Wozniacki verður kylfusveinn McIlroy Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2013 12:45 McIlroy og Wozniacki. Nordicphotos/Getty Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki verður unnusta sínum, Rory McIlroy, innan handar í par 3 keppninni á morgun sem markar upphaf Masters-mótsins í golfi. Wozniacki mun gegna hlutverki kylfusveins fyrir McIlroy en ekki er óalgengt að keppendur taki maka sína, vini eða börn með á mótið þar sem kylfingar spila níu holur með bros á vör. Tiger Woods verður þó ekki meðal keppenda á par 3 mótinu frekar en undanfarin ár. Tiger, sem verður þó að sjálfsögðu á sínum stað þegar alvaran hefst á fimmtudaginn, hefur ekki spilað á upphitunarmótinu síðan árið 2003. Hann hefur þó sagst munu mæta á mótið þegar börn hans eru orðin nógu gömul til þess að bera kylfurnar fyrir sig. Sam, dóttir Tiger, er 5 ára gömul þannig að golfáhugamenn þurfa að bíða eitthvað lengur eftir að Tiger mæti til leiks. Það er hins vegar óskandi fyrir McIlroy að nærvera Wozniacki verði honum til happs. Norður-Írinn hefur átt erfitt uppdráttar á vellinum undanfarin misseri sem sumir rekja til umfjöllunar Independent á síðasta ári um að parið hefði slitið sambandi sínu. Sú reyndist raunin ekki vera og vonandi eru bjartari tímar framundan hjá McIlroy. Par 3 keppnin á Masters-mótinu í golfi fer fram á morgun. Bein útsending á Stöð 2 Sport & HD hefst klukkan 19. Golf Tengdar fréttir Missir af Masters Darren Clarke missir af Masters-mótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum á fimmtudag. Meiðsli í læri er ástæða þess að Norður-Írinn hefur orðið að draga sig úr keppni. 9. apríl 2013 08:31 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki verður unnusta sínum, Rory McIlroy, innan handar í par 3 keppninni á morgun sem markar upphaf Masters-mótsins í golfi. Wozniacki mun gegna hlutverki kylfusveins fyrir McIlroy en ekki er óalgengt að keppendur taki maka sína, vini eða börn með á mótið þar sem kylfingar spila níu holur með bros á vör. Tiger Woods verður þó ekki meðal keppenda á par 3 mótinu frekar en undanfarin ár. Tiger, sem verður þó að sjálfsögðu á sínum stað þegar alvaran hefst á fimmtudaginn, hefur ekki spilað á upphitunarmótinu síðan árið 2003. Hann hefur þó sagst munu mæta á mótið þegar börn hans eru orðin nógu gömul til þess að bera kylfurnar fyrir sig. Sam, dóttir Tiger, er 5 ára gömul þannig að golfáhugamenn þurfa að bíða eitthvað lengur eftir að Tiger mæti til leiks. Það er hins vegar óskandi fyrir McIlroy að nærvera Wozniacki verði honum til happs. Norður-Írinn hefur átt erfitt uppdráttar á vellinum undanfarin misseri sem sumir rekja til umfjöllunar Independent á síðasta ári um að parið hefði slitið sambandi sínu. Sú reyndist raunin ekki vera og vonandi eru bjartari tímar framundan hjá McIlroy. Par 3 keppnin á Masters-mótinu í golfi fer fram á morgun. Bein útsending á Stöð 2 Sport & HD hefst klukkan 19.
Golf Tengdar fréttir Missir af Masters Darren Clarke missir af Masters-mótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum á fimmtudag. Meiðsli í læri er ástæða þess að Norður-Írinn hefur orðið að draga sig úr keppni. 9. apríl 2013 08:31 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Missir af Masters Darren Clarke missir af Masters-mótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum á fimmtudag. Meiðsli í læri er ástæða þess að Norður-Írinn hefur orðið að draga sig úr keppni. 9. apríl 2013 08:31