Teitur: Keflvíkingar lugu því að Jovan hefði slegið einhvern Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2013 12:45 Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Vilhelm Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, verður án lykilmanns í oddaleiknum á móti Keflavík á morgun en Stjarnan og Keflavík mætast þá í Garðabæ í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Teitur leggur samt áherslu á það að Stjörnumenn líti ekki á sig sem einhver fórnarlömb. Jovan Zdravevski fékk brottrekstrarvillu í öðrum leiknum eftir viðskipti sín við Keflvíkinginn Magnús Þór Gunnarsson og Jovan var í dag dæmdur í eins leiks bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Jovan var búinn að skora 36 stig á 46 mínútum í fyrstu tveimur leikjum einvígisins. „Jovan er búinn að spila frábærlega að undanförnu þannig að auðvitað eru þetta vonbrigði. Við gerðum okkur náttúrulega smá vonir um að þessu yrði vísað frá en því miður vorum við ekki með upptöku af þessu og því fór sem fór," sagði Teitur. „Við bjuggumst við þessu þótt að við séum algjörlega ósammála dómnum. Það góða við þetta er það að þó hann sé dæmdur þarna þá var hann jafnframt sýknaður af bullinu í viðtölunum eftir leikinn þar sem menn töluðu um að hann hefði slegið einhvern," sagði Teitur og bætti við: „Okkur fannst það leiðinlegt og það voru sumir fjölmiðlar sem átu það upp eftir þessum viðtölum í sjónvarpi og útvarpi um að Jovan hafi slegið einhvern mann. Það var lygi og það var gott að það skyldi koma í ljós. Jovan var sýknaður af því að hafa slegið einhvern eins og Keflvíkingurinn sagði í þessum viðtölum," sagði Teitur. „Nú er þetta bara "Water undir the bridge" eins og við segjum. Þetta er bara búið. Við þykjumst finna það að við séum einhver fórnarlömb í þessu máli en við viljum alls ekki horfa á það þannig. Þá er svo auðvelt að leggjast niður og grenja en það er bara ekki í stöðunni hjá okkur. Við búumst bara við gríðarlegum stuðningi á morgun og ætlum okkur bara áfram í keppninni," sagði Teitur. Leikur Stjörnunnar og Keflavíkur fer fram í Ásgarði í Garðabæ og hefst klukkan 19.15 á morgun skírdag. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um sæti í undanúrslitum og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38 Yfirlýsing frá Jovan: Það ósanngjarnasta á ferlinum Jovan Zdravevski, leikmaður körfuboltaliðs Stjörnunnar, hefur sent karfan.is yfirlýsingu vegna brottrekstrarvillunnar sem var dæmd á hann í gær í öðrum leik Stjörnunnar og Keflavíkur í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. 25. mars 2013 13:44 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 100-87 Keflavík knúði fram oddaleik í einvígi sínu gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Domino's deildarinnar eftir sigur í öðrum leik liðanna í kvöld. Keflavík jafnaði metin í átakaleik í Sláturhúsinu í kvöld,100-87. 24. mars 2013 00:01 Stjörnumenn í oddaleik fimmta árið í röð Það hefur verið mikil spenna í einvígum Stjörnumanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni karla í körfubolta undanfarin ár og það breytist ekki í ár. Keflavík jafnaði einvígið á móti Stjörnunni í gærkvöldi og liðin mætast því oddaleik í Garðabænum á fimmtudagsvöldið. 25. mars 2013 09:30 Fúkyrðaflaumur í anda unglingspilta hjá Sigurði Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, segist vera hissa á þeim ummælum sem Sigurður Ingimundarson lét hafa eftir sér á Vísi fyrr í dag. "Siggi þarf að skoða liðið okkar betur ef hann veit ekki hver ég er. Það er bull að hann hafi ekki sagt neitt við mig. Hann hefur líka gert þáð áður," sagði Kjartan Atli en skoða má ummæli Sigurðar í fréttinni hér fyrir neðan. 25. mars 2013 15:30 Jovan fær eins leiks bann Jovan Zdravevski verður ekki með Stjörnunni í oddaleiknum á móti Keflavík í morgun því Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað hann í eins leiks bann. 27. mars 2013 10:22 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Sjá meira
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, verður án lykilmanns í oddaleiknum á móti Keflavík á morgun en Stjarnan og Keflavík mætast þá í Garðabæ í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Teitur leggur samt áherslu á það að Stjörnumenn líti ekki á sig sem einhver fórnarlömb. Jovan Zdravevski fékk brottrekstrarvillu í öðrum leiknum eftir viðskipti sín við Keflvíkinginn Magnús Þór Gunnarsson og Jovan var í dag dæmdur í eins leiks bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Jovan var búinn að skora 36 stig á 46 mínútum í fyrstu tveimur leikjum einvígisins. „Jovan er búinn að spila frábærlega að undanförnu þannig að auðvitað eru þetta vonbrigði. Við gerðum okkur náttúrulega smá vonir um að þessu yrði vísað frá en því miður vorum við ekki með upptöku af þessu og því fór sem fór," sagði Teitur. „Við bjuggumst við þessu þótt að við séum algjörlega ósammála dómnum. Það góða við þetta er það að þó hann sé dæmdur þarna þá var hann jafnframt sýknaður af bullinu í viðtölunum eftir leikinn þar sem menn töluðu um að hann hefði slegið einhvern," sagði Teitur og bætti við: „Okkur fannst það leiðinlegt og það voru sumir fjölmiðlar sem átu það upp eftir þessum viðtölum í sjónvarpi og útvarpi um að Jovan hafi slegið einhvern mann. Það var lygi og það var gott að það skyldi koma í ljós. Jovan var sýknaður af því að hafa slegið einhvern eins og Keflvíkingurinn sagði í þessum viðtölum," sagði Teitur. „Nú er þetta bara "Water undir the bridge" eins og við segjum. Þetta er bara búið. Við þykjumst finna það að við séum einhver fórnarlömb í þessu máli en við viljum alls ekki horfa á það þannig. Þá er svo auðvelt að leggjast niður og grenja en það er bara ekki í stöðunni hjá okkur. Við búumst bara við gríðarlegum stuðningi á morgun og ætlum okkur bara áfram í keppninni," sagði Teitur. Leikur Stjörnunnar og Keflavíkur fer fram í Ásgarði í Garðabæ og hefst klukkan 19.15 á morgun skírdag. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um sæti í undanúrslitum og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38 Yfirlýsing frá Jovan: Það ósanngjarnasta á ferlinum Jovan Zdravevski, leikmaður körfuboltaliðs Stjörnunnar, hefur sent karfan.is yfirlýsingu vegna brottrekstrarvillunnar sem var dæmd á hann í gær í öðrum leik Stjörnunnar og Keflavíkur í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. 25. mars 2013 13:44 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 100-87 Keflavík knúði fram oddaleik í einvígi sínu gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Domino's deildarinnar eftir sigur í öðrum leik liðanna í kvöld. Keflavík jafnaði metin í átakaleik í Sláturhúsinu í kvöld,100-87. 24. mars 2013 00:01 Stjörnumenn í oddaleik fimmta árið í röð Það hefur verið mikil spenna í einvígum Stjörnumanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni karla í körfubolta undanfarin ár og það breytist ekki í ár. Keflavík jafnaði einvígið á móti Stjörnunni í gærkvöldi og liðin mætast því oddaleik í Garðabænum á fimmtudagsvöldið. 25. mars 2013 09:30 Fúkyrðaflaumur í anda unglingspilta hjá Sigurði Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, segist vera hissa á þeim ummælum sem Sigurður Ingimundarson lét hafa eftir sér á Vísi fyrr í dag. "Siggi þarf að skoða liðið okkar betur ef hann veit ekki hver ég er. Það er bull að hann hafi ekki sagt neitt við mig. Hann hefur líka gert þáð áður," sagði Kjartan Atli en skoða má ummæli Sigurðar í fréttinni hér fyrir neðan. 25. mars 2013 15:30 Jovan fær eins leiks bann Jovan Zdravevski verður ekki með Stjörnunni í oddaleiknum á móti Keflavík í morgun því Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað hann í eins leiks bann. 27. mars 2013 10:22 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Sjá meira
Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38
Yfirlýsing frá Jovan: Það ósanngjarnasta á ferlinum Jovan Zdravevski, leikmaður körfuboltaliðs Stjörnunnar, hefur sent karfan.is yfirlýsingu vegna brottrekstrarvillunnar sem var dæmd á hann í gær í öðrum leik Stjörnunnar og Keflavíkur í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. 25. mars 2013 13:44
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 100-87 Keflavík knúði fram oddaleik í einvígi sínu gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Domino's deildarinnar eftir sigur í öðrum leik liðanna í kvöld. Keflavík jafnaði metin í átakaleik í Sláturhúsinu í kvöld,100-87. 24. mars 2013 00:01
Stjörnumenn í oddaleik fimmta árið í röð Það hefur verið mikil spenna í einvígum Stjörnumanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni karla í körfubolta undanfarin ár og það breytist ekki í ár. Keflavík jafnaði einvígið á móti Stjörnunni í gærkvöldi og liðin mætast því oddaleik í Garðabænum á fimmtudagsvöldið. 25. mars 2013 09:30
Fúkyrðaflaumur í anda unglingspilta hjá Sigurði Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, segist vera hissa á þeim ummælum sem Sigurður Ingimundarson lét hafa eftir sér á Vísi fyrr í dag. "Siggi þarf að skoða liðið okkar betur ef hann veit ekki hver ég er. Það er bull að hann hafi ekki sagt neitt við mig. Hann hefur líka gert þáð áður," sagði Kjartan Atli en skoða má ummæli Sigurðar í fréttinni hér fyrir neðan. 25. mars 2013 15:30
Jovan fær eins leiks bann Jovan Zdravevski verður ekki með Stjörnunni í oddaleiknum á móti Keflavík í morgun því Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað hann í eins leiks bann. 27. mars 2013 10:22
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn