Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 24-19 | Fram jafnaði metin í einvíginu Kolbeinn Tumi Daðason í Safamýri skrifar 16. apríl 2013 14:50 Mynd/Stefán Leikur liðanna í kvöld var í raun spegilmynd af leiknum í Krikanum á laugardaginn. Eftir jafnan fyrri hálfleik komu heimamenn mun betur stemmdir til leiks í síðari hálfleik. Þeir náðu fljótlega sex marka forskoti og tókst FH-ingum aldrei að ógna heimamönnum að ráði. Magnús Erlendsson var frábær í marki Framara í síðari hálfleik en vörnin stóð einnig mjög vel. Gestirnir skoruðu aðeins átján mörk sem er frekar sjaldséð í íslenskum karlahandbolta. Segja má að FH hafi verið í basli sóknarlega frá fyrstu mínútu. Framarar vorou fljótir að brjóta á þeim sem þurftu fyrir vikið að hafa mikið fyrir mörkum sínum. Ásbjörn Friðriksson, leikstjórnandi FH sem var í sérflokki í fyrsta leiknum, sá ekki til sólar og skoraði aðeins tvö mörk í tíu tilraunum. Magnús varði 19 skot FH-inga og varnarmenn Framara bættu nokkrum í púkkið. Níu leikmenn Fram skoruðu mörkin 24 en aðeins sex leikmenn FH komust á blað. Daníel Freyr varði 16 skot hjá FH og var þeirra skástur. Þá skoraði Þorkell Magnússon nokkur góð mörk úr þröngum færum þegar FH þurfti á að halda. Ægir Hrafn: Þurftum að auka geðveikina„Munurinn á okkur var að við mættum til leiks. Þetta var hörmung á laugardaginn og það sáu allir að þetta vorum ekki við,“ sagði varnartröllið Ægir Hrafn Jónsson í leikslok. Hann sagði Framara hafa lagt upp með að auka geðveikina í leik sínum og skemmta sér. Framarar fögnuðu öllum mörkum af mikilli innlifun og skemmtu sér vel. „Þetta er úrslitakeppni og við erum að æfa sex sinnum í viku útaf þessu. Ef við hefðum ekki gaman að þessu gætum við sleppt þessu,“ sagði Ægir. Magnús Erlendsson varði vel í markinu ólíkt því sem var á laugardaginn. „Vörnin var engin á laugardaginn og erfitt fyrir markmann að vakna með gatasigti fyrir framan sig. Nú var hún góð og Maggi kom inn,“ sagði Ægir. Hann er klár á því að Framarar eru með sterkara lið en FH. „Já, þú sást það í dag,“ sagði Ægir og hló. Ásbjörn: Eintómt einstaklingsframtak„Við erum að fara yfir það í huganum hvað við gerðum vitlaust í leiknum. Fátt annað kemst að núna,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, þungt hugsi leikstjórnandi FH-inga, í leikslok. FH-ingar misstu Framara fram úr sér í síðari hálfleik eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik. „Mér fannst við líka á hælunum í fyrri hálfleik. Við fórum illa með góðar stöður og svo fór allt í baklás í seinni hálfleik. Gerðum okkur seka um að brjóta okkur út úr leikskipulaginu trekk í trekk,“ sagði Ásbjörn. Leikstjórnandinn taldi sína menn ekki hafa verið of hátt uppi eftir níu marka sigur á laugardaginn. „Ég held ekki. Framararnir hittu á góðan dag og hlutirnir duttu fyrir þá. Þeir fá hraðaupphlaup einum fleiri og annað,“ sagði Ásbjörn. Menn voru of mikið að reyna að gera hlutina upp á eigin spýtur. „Þetta var eintómt einstaklingsframtak. Við létum þá brjóta án þess að ná að opna fyrir næsta. Fengum ekki aukasendingar í hornin eða á milli eitt og tvö,“ sagði Ásbjörn sem skoraði aðeins tvö mörk úr tíu skotum. „Svo voru þeir að blokka mikið af skotum. Ég veit ekki hvað þeir blokkuðu mörg skot hjá okkur,“ sagði Ásbjörn. Hans menn þurfi að teygja betur á vörn Fram í næsta leik. „Við jöfnum okkur á þessu. Förum yfir þetta hver og einn í kvöld. Svo mætum við klárir á fimmtudaginn,“ sagði Ásbjörn. Olís-deild karla Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Leikur liðanna í kvöld var í raun spegilmynd af leiknum í Krikanum á laugardaginn. Eftir jafnan fyrri hálfleik komu heimamenn mun betur stemmdir til leiks í síðari hálfleik. Þeir náðu fljótlega sex marka forskoti og tókst FH-ingum aldrei að ógna heimamönnum að ráði. Magnús Erlendsson var frábær í marki Framara í síðari hálfleik en vörnin stóð einnig mjög vel. Gestirnir skoruðu aðeins átján mörk sem er frekar sjaldséð í íslenskum karlahandbolta. Segja má að FH hafi verið í basli sóknarlega frá fyrstu mínútu. Framarar vorou fljótir að brjóta á þeim sem þurftu fyrir vikið að hafa mikið fyrir mörkum sínum. Ásbjörn Friðriksson, leikstjórnandi FH sem var í sérflokki í fyrsta leiknum, sá ekki til sólar og skoraði aðeins tvö mörk í tíu tilraunum. Magnús varði 19 skot FH-inga og varnarmenn Framara bættu nokkrum í púkkið. Níu leikmenn Fram skoruðu mörkin 24 en aðeins sex leikmenn FH komust á blað. Daníel Freyr varði 16 skot hjá FH og var þeirra skástur. Þá skoraði Þorkell Magnússon nokkur góð mörk úr þröngum færum þegar FH þurfti á að halda. Ægir Hrafn: Þurftum að auka geðveikina„Munurinn á okkur var að við mættum til leiks. Þetta var hörmung á laugardaginn og það sáu allir að þetta vorum ekki við,“ sagði varnartröllið Ægir Hrafn Jónsson í leikslok. Hann sagði Framara hafa lagt upp með að auka geðveikina í leik sínum og skemmta sér. Framarar fögnuðu öllum mörkum af mikilli innlifun og skemmtu sér vel. „Þetta er úrslitakeppni og við erum að æfa sex sinnum í viku útaf þessu. Ef við hefðum ekki gaman að þessu gætum við sleppt þessu,“ sagði Ægir. Magnús Erlendsson varði vel í markinu ólíkt því sem var á laugardaginn. „Vörnin var engin á laugardaginn og erfitt fyrir markmann að vakna með gatasigti fyrir framan sig. Nú var hún góð og Maggi kom inn,“ sagði Ægir. Hann er klár á því að Framarar eru með sterkara lið en FH. „Já, þú sást það í dag,“ sagði Ægir og hló. Ásbjörn: Eintómt einstaklingsframtak„Við erum að fara yfir það í huganum hvað við gerðum vitlaust í leiknum. Fátt annað kemst að núna,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, þungt hugsi leikstjórnandi FH-inga, í leikslok. FH-ingar misstu Framara fram úr sér í síðari hálfleik eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik. „Mér fannst við líka á hælunum í fyrri hálfleik. Við fórum illa með góðar stöður og svo fór allt í baklás í seinni hálfleik. Gerðum okkur seka um að brjóta okkur út úr leikskipulaginu trekk í trekk,“ sagði Ásbjörn. Leikstjórnandinn taldi sína menn ekki hafa verið of hátt uppi eftir níu marka sigur á laugardaginn. „Ég held ekki. Framararnir hittu á góðan dag og hlutirnir duttu fyrir þá. Þeir fá hraðaupphlaup einum fleiri og annað,“ sagði Ásbjörn. Menn voru of mikið að reyna að gera hlutina upp á eigin spýtur. „Þetta var eintómt einstaklingsframtak. Við létum þá brjóta án þess að ná að opna fyrir næsta. Fengum ekki aukasendingar í hornin eða á milli eitt og tvö,“ sagði Ásbjörn sem skoraði aðeins tvö mörk úr tíu skotum. „Svo voru þeir að blokka mikið af skotum. Ég veit ekki hvað þeir blokkuðu mörg skot hjá okkur,“ sagði Ásbjörn. Hans menn þurfi að teygja betur á vörn Fram í næsta leik. „Við jöfnum okkur á þessu. Förum yfir þetta hver og einn í kvöld. Svo mætum við klárir á fimmtudaginn,“ sagði Ásbjörn.
Olís-deild karla Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira