Deilurnar snúast um Þjóðhátíð 9. apríl 2013 17:13 Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum. Yfirlýsingar fljúga nú fram og til baka hjá stjórnarmönnum aðalstjórnar ÍBV. Þeir Páll Magnússon og Stefán Jónsson hafa nú svarað yfirlýsingu þeirra Jóhanns Péturssonar og Guðnýjar Hrefnu Einarsdóttur frá því fyrr í dag. Aðeins tveir af sjö stjórnarmönnum í aðalstjórn gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Óánægja ríkir á meðal stjórnarmanna sem segja ónefnda menn í stjórninni taka sérhagsmuni ákveðinna deilda fram yfir hagsmuni félagsins. Í yfirlýsingu þeirra Páls og Stefáns segir að deilur innan aðalstjórnar félagsins snúist ekki um einstakar deildir heldur um tekjur félagsins af Þjóðhátíð. Röng stefna hafi verið tekin sem náði hámarki í fyrra þegar fjárhagslegur ávinningur íBV af hátíðinni var lítill þrátt fyrir að reksturinn hafi verið með miklum ágætum. Segja þeir Páll og Stefán að ávinningur ÍBV hafi verið minni en var kynntur á almennum félagsfundi í vetur. Það verði útskýrt nánar á aðalfundi félagsins fimmtudaginn 18. apríl. Yfirlýsing Páls og StefánsPáll MagnússonVegna yfirlýsingar frá Jóhanni Péturssyni og Guðnýju Hrefnu Einarsdóttur, stjórnarmönnum í ÍBV Íþróttafélagi, viljum við undirritaðir stjórnarmenn taka fram eftirfarandi:Það er rétt hjá þeim Jóhanni og Guðnýju Hrefnu að talsvert hefur skort á eindrægni innan stjórnar ÍBV Íþróttafélags á síðasta starfsári.Þær deilur hafa þó ekki snúist um hagsmunabaráttu milli einstakra deilda innan félagsins, eins og skilja má af fyrrgreindri yfirlýsingu, - enda fara hagsmunir deildanna saman að okkar mati en eru ekki andstæðir.Gagnrýni okkar tveggja innan stjórnarinnar hefur fyrst og fremst beinst að þeirri stefnu sem tekin hefur verið með Þjóðhátíð Vestmannaeyja undanfarin ár, sem er mikilvægasti einstaki þátturinn í fjármögnun á starfsemi ÍBV Íþróttafélags.Segja má að þessi ranga stefna, að okkar mati, hafi náð ákveðnu hámarki í fyrra þegar aðsókn og tekjur af Þjóðhátíð voru með miklum ágætum en fjárhagslegur ávinningur ÍBV þrátt fyrir það sáralítill – og miklu minni en var t.d. kynntur á almennum félagsfundi í vetur. Þetta mun allt koma nánar fram á aðalfundi félagsins innan tíðar.Um þetta hefur ágreiningurinn staðið, eins og lesa má í fundargerðum stjórnarinnar, en ekki um átök milli handbolta og fótbolta sem við könnumst ekki við að hafi verið á vettvangi stjórnar.Það er síðan fremur dapurlegt að stjórnarformaður ÍBV Íþróttafélags skuli væna meðstjórnarmenn sína um að hafa ekki heildarhagsmuni félagsins að leiðarljósi í störfum sínum.Páll MagnússonStefán Jónsson Innlendar Tengdar fréttir "Óbreytt ástand er óviðunandi" Aðeins tveir af sjö stjórnarmönnum í aðalstjórn ÍBV gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Óánægja ríkir á meðal stjórnarmanna sem segja ónefnda menn í stjórninni taka sérhagsmuni ákveðinna deilda fram yfir hagsmuni félagsins. 9. apríl 2013 12:10 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Yfirlýsingar fljúga nú fram og til baka hjá stjórnarmönnum aðalstjórnar ÍBV. Þeir Páll Magnússon og Stefán Jónsson hafa nú svarað yfirlýsingu þeirra Jóhanns Péturssonar og Guðnýjar Hrefnu Einarsdóttur frá því fyrr í dag. Aðeins tveir af sjö stjórnarmönnum í aðalstjórn gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Óánægja ríkir á meðal stjórnarmanna sem segja ónefnda menn í stjórninni taka sérhagsmuni ákveðinna deilda fram yfir hagsmuni félagsins. Í yfirlýsingu þeirra Páls og Stefáns segir að deilur innan aðalstjórnar félagsins snúist ekki um einstakar deildir heldur um tekjur félagsins af Þjóðhátíð. Röng stefna hafi verið tekin sem náði hámarki í fyrra þegar fjárhagslegur ávinningur íBV af hátíðinni var lítill þrátt fyrir að reksturinn hafi verið með miklum ágætum. Segja þeir Páll og Stefán að ávinningur ÍBV hafi verið minni en var kynntur á almennum félagsfundi í vetur. Það verði útskýrt nánar á aðalfundi félagsins fimmtudaginn 18. apríl. Yfirlýsing Páls og StefánsPáll MagnússonVegna yfirlýsingar frá Jóhanni Péturssyni og Guðnýju Hrefnu Einarsdóttur, stjórnarmönnum í ÍBV Íþróttafélagi, viljum við undirritaðir stjórnarmenn taka fram eftirfarandi:Það er rétt hjá þeim Jóhanni og Guðnýju Hrefnu að talsvert hefur skort á eindrægni innan stjórnar ÍBV Íþróttafélags á síðasta starfsári.Þær deilur hafa þó ekki snúist um hagsmunabaráttu milli einstakra deilda innan félagsins, eins og skilja má af fyrrgreindri yfirlýsingu, - enda fara hagsmunir deildanna saman að okkar mati en eru ekki andstæðir.Gagnrýni okkar tveggja innan stjórnarinnar hefur fyrst og fremst beinst að þeirri stefnu sem tekin hefur verið með Þjóðhátíð Vestmannaeyja undanfarin ár, sem er mikilvægasti einstaki þátturinn í fjármögnun á starfsemi ÍBV Íþróttafélags.Segja má að þessi ranga stefna, að okkar mati, hafi náð ákveðnu hámarki í fyrra þegar aðsókn og tekjur af Þjóðhátíð voru með miklum ágætum en fjárhagslegur ávinningur ÍBV þrátt fyrir það sáralítill – og miklu minni en var t.d. kynntur á almennum félagsfundi í vetur. Þetta mun allt koma nánar fram á aðalfundi félagsins innan tíðar.Um þetta hefur ágreiningurinn staðið, eins og lesa má í fundargerðum stjórnarinnar, en ekki um átök milli handbolta og fótbolta sem við könnumst ekki við að hafi verið á vettvangi stjórnar.Það er síðan fremur dapurlegt að stjórnarformaður ÍBV Íþróttafélags skuli væna meðstjórnarmenn sína um að hafa ekki heildarhagsmuni félagsins að leiðarljósi í störfum sínum.Páll MagnússonStefán Jónsson
Innlendar Tengdar fréttir "Óbreytt ástand er óviðunandi" Aðeins tveir af sjö stjórnarmönnum í aðalstjórn ÍBV gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Óánægja ríkir á meðal stjórnarmanna sem segja ónefnda menn í stjórninni taka sérhagsmuni ákveðinna deilda fram yfir hagsmuni félagsins. 9. apríl 2013 12:10 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
"Óbreytt ástand er óviðunandi" Aðeins tveir af sjö stjórnarmönnum í aðalstjórn ÍBV gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Óánægja ríkir á meðal stjórnarmanna sem segja ónefnda menn í stjórninni taka sérhagsmuni ákveðinna deilda fram yfir hagsmuni félagsins. 9. apríl 2013 12:10