Glitnir stefnir Jakobi Valgeiri - vilja 300 milljónir út af Stím 16. mars 2013 16:47 Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson upplýsir í dag á bloggi sínu á Pressunni að lögmannstofan Lex hafi kært hann til siðanefndar Lögmannafélags Íslands fyrir hótanir. Málið snýst um deilu vegna skjólstæðings hans en Lex hefur stefnt Jakobi Valgeiri Flosasyni, fyrrverandi stjórnarformanni Stím ehf., fyrir hönd slitastjórnar Glitnis vegna tjóns sem Glitnir á að hafa orðið fyrir vegna lánveitinga til félagsins í byrjun árs 2008. Eins og kunnugt er þá var Stím afhjúpað í fjölmiðlum skömmu eftir hrun en í ljós kom að félagið fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Málinu var meðal annars vísað til Fjármálaeftirlitsins og Embætti sérstaks saksóknara. Í bloggi sem Sigurður birtir segir að krafist sé 300 milljóna króna í skaðabætur af skjólstæðingi sínum, Jakobi Valgeiri. Sigurður segir að hann hafi krafist þess að fallið yrði frá lögsókn á hendur Jakobi Valgeiri, því var hinsvegar hafnað. Hann hafi þó ítrekað þá beiðni með öðrum pósti sem forsvarsmenn Lex hafi skilið sem hótun. Sigurður skrifar: „Í þeim tölvupósti benti ég m.a. á mögulega ábyrgð lögmanna Lex vegna stjórnarsetu þeirra í fimm félögum sem tengdust Glitni banka hf. og Stími ehf. Lex lögmenn tóku þessu og öðru sem í tölvupóstinum kom fram sem hótun um atlögu að orðspori þeirra og hafa nú kært mig til siðanefndar Lögmannafélags Íslands." Svo skrifar Sigurður: „Lögmenn Lex sem stýrðu fyrir Glitni banka hf. stærsta hluthafa í Stími ehf. og auk þess fjórum félögum, sem keyptu eignir af Stími ehf. eiga hins vegar að vera ábyrgðarlausir, þó þeir hafi brotið gegn lögum um bókhald, ársreikninga og einkahlutafélög." Færslunni lýkur hann svo á þessum orðum: „Ég hlakka til að fá niðurstöðu siðanefndar Lögmannsfélags Íslands. Reikna ekki með öðru en að verða ávíttur, kannski sektaður og látinn bera kostnað Lex, enda grafalvarlegt mál að gera þá kröfu, að um lögmenn gildi sömu reglur um ábyrgð á rekstri hlutafélaga og aðra menn." Ekki náðist í Sigurð G. Guðjónsson við vinnslu fréttarinnar. Bloggfærsluna má lesa hér. Stím málið Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Sjá meira
Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson upplýsir í dag á bloggi sínu á Pressunni að lögmannstofan Lex hafi kært hann til siðanefndar Lögmannafélags Íslands fyrir hótanir. Málið snýst um deilu vegna skjólstæðings hans en Lex hefur stefnt Jakobi Valgeiri Flosasyni, fyrrverandi stjórnarformanni Stím ehf., fyrir hönd slitastjórnar Glitnis vegna tjóns sem Glitnir á að hafa orðið fyrir vegna lánveitinga til félagsins í byrjun árs 2008. Eins og kunnugt er þá var Stím afhjúpað í fjölmiðlum skömmu eftir hrun en í ljós kom að félagið fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Málinu var meðal annars vísað til Fjármálaeftirlitsins og Embætti sérstaks saksóknara. Í bloggi sem Sigurður birtir segir að krafist sé 300 milljóna króna í skaðabætur af skjólstæðingi sínum, Jakobi Valgeiri. Sigurður segir að hann hafi krafist þess að fallið yrði frá lögsókn á hendur Jakobi Valgeiri, því var hinsvegar hafnað. Hann hafi þó ítrekað þá beiðni með öðrum pósti sem forsvarsmenn Lex hafi skilið sem hótun. Sigurður skrifar: „Í þeim tölvupósti benti ég m.a. á mögulega ábyrgð lögmanna Lex vegna stjórnarsetu þeirra í fimm félögum sem tengdust Glitni banka hf. og Stími ehf. Lex lögmenn tóku þessu og öðru sem í tölvupóstinum kom fram sem hótun um atlögu að orðspori þeirra og hafa nú kært mig til siðanefndar Lögmannafélags Íslands." Svo skrifar Sigurður: „Lögmenn Lex sem stýrðu fyrir Glitni banka hf. stærsta hluthafa í Stími ehf. og auk þess fjórum félögum, sem keyptu eignir af Stími ehf. eiga hins vegar að vera ábyrgðarlausir, þó þeir hafi brotið gegn lögum um bókhald, ársreikninga og einkahlutafélög." Færslunni lýkur hann svo á þessum orðum: „Ég hlakka til að fá niðurstöðu siðanefndar Lögmannsfélags Íslands. Reikna ekki með öðru en að verða ávíttur, kannski sektaður og látinn bera kostnað Lex, enda grafalvarlegt mál að gera þá kröfu, að um lögmenn gildi sömu reglur um ábyrgð á rekstri hlutafélaga og aðra menn." Ekki náðist í Sigurð G. Guðjónsson við vinnslu fréttarinnar. Bloggfærsluna má lesa hér.
Stím málið Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Sjá meira