Belgískir fjölmiðlar segja í dag frá áhuga belgíska liðsins Lokeren á þjálfara KR, Rúnari Kristinssyni.
Rúnar lék á sínum tíma með Lokeren við góðan orðstír en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann er orðaður við félagið.
„Ég þekki vel til í Lokeren og fylgist vel með liðinu," sagði Rúnar í samtali við belgíska blaðið Het Laatste Nieuws. „Mér hefur gengið vel á Íslandi en vil líka fá tækifæri til að sanna mig erlendis."
Rúnar segir þó að helsta vandamálið sé hvort að forráðamenn Lokeren geti beðið þar til að tímabilinu lýkur hér á Íslandi.
