Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2013 18:57 Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. Þeir hafa reynsluna og segja Íslendinga geta sparað sér að byggja upp þjónustumiðstöð á Íslandi. Allt frá því boranir hófust í Færeyjum árið 2001 hefur Rúnavík við Skálafjörð verið þjónustuhöfnin og sinnt öllum átta pöllunum sem til þessa hafa borað í lögsögu Færeyja. Stór síló fyrir sement og önnur efni fyrir borholur er það sem helst minnir á að Rúnavík er borpallaþjónustuhöfn Færeyja en lítið er um að vera þessa dagana meðan engar boranir eru í gangi. Fyrirtækið Atlantic Supply Base annast þjónustuna en það er einnig með geymslusvæði fyrir borstangir og vöruhús. Um klukkustundar akstur er frá Þórshöfn til Rúnavíkur. Þegar borun stendur yfir starfa hér um fimmtán manns og sérbúin skip eru í stöðugum siglingum milli lands og borpalls. Framkvæmdastjórinn Eli Lassen vill taka að sér nýtt verkefni, Drekasvæði Íslendinga. „Rúnavík er meira en tilbúin að bjóða sig fram, til að hjálpa Íslendingum að hefja olíuvinnuna. Við erum í því sambandi búnir að ræða þetta við nokkra Íslendinga," segir Eli Lassen. Hann hvetur Íslendinga til að íhuga hvort betra væri að nýta þjónustumiðstöðina í Færeyjum, - nálægð eyjanna geri þeim vel mögulegt að sinna Drekasvæðinu, - fremur en að byggja upp aðstöðu á Íslandi. „Í stað þess að byggja þjónustumiðstöð fyrir 10-15 milljónir danskra króna. Fyrir eina borholu. Svo er næst borað eftir 10 ár. Þú getur ekki nýtt aðstöðuna í neitt annað en olíuvinnuna," segir framkvæmdastjóri Atlantic Supply Base og segir nærtækara að flytja Íslendinga til Færeyja til að sinna þjónustu við Drekasvæðið frá Rúnavík. „Hér eru fín aðstaða." Bensín og olía Færeyjar Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. Þeir hafa reynsluna og segja Íslendinga geta sparað sér að byggja upp þjónustumiðstöð á Íslandi. Allt frá því boranir hófust í Færeyjum árið 2001 hefur Rúnavík við Skálafjörð verið þjónustuhöfnin og sinnt öllum átta pöllunum sem til þessa hafa borað í lögsögu Færeyja. Stór síló fyrir sement og önnur efni fyrir borholur er það sem helst minnir á að Rúnavík er borpallaþjónustuhöfn Færeyja en lítið er um að vera þessa dagana meðan engar boranir eru í gangi. Fyrirtækið Atlantic Supply Base annast þjónustuna en það er einnig með geymslusvæði fyrir borstangir og vöruhús. Um klukkustundar akstur er frá Þórshöfn til Rúnavíkur. Þegar borun stendur yfir starfa hér um fimmtán manns og sérbúin skip eru í stöðugum siglingum milli lands og borpalls. Framkvæmdastjórinn Eli Lassen vill taka að sér nýtt verkefni, Drekasvæði Íslendinga. „Rúnavík er meira en tilbúin að bjóða sig fram, til að hjálpa Íslendingum að hefja olíuvinnuna. Við erum í því sambandi búnir að ræða þetta við nokkra Íslendinga," segir Eli Lassen. Hann hvetur Íslendinga til að íhuga hvort betra væri að nýta þjónustumiðstöðina í Færeyjum, - nálægð eyjanna geri þeim vel mögulegt að sinna Drekasvæðinu, - fremur en að byggja upp aðstöðu á Íslandi. „Í stað þess að byggja þjónustumiðstöð fyrir 10-15 milljónir danskra króna. Fyrir eina borholu. Svo er næst borað eftir 10 ár. Þú getur ekki nýtt aðstöðuna í neitt annað en olíuvinnuna," segir framkvæmdastjóri Atlantic Supply Base og segir nærtækara að flytja Íslendinga til Færeyja til að sinna þjónustu við Drekasvæðið frá Rúnavík. „Hér eru fín aðstaða."
Bensín og olía Færeyjar Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira