Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍR 23-26 | Nýliðarnir í úrslitakeppnina Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. mars 2013 15:18 Mynd/Vilhelm ÍR-ingar bókuðu sæti sitt í úrslitakeppninni með þriggja marka sigri á Frömurum í Safamýrinni í kvöld. Spenna var allt fram á lokasekúndur leiksins þegar ÍR-ingar náðu að tryggja sigurinn. Fyrir leikinn sátu Framarar í þriðja sæti á meðan ÍR-ingar sátu í því fjórða. Gestirnir úr Breiðholtinu vissu að stig myndi duga til að gulltryggja sæti þeirra í úrslitakeppninni á meðan heimamenn vissu að sigur eða tap skipti ekki öllu, þriðja sætið væri þeirra. Í upphafi leiks var jafnræði með liðunum og náðu ungir leikmenn Framara að halda vel í gestina. Í stöðunni 6-4 vöknuðu ÍR-ingar hinsvegar til lífsins og unnu þeir það sem eftir leið hálfleiksins 8-3 og fóru með 3 marka forskot í hálfleik, 12-9. Það var allt annað að sjá til heimamanna í upphafi seinni hálfleiks, þeir byrjuðu á 5-1 rispu og voru komnir með forskotið þegar fimm mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Við það virtust ÍR-ingar vakna aftur til lífsins og skiptust liðin á forskotinu allt fram að lokasekúndum leiksins þegar góður kafli ÍR-inga kláraði leikinn. Leiknum lauk með þriggja marka sigri ÍR og eru bæði liðin því á leið í úrslitakeppnina. ÍR-ingar sem eru nýliðar í deildinni geta verið ánægðir með frammistöðu sína í vetur en þeir eru ríkjandi bikarmeistarar og mæta Haukum í undanúrslitum í úrslitakeppninni á meðan Framarar mæta FH-ingum. Í liði Framara var Róbert Aron Hostert markahæstur með 6 mörk og bætti Stefán Darri Þórsson við 4 mörkum. Í liði ÍR var Björgvin Hólmgeirsson atkvæðamestur með 9 mörk ásamt því að Sturla Ásgeirsson, Davíð Georgsson og Guðni Már Kristinsson skoruðu 5 mörk hver. Bjarki: Þurftum að hafa fyrir þessu„Við ætluðum okkur í úrslitakeppnina og við komumst í hana en við þurftum að hafa fyrir því í dag,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR eftir leikinn. „Þetta var hörkuleikur, það voru mörg mistök hjá báðum liðum og mér fannst við ekki vera að spila okkar besta leik,“ Skilaboðin fyrir kvöldið voru einföld fyrir ÍR-inga, jafntefli eða sigur í leiknum gulltryggði sæti í úrslitakeppninni. „Framarar eru með vel mannað lið og þeir gáfu okkur hörku leik hér í dag. Þótt að Siggi og Jói hafi ekki verið með í kvöld þá komu ungir og graðir strákar inn sem vildu sanna sig og þeir gerðu það vel í dag,“ „Við fórum með ágætis forskot inn í hálfleik en það var eins og við mættum ekki inn í seinni hálfleikinn. Við gerðum allt of mikið af tæknifeilum og við það komust Framarar á lagið og við byrjuðum að elta þá. Við náum ekki að tryggja sigurinn fyrr en á lokasekúndunum.“ ÍR-ingar eru nýliðar í deildinni en komust í úrslitakeppnina auk þess sem þeir unnu bikarmeistaratitilinn á fyrsta tímabili sínu í N1-deildinni. „Þetta er virkilega sætt fyrir félagið envið berum þess bót. Við erum með þrjá leikmenn meidda eftir þetta en við fáum núna ágætis tíma sem við getum vonandi nýtt vel.“ „Við settum okkur markmið fyrir mót að ná fjórða sætinu og við náðum því sem er auðvitað frábært. Við höfum aðeins fengið fimm stig á útivelli sem er auðvitað eitthvað sem við ætluðum að gera betur en það er gott að klára seinasta leikinn,“ sagði Bjarki. Einar: Ungu strákarnir stóðu sig vel„Við vorum í góðri stöðu að vinna þetta, einum fleiri þegar lítið er eftir. Við gefum aðeins eftir þá og töpum leiknum fyrir vikið,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram eftir leikinn. „Þetta datt svolítið fyrir þá á lokamínútunum þegar við vorum klaufar og skipti það sköpum en þetta var hörkuleikur allar 60 mínúturnar,“ Einar hvíldi nokkra leikmenn í leiknum og gaf ungum leikmönnum stórar mínútur sem stóðu sig vel. „Sumir voru ekki leikhæfir og ungu strákarnir stóðu sig vel í dag, sérstaklega Stefán Darri. Hann hefur verið að spila mikið með okkur í vetur og leyst það vel og leysti stöðuna sína vel í dag.“ „Það stefnir allt í það að Óli verði í banni fyrir að sparka í bolta eftir síðasta leik, ég vona að það sé í lagi með boltann og hann sé ekki sprunginn eða laskaður. Við þurftum að prófa nýja leikmenn í hægra hornið sem stóðu sig vel í dag.“ Þrátt fyrir að vera undir í hálfleik gáfu Framarar allt í seinni hálfleikinn og var spenna allt fram á lokasekúndurnar. „Það er flottur karakter í liðinu og menn börðu sig saman í hálfleik og komu flottir í seinni hálfleikinn. Við vorum slakir í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik sem var flottur,“ Framarar komust örugglega í úrslitakeppnina og skiptu úrslit kvöldsins engu máli um það. „Nú gefst okkur tími til að undirbúa okkur vel og endurnæra. Við þurfum að koma liðinu í stand fyrir þessa svakalegu úrslitakeppni sem er framundan,“ Einar var ekki í vafa þegar hann var spurður hvort besti tími ársins væri framundan. „Já, alveg klárlega. Maður bjóst kannski ekki við þessu fyrir tímabilið en það er okkar að njóta að vera komnir í þessa stöðu en að sama skapi reyna að fá sem mest út úr því,“ sagði Einar. Björgvin: Stefnan var sett á úrslitakeppnina„Þetta hafðist sem betur fer, við byrjuðum eins og vanalega seinni hálfleikinn skelfilega,“ sagði Björgvin Þór Hólmgeirsson, leikmaður ÍR eftir leikinn. „Við hefðum getað klárað þetta snemma í seinni eins og við ætluðum en í staðin komast þeir aftur inn í leikinn og fyrir vikið var þetta barningur fram á lokasekúndurnar.“ Framarar gáfu ÍR-ingum aldrei grið þrátt fyrir að úrslit kvöldsins skiptu þá engu. „Þegar menn hafa engu að tapa þá spila menn oft afslappaðari og allt virðist ganga upp,“ ÍR-ingar eru nýliðar í deildinni en eru á leiðinni í úrslitakeppnina. „Stefnan var sett á úrslitakeppnina og núna byrjar nýtt season. Við höfum tvær og hálfa viku áður en þetta byrjar. Við höfum ekki verið að sýna okkar rétta andlit eftir bikarkeppnina en við náum okkur vonandi aftur á skrið,“ sagði Björgvin. Olís-deild karla Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sjá meira
ÍR-ingar bókuðu sæti sitt í úrslitakeppninni með þriggja marka sigri á Frömurum í Safamýrinni í kvöld. Spenna var allt fram á lokasekúndur leiksins þegar ÍR-ingar náðu að tryggja sigurinn. Fyrir leikinn sátu Framarar í þriðja sæti á meðan ÍR-ingar sátu í því fjórða. Gestirnir úr Breiðholtinu vissu að stig myndi duga til að gulltryggja sæti þeirra í úrslitakeppninni á meðan heimamenn vissu að sigur eða tap skipti ekki öllu, þriðja sætið væri þeirra. Í upphafi leiks var jafnræði með liðunum og náðu ungir leikmenn Framara að halda vel í gestina. Í stöðunni 6-4 vöknuðu ÍR-ingar hinsvegar til lífsins og unnu þeir það sem eftir leið hálfleiksins 8-3 og fóru með 3 marka forskot í hálfleik, 12-9. Það var allt annað að sjá til heimamanna í upphafi seinni hálfleiks, þeir byrjuðu á 5-1 rispu og voru komnir með forskotið þegar fimm mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Við það virtust ÍR-ingar vakna aftur til lífsins og skiptust liðin á forskotinu allt fram að lokasekúndum leiksins þegar góður kafli ÍR-inga kláraði leikinn. Leiknum lauk með þriggja marka sigri ÍR og eru bæði liðin því á leið í úrslitakeppnina. ÍR-ingar sem eru nýliðar í deildinni geta verið ánægðir með frammistöðu sína í vetur en þeir eru ríkjandi bikarmeistarar og mæta Haukum í undanúrslitum í úrslitakeppninni á meðan Framarar mæta FH-ingum. Í liði Framara var Róbert Aron Hostert markahæstur með 6 mörk og bætti Stefán Darri Þórsson við 4 mörkum. Í liði ÍR var Björgvin Hólmgeirsson atkvæðamestur með 9 mörk ásamt því að Sturla Ásgeirsson, Davíð Georgsson og Guðni Már Kristinsson skoruðu 5 mörk hver. Bjarki: Þurftum að hafa fyrir þessu„Við ætluðum okkur í úrslitakeppnina og við komumst í hana en við þurftum að hafa fyrir því í dag,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR eftir leikinn. „Þetta var hörkuleikur, það voru mörg mistök hjá báðum liðum og mér fannst við ekki vera að spila okkar besta leik,“ Skilaboðin fyrir kvöldið voru einföld fyrir ÍR-inga, jafntefli eða sigur í leiknum gulltryggði sæti í úrslitakeppninni. „Framarar eru með vel mannað lið og þeir gáfu okkur hörku leik hér í dag. Þótt að Siggi og Jói hafi ekki verið með í kvöld þá komu ungir og graðir strákar inn sem vildu sanna sig og þeir gerðu það vel í dag,“ „Við fórum með ágætis forskot inn í hálfleik en það var eins og við mættum ekki inn í seinni hálfleikinn. Við gerðum allt of mikið af tæknifeilum og við það komust Framarar á lagið og við byrjuðum að elta þá. Við náum ekki að tryggja sigurinn fyrr en á lokasekúndunum.“ ÍR-ingar eru nýliðar í deildinni en komust í úrslitakeppnina auk þess sem þeir unnu bikarmeistaratitilinn á fyrsta tímabili sínu í N1-deildinni. „Þetta er virkilega sætt fyrir félagið envið berum þess bót. Við erum með þrjá leikmenn meidda eftir þetta en við fáum núna ágætis tíma sem við getum vonandi nýtt vel.“ „Við settum okkur markmið fyrir mót að ná fjórða sætinu og við náðum því sem er auðvitað frábært. Við höfum aðeins fengið fimm stig á útivelli sem er auðvitað eitthvað sem við ætluðum að gera betur en það er gott að klára seinasta leikinn,“ sagði Bjarki. Einar: Ungu strákarnir stóðu sig vel„Við vorum í góðri stöðu að vinna þetta, einum fleiri þegar lítið er eftir. Við gefum aðeins eftir þá og töpum leiknum fyrir vikið,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram eftir leikinn. „Þetta datt svolítið fyrir þá á lokamínútunum þegar við vorum klaufar og skipti það sköpum en þetta var hörkuleikur allar 60 mínúturnar,“ Einar hvíldi nokkra leikmenn í leiknum og gaf ungum leikmönnum stórar mínútur sem stóðu sig vel. „Sumir voru ekki leikhæfir og ungu strákarnir stóðu sig vel í dag, sérstaklega Stefán Darri. Hann hefur verið að spila mikið með okkur í vetur og leyst það vel og leysti stöðuna sína vel í dag.“ „Það stefnir allt í það að Óli verði í banni fyrir að sparka í bolta eftir síðasta leik, ég vona að það sé í lagi með boltann og hann sé ekki sprunginn eða laskaður. Við þurftum að prófa nýja leikmenn í hægra hornið sem stóðu sig vel í dag.“ Þrátt fyrir að vera undir í hálfleik gáfu Framarar allt í seinni hálfleikinn og var spenna allt fram á lokasekúndurnar. „Það er flottur karakter í liðinu og menn börðu sig saman í hálfleik og komu flottir í seinni hálfleikinn. Við vorum slakir í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik sem var flottur,“ Framarar komust örugglega í úrslitakeppnina og skiptu úrslit kvöldsins engu máli um það. „Nú gefst okkur tími til að undirbúa okkur vel og endurnæra. Við þurfum að koma liðinu í stand fyrir þessa svakalegu úrslitakeppni sem er framundan,“ Einar var ekki í vafa þegar hann var spurður hvort besti tími ársins væri framundan. „Já, alveg klárlega. Maður bjóst kannski ekki við þessu fyrir tímabilið en það er okkar að njóta að vera komnir í þessa stöðu en að sama skapi reyna að fá sem mest út úr því,“ sagði Einar. Björgvin: Stefnan var sett á úrslitakeppnina„Þetta hafðist sem betur fer, við byrjuðum eins og vanalega seinni hálfleikinn skelfilega,“ sagði Björgvin Þór Hólmgeirsson, leikmaður ÍR eftir leikinn. „Við hefðum getað klárað þetta snemma í seinni eins og við ætluðum en í staðin komast þeir aftur inn í leikinn og fyrir vikið var þetta barningur fram á lokasekúndurnar.“ Framarar gáfu ÍR-ingum aldrei grið þrátt fyrir að úrslit kvöldsins skiptu þá engu. „Þegar menn hafa engu að tapa þá spila menn oft afslappaðari og allt virðist ganga upp,“ ÍR-ingar eru nýliðar í deildinni en eru á leiðinni í úrslitakeppnina. „Stefnan var sett á úrslitakeppnina og núna byrjar nýtt season. Við höfum tvær og hálfa viku áður en þetta byrjar. Við höfum ekki verið að sýna okkar rétta andlit eftir bikarkeppnina en við náum okkur vonandi aftur á skrið,“ sagði Björgvin.
Olís-deild karla Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sjá meira