Bandaríkjamaðurinn Shawn Crawford hefur verið settur í tveggja ára keppnisbann fyrir að gangast ekki undir lyfjapróf í þrjú skipti.
Crawford, sem vann gullverðlaun í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004, gaf lyfjaeftirliti Bandaríkjamanna ekki kost á að taka sýni hjá honum í þremur aðskildum tilraunum á átján mánaða tímabili. Fyrir vikið verða öll úrslit frá því 17. nóvember 2012 strokuð út.
Crawford vann silfurverðlaun í 200 metra hlaupinu á leikunum í Peking 2008 og einnig með sveit Bandaríkjanna í 4x100 metra hlaupi.
Ólympíumeistari í tveggja ára bann
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn