Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Víkingur 27-19 Stefán Árni Pálsson í Mýrinni skrifar 14. apríl 2013 00:01 Stjarnan vann Víking, 27-19, í oddaleik í undanúrslitum umspilsins um laust sæti í N1-deild karla í handknattleik. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og gáfu aldrei neitt eftir. Liðið byrjaði leikinn á því að komast í 5-0 og það forskot fór aldrei. Stjarnan byrjaði hreint ótrúlega í leiknum en þeir komust í 5-0 þegar Víkingar tóku leikhlé strax eftir fimm mínútur. Eftir leikhléið vöknuðu gestirnir og fóru að spila handbolta. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 8-5 fyrir Stjörnuna og Víkingar að vinna sig hægt og bítandi inn í leikinn. Stjörnumenn voru heldur betur ekki á þeim buxunum að hleypa gestunum inn í leikinn og gáfu bara í. Þeir voru með fimm marka forystu í hálfleik 15-10. Stjarnan hélt áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiksins og gáfu ekkert eftir og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 21-16. Víkingar voru við það að missa af lestinni og Stjörnumenn á leiðinni í einvígi gegn Valsmönnum um sæti í N1-deildinni á næsta tímabili. Stjörnumenn voru einfaldlega betri í dag og áttu sigurinn fyllilega skilið. Brynjar Darri Baldursson, markvörður Stjörnunnar, var frábær í dag en hann varði 17 skot. Stjarnan mætir því Val í úrslitum umspilsins um það hvaða lið verður í N1-deildinni. Gunnar Berg: Virkilega flottur karakter hjá okkur í kvöld„Það var gríðarlega góður karakter í þessu hjá okkur,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn. „Við mættum dýrvitlausir til leiks og náðum fínu forskotið sem við létum aldrei frá okkur.“ „Það var nokkuð mikil bikarstemmning í þessu hjá liðinu í dag. Við fórum saman í morgunmat og eyddum deginum saman. Þetta þjappaði hópnum saman og gerði fullt fyrir liðið fyrir leikinn.“ „Ég er gríðarlega ánægður hvað menn héldu þetta út og spiluðu allan tímann góðan varnar-og sóknarleik.“ „Valsarar eru með gríðarlega sterkt lið og það verður erfitt að takast á því þá. Ég tel að við eigum kannski ekkert mikinn möguleika í þá en þeir þurfa heldur betur að hafa fyrir hlutunum gegn okkar.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Guðmundur: Þurfum tvo draumaleiki gegn Val til að fara upp„Við komum bara virkilega vel stemmdir í leikinn og mætum tilbúnir alveg frá fyrstu mínútu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila fanta góða vörn allan leikinn og þeir komust bara ekkert áleiðis. Við keyrðum vel í bakið á þeim allan leikinn og það svona skóp sigurinn.“ „Valsmenn eru auðvitað með frábært lið og hafa verið að spila einstaklega vel sérstaklega eftir áramót. Við þurfum að eiga tvo draumaleiki til að eiga möguleika í þá, það verður að segjast en við ætlum okkur að leggja þá að velli.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Mynd/Valli Olís-deild karla Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Stjarnan vann Víking, 27-19, í oddaleik í undanúrslitum umspilsins um laust sæti í N1-deild karla í handknattleik. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og gáfu aldrei neitt eftir. Liðið byrjaði leikinn á því að komast í 5-0 og það forskot fór aldrei. Stjarnan byrjaði hreint ótrúlega í leiknum en þeir komust í 5-0 þegar Víkingar tóku leikhlé strax eftir fimm mínútur. Eftir leikhléið vöknuðu gestirnir og fóru að spila handbolta. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 8-5 fyrir Stjörnuna og Víkingar að vinna sig hægt og bítandi inn í leikinn. Stjörnumenn voru heldur betur ekki á þeim buxunum að hleypa gestunum inn í leikinn og gáfu bara í. Þeir voru með fimm marka forystu í hálfleik 15-10. Stjarnan hélt áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiksins og gáfu ekkert eftir og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 21-16. Víkingar voru við það að missa af lestinni og Stjörnumenn á leiðinni í einvígi gegn Valsmönnum um sæti í N1-deildinni á næsta tímabili. Stjörnumenn voru einfaldlega betri í dag og áttu sigurinn fyllilega skilið. Brynjar Darri Baldursson, markvörður Stjörnunnar, var frábær í dag en hann varði 17 skot. Stjarnan mætir því Val í úrslitum umspilsins um það hvaða lið verður í N1-deildinni. Gunnar Berg: Virkilega flottur karakter hjá okkur í kvöld„Það var gríðarlega góður karakter í þessu hjá okkur,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn. „Við mættum dýrvitlausir til leiks og náðum fínu forskotið sem við létum aldrei frá okkur.“ „Það var nokkuð mikil bikarstemmning í þessu hjá liðinu í dag. Við fórum saman í morgunmat og eyddum deginum saman. Þetta þjappaði hópnum saman og gerði fullt fyrir liðið fyrir leikinn.“ „Ég er gríðarlega ánægður hvað menn héldu þetta út og spiluðu allan tímann góðan varnar-og sóknarleik.“ „Valsarar eru með gríðarlega sterkt lið og það verður erfitt að takast á því þá. Ég tel að við eigum kannski ekkert mikinn möguleika í þá en þeir þurfa heldur betur að hafa fyrir hlutunum gegn okkar.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Guðmundur: Þurfum tvo draumaleiki gegn Val til að fara upp„Við komum bara virkilega vel stemmdir í leikinn og mætum tilbúnir alveg frá fyrstu mínútu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila fanta góða vörn allan leikinn og þeir komust bara ekkert áleiðis. Við keyrðum vel í bakið á þeim allan leikinn og það svona skóp sigurinn.“ „Valsmenn eru auðvitað með frábært lið og hafa verið að spila einstaklega vel sérstaklega eftir áramót. Við þurfum að eiga tvo draumaleiki til að eiga möguleika í þá, það verður að segjast en við ætlum okkur að leggja þá að velli.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Mynd/Valli
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita