Körfubolti

Halldór Örn aftur í grænt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elvar Már og félagar í Njarðvík eiga von á góðum liðstyrk.
Elvar Már og félagar í Njarðvík eiga von á góðum liðstyrk. Mynd/Valli
Halldór Örn Halldórsson hefur samið við körfuknattleiksdeild Njarðvíkurum að leika með liðinu næstu tvö árin. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Halldór Örn er tveir metrar á hæð og spilar ýmist sem framherji eða miðherji. Njarðvíkingar vonast til þess að hann geti eflt liðið í baráttunni í teignum.

Halldór Örn spilaði með Þór í 1. deild karla í vetur. Liðið féll úr keppni gegn Valsmönnum í úrslitakeppninni um sæti í efstu deild. Halldór Örn skoraði 14,2 stig að meðaltali í leik í vetur og tók 7,2 fráköst.

Halldór lék með Njarðvíkingum í yngri flokkum árin 1995-1997 og þekkir því vel til nokkurra leikmanna félagsins. Síðan hefur hann spilað með Keflavík og tvö tímabil með Breiðablik, 2007-2009. Þá lék hann einmitt undir stjórn Einars Árna Jóhanssonar, núverandi þjálfara Njarðvíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×