þegar við vorum einum færri.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Sigurbergur: Þýðir ekkert að dvelja við þennan leik„Það er lítið hægt að dvelja við þennan leik,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, leikmaður Hauka, eftir tapið í kvöld. „Við verðum bara að nýta kvöldið til að jafna okkur og byrja síðan strax að undirbúa næsta leik sem verður á þriðjudaginn í Vesturberginu.“ „Við byrjuðum leikinn vel en náðum bara ekki að fylgja því nægilega vel eftir. Þetta þróaðist út í hörkuleik og datt bara með þeim í dag.“ „Við misnotum fjögur vítaköst sem er hreinlega allt of mikið í leik sem þessum. Þetta var bara stöngin út hjá okkur og stöngin inn hjá þeim í kvöld.“ „Við verðum bara að setjast yfir þennan leik og skoða þetta vel. Það var margt gott í okkar leik í kvöld en sumt verður að bæta.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira