Guðmundur Eggert Stephensen og Eva Jósteinsdóttir unnu bæði þrefalt á Íslandsmótinu í borðtennis sem lauk í íþróttahúsi TBR í dag.
Þau unnu bæði einliðaleikinn og tvíliðaleikinn. Þau spiluðu síðan saman í tvenndarleiknum og unnu þar sinn þriðja Íslandsmeistaratitil.
Guðmundur lagði Kára Mímisson, 4-0, í einliðaleik karla en Eva skellti Aldísi Rún Lárusdóttur, 4-1, í kvennaflokki.
Guðmundur vann tvíliðaleikinn með Magnúsi K. Magnússyni en Eva vann með Lilju Rós Jóhannesdóttur.
Úrslitin:
Meistaraflokkur karla:
1. Guðmundur E. Stephensen Víkingur.
2. Kári Mímisson KR
3-4. Magnús K. Magússon Víkingur
3-4. Davíð Jónsson KR
Meistaraflokkur kvenna:
1. Eva Jósteinsdóttir Víkingur.
2. Aldís Rún Lárusdóttir KR
3-4. Kolfinna Bjarnadóttir HK
3-4. Guðrún G Björnsdóttir KR
Tvenndarkeppni:
1. Guðmundur E. Stephensen/Eva Jósteinsdóttir Víkingur.
2. Davíð Jónsson/Aldís Rún Lárusdóttir KR
3-4. Gunnar S. Ragnarsson/Guðrún G Björnsdóttir KR
3-4. Einar Geirsson/Ásta Urbancic KR
Tvíliðaleikur karla:
1. Guðmundur E. Stephensen/Magnús K. Magnússon Víkingur.
2. Kári Mímisson/Jóhannes Tómasson KR
3-4. Tryggvi Áki Pétursson/Davíð Teitsson Víkingur
3-4. Davíð Jónsson/Kjartan Briem KR
Tvíliðaleikur kvenna:
1. Eva Jósteinsdóttir/Lilja Rós Jóhannesdóttir Víkingur.
2. Guðrún G Björnsdóttir/Aldís Rún Lárusdóttir KR
3-4. Eyrún Elíasdóttir/Bergrún Björgvinsdóttir Víkingur/Dímon
3-4. Ásta Urbancic/Guðfinna M. Clausen KR
Guðmundur og Eva unnu þrefalt

Mest lesið



„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn


Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn


Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn
