Serena nýtti sér rifrildið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2013 11:15 Serena Williams Nordicphotos/Getty Serena Williams vann sinn 49. titil í einliðaleik þegar hún lagði Jelenu Jankovic í úrslitum á Family Circle Cup í Charleston í Suður-Karolínu í gær. Jankovic vann fyrsta settið 6-3 en Serena sneri við blaðinu í næstu tveimur settum þegar hún vann tólf lotur af fjórtán og settin 6-0 og 6-2. Efsta kona heimslistans lenti í orðaskaki við Jankovic eftir fyrsta settið. Þótti Serenu mótherji sinn fara full geyst í uppgjöfina og taldi sig ekki tilbúna. „Í fullri hreinskilni þá áttu við vandamál að stríða," öskraði Serena yfir völlinn á mótherja sinn frá Serbíu. „Þú verður að bíða eftir að ég sé tilbúin," sagði Serena. Jankovic kvartaði yfir ummælum Serenu við dómarann og sagði hana ekki eiga að fá neina sérmeðferð. Hvort sem það var rifrildið eða ekki setti Serena í gír og gekk frá Jankovic í leiknum. Þær tókust svo í hendur í leikslok, brosandi, að hætti heiðurskvenna. „Ég er prúðasti spilarinn fyrir utan Venus (innsk: eldri systir Serenu). Ég ber mikla virðingu fyrir mótherjum mínum," sagði Serena í leikslok. Hún ítrekaði að hún hefði einfaldlega ekki verið tilbúin þegar Jankvoci gaf upp. Ekki er víst að allir taki undir orð Serenu um prúðmennsku. Eftirminnilegt er þegar hún sagði línudómara á Bandaríska meistaramótinu árið 2009 að hún ætlaði að troða tennisbolta ofan í kok hans. Svipmyndir úr úrslitaleiknum í gær má sjá hér að neðan. Tennis Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Serena Williams vann sinn 49. titil í einliðaleik þegar hún lagði Jelenu Jankovic í úrslitum á Family Circle Cup í Charleston í Suður-Karolínu í gær. Jankovic vann fyrsta settið 6-3 en Serena sneri við blaðinu í næstu tveimur settum þegar hún vann tólf lotur af fjórtán og settin 6-0 og 6-2. Efsta kona heimslistans lenti í orðaskaki við Jankovic eftir fyrsta settið. Þótti Serenu mótherji sinn fara full geyst í uppgjöfina og taldi sig ekki tilbúna. „Í fullri hreinskilni þá áttu við vandamál að stríða," öskraði Serena yfir völlinn á mótherja sinn frá Serbíu. „Þú verður að bíða eftir að ég sé tilbúin," sagði Serena. Jankovic kvartaði yfir ummælum Serenu við dómarann og sagði hana ekki eiga að fá neina sérmeðferð. Hvort sem það var rifrildið eða ekki setti Serena í gír og gekk frá Jankovic í leiknum. Þær tókust svo í hendur í leikslok, brosandi, að hætti heiðurskvenna. „Ég er prúðasti spilarinn fyrir utan Venus (innsk: eldri systir Serenu). Ég ber mikla virðingu fyrir mótherjum mínum," sagði Serena í leikslok. Hún ítrekaði að hún hefði einfaldlega ekki verið tilbúin þegar Jankvoci gaf upp. Ekki er víst að allir taki undir orð Serenu um prúðmennsku. Eftirminnilegt er þegar hún sagði línudómara á Bandaríska meistaramótinu árið 2009 að hún ætlaði að troða tennisbolta ofan í kok hans. Svipmyndir úr úrslitaleiknum í gær má sjá hér að neðan.
Tennis Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira