Íslenski boltinn

FH fær liðsstyrk frá Chelsea

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ashlee Hincks
Ashlee Hincks Mynd/Heimasíða kvennaliðs Chelsea
Miðjumaðurinn Ashlee Hincks leikur með FH í Pepsi-deild kvenna á komandi leiktíð. Hincks hefur þegar fengið félagaskipti í FH.

Hincks er 24 ára miðjumaður sem getur einnig spilað í stöðu framherja. Hún hefur leikið með Gillingham, Watford og Charlton Athletic á ferli sínum.

Á heimasíðu kvennaliðs Chelsea segir hún sjálf að styrkleikar sínir séu ákveðni og sókndirfska. Hún hefur spilað með yngri landsliðum Englands.

Hincks er annar erlendi leikmaðurinn sem gengur í raðir FH á skömmum tíma. Teresa Maria Rynier frá Bandaríkjunum fékk félagaskipti sín staðfest um miðjan marsmánuð. Hún lék áður í Svíþjóð. Þá gekk Heiða Dröfn Antonsdóttir í raðir FH á dögunum eftir dvöl í Svíþjóð. Heiða Dröfn lék áður með Val og Fylki.

FH hefur einnig misst sterka leikmenn frá félaginu. Má þar nefna Aldísi Köru Lúðvíksdóttur sem fór í Breiðablik og Bryndísi Jóhannesdóttur sem gekk í raðir ÍBV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×