Tiger aftur í efsta sæti heimslistans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. mars 2013 20:04 Tiger og Arnold Palmer slá á létta strengi. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods fagnaði sigri á Bay Hill PGA-mótinu í golfi í dag og endurheimti þar með toppsæti heimslistans í golfi eftir þriggja ára bið. Frægt er þegar að Tiger féll af stalli sínum með látum eftir að upp komst um ítrekað framhjáhald hans og ótryggð við þáverandi eiginkonu sína, Elin Nordegren. Það tók Tiger langan tíma að komast aftur á beinu brautina en meiðsli settu einnig strik í reikninginn. Tiger og skíðakonan Lindsay Vonn tilkynntu fyrir viku síðan að þau væru kærustupar og nú er hann aftur orðinn besti kylfingur heims. Honum líður greinilega vel á boðsmóti Arnold Palmer sem lauk á Bay Hill-vellinum í dag. Þetta var hans áttundi sigur á mótinu frá upphafi og 48. sigur hans á PGA-mótaröðinni. „Þetta er afleiðing mikillar vinnu og þolinmæði," sagði Woods eftir sigurinn í dag. Lokahringnum var frestað í gær vegna veðurs en Tiger hélt ró sinni í dag og hélt minnst tveggja högga forystu allt til loka. Hann spilaði á 70 höggum í dag og sigraði með tveggja högga forystu á Englendinginn Justin Rose. Tiger féll niður í 58. sæti heimslistans á sínum tíma en hefur síðan á Bay Hill-mótinu í fyrra unnið alls sex PGA-mót. Næsta mót er Masters-mótið og þar á Tiger möguleika á að binda enda á fimm ára bið eftir sigri á stórmóti. Golf Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods fagnaði sigri á Bay Hill PGA-mótinu í golfi í dag og endurheimti þar með toppsæti heimslistans í golfi eftir þriggja ára bið. Frægt er þegar að Tiger féll af stalli sínum með látum eftir að upp komst um ítrekað framhjáhald hans og ótryggð við þáverandi eiginkonu sína, Elin Nordegren. Það tók Tiger langan tíma að komast aftur á beinu brautina en meiðsli settu einnig strik í reikninginn. Tiger og skíðakonan Lindsay Vonn tilkynntu fyrir viku síðan að þau væru kærustupar og nú er hann aftur orðinn besti kylfingur heims. Honum líður greinilega vel á boðsmóti Arnold Palmer sem lauk á Bay Hill-vellinum í dag. Þetta var hans áttundi sigur á mótinu frá upphafi og 48. sigur hans á PGA-mótaröðinni. „Þetta er afleiðing mikillar vinnu og þolinmæði," sagði Woods eftir sigurinn í dag. Lokahringnum var frestað í gær vegna veðurs en Tiger hélt ró sinni í dag og hélt minnst tveggja högga forystu allt til loka. Hann spilaði á 70 höggum í dag og sigraði með tveggja högga forystu á Englendinginn Justin Rose. Tiger féll niður í 58. sæti heimslistans á sínum tíma en hefur síðan á Bay Hill-mótinu í fyrra unnið alls sex PGA-mót. Næsta mót er Masters-mótið og þar á Tiger möguleika á að binda enda á fimm ára bið eftir sigri á stórmóti.
Golf Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira