Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 29-24 Elvar Geir Magnússon skrifar 21. febrúar 2013 14:23 Mynd/Valli Sigurganga FH-inga heldur áfram en liðið vann 29-24 sigur á ÍR á heimavelli sínum í kvöld. Hafnarfjarðarliðið er á hörkusiglingu og var þetta áttundi sigurleikur liðsins í röð. FH er fjórum stigum á eftir grönnum sínum í Haukum sem eru efstir. ÍR-ingum hefur eignig vegnað vel að undanförnu en einhver útivallagrýla herjar á liðið og gengur Breiðhyltingum mun betur á heimavelli. Leikurinn í kvöld var kaflaskiptur. Heimamenn byrjuðu betur en þá duttu gestirnir í svakalegan gír. ÍR náði 8-1 kafla og tóku heimamenn þá leikhlé. Staðan í hálfleik var 12-12 en í seinni hálfleik voru það FH-ingar sem voru betri og unnu á endanum verðskuldaðan fimm marka sigur. Björgvin Hólmgeirsson hélt ÍR-ingum inni í leiknum en betur má ef duga skal. Spilamennska ÍR alltof kaflaskipt í dag. Ragnar Jóhannsson skoraði 7 mörk fyrir FH og þeir Logi Geirsson og Þorkell Magnússon gerðu 5 mörk hvor. Hjá ÍR var Björgvin lang atkvæðamestur með 11 mörk.Sturla: Við klúðruðum þessu"Mér fannst við fara illa að ráði okkar þegar leið á leikinn," sagði Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR, eftir leikinn. "Við hefðum getað komist 3-4 mörkum yfir í lok fyrri hálfleiks en klúðruðum og þeir komust inn í leikinn. Svo mætum við ekki tilbúnir og missum þá fram úr. Við gerum röð af mistökum og þá var þetta orðið mjög erfitt." "Þegar það þarf að vinna upp svona forskot má ekkert klikka. Þeir voru bara betri í dag. Við klúðruðum þessu og þeir nýttu sér það. Þetta var bara öruggur fimm marka sigur hjá þeim. Ég verð að viðurkenna það" "Þetta var alltof sveiflukennt. Við erum búnir að spila mjög vel á heimavelli í vetur en bara búnir að vinna einn útileik. Það er bara mjög dapurt og eithvað sem við þurfum að bæta. Engu að síður finnst mér leikur okkar hafa batnað þegar liðið hefur á veturinn. Nú er bara að halda áfram og ná í eins mörg stig og mögulegt er." "FH-ingar hafa verið að spila mjög vel og við þurfum ekki að skammast okkar fyrir að tapa í Kaplakrikanum. En þegar við skoðum leikinn hefðum við getað gert betur og haft þetta spennandi í lokin."Ásbjörn: Bætast 30-50 við með hverjum sigurleik "Sjálfstraustið er gott og eins og sást í kvöld þá erum við góðir þegar við höldum okkur innan okkar leikskipulags," sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH. "Þegar við fórum utan leikskipulagsins voru þeir fljótir að byggja upp smá forskot. Um leið og við komumst aftur inn í skipulagið söxuðum við á þetta og komumst svo aftur yfir." "Einar Andri benti okkur á hvað við vorum að gera rangt í fyrri hálfleik. Um leið og við létum boltann fljóta og hættum þessari óþolinmæði þá gekk sóknarleikurinn. Svo hlupum við hraðaupphlaupin illa í fyrri hálfleik." "Það var gaman að spila þennan leik. Það var fullt af áhorfendum frá útiliðinu, en samt miklu fleiri FH-ingar. Með hverjum sigurleiknum bætast við 30-50 FH-ingar í stúkuna. Við þurfum að halda áfram að vinna til að fá fullt hús í úrslitakeppninni. Það er æðislegt að spila hérna þegar það er full stúka öðru megin. Vonandi þarf að fara að draga út stúkuna hinumegin." Olís-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Sjá meira
Sigurganga FH-inga heldur áfram en liðið vann 29-24 sigur á ÍR á heimavelli sínum í kvöld. Hafnarfjarðarliðið er á hörkusiglingu og var þetta áttundi sigurleikur liðsins í röð. FH er fjórum stigum á eftir grönnum sínum í Haukum sem eru efstir. ÍR-ingum hefur eignig vegnað vel að undanförnu en einhver útivallagrýla herjar á liðið og gengur Breiðhyltingum mun betur á heimavelli. Leikurinn í kvöld var kaflaskiptur. Heimamenn byrjuðu betur en þá duttu gestirnir í svakalegan gír. ÍR náði 8-1 kafla og tóku heimamenn þá leikhlé. Staðan í hálfleik var 12-12 en í seinni hálfleik voru það FH-ingar sem voru betri og unnu á endanum verðskuldaðan fimm marka sigur. Björgvin Hólmgeirsson hélt ÍR-ingum inni í leiknum en betur má ef duga skal. Spilamennska ÍR alltof kaflaskipt í dag. Ragnar Jóhannsson skoraði 7 mörk fyrir FH og þeir Logi Geirsson og Þorkell Magnússon gerðu 5 mörk hvor. Hjá ÍR var Björgvin lang atkvæðamestur með 11 mörk.Sturla: Við klúðruðum þessu"Mér fannst við fara illa að ráði okkar þegar leið á leikinn," sagði Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR, eftir leikinn. "Við hefðum getað komist 3-4 mörkum yfir í lok fyrri hálfleiks en klúðruðum og þeir komust inn í leikinn. Svo mætum við ekki tilbúnir og missum þá fram úr. Við gerum röð af mistökum og þá var þetta orðið mjög erfitt." "Þegar það þarf að vinna upp svona forskot má ekkert klikka. Þeir voru bara betri í dag. Við klúðruðum þessu og þeir nýttu sér það. Þetta var bara öruggur fimm marka sigur hjá þeim. Ég verð að viðurkenna það" "Þetta var alltof sveiflukennt. Við erum búnir að spila mjög vel á heimavelli í vetur en bara búnir að vinna einn útileik. Það er bara mjög dapurt og eithvað sem við þurfum að bæta. Engu að síður finnst mér leikur okkar hafa batnað þegar liðið hefur á veturinn. Nú er bara að halda áfram og ná í eins mörg stig og mögulegt er." "FH-ingar hafa verið að spila mjög vel og við þurfum ekki að skammast okkar fyrir að tapa í Kaplakrikanum. En þegar við skoðum leikinn hefðum við getað gert betur og haft þetta spennandi í lokin."Ásbjörn: Bætast 30-50 við með hverjum sigurleik "Sjálfstraustið er gott og eins og sást í kvöld þá erum við góðir þegar við höldum okkur innan okkar leikskipulags," sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH. "Þegar við fórum utan leikskipulagsins voru þeir fljótir að byggja upp smá forskot. Um leið og við komumst aftur inn í skipulagið söxuðum við á þetta og komumst svo aftur yfir." "Einar Andri benti okkur á hvað við vorum að gera rangt í fyrri hálfleik. Um leið og við létum boltann fljóta og hættum þessari óþolinmæði þá gekk sóknarleikurinn. Svo hlupum við hraðaupphlaupin illa í fyrri hálfleik." "Það var gaman að spila þennan leik. Það var fullt af áhorfendum frá útiliðinu, en samt miklu fleiri FH-ingar. Með hverjum sigurleiknum bætast við 30-50 FH-ingar í stúkuna. Við þurfum að halda áfram að vinna til að fá fullt hús í úrslitakeppninni. Það er æðislegt að spila hérna þegar það er full stúka öðru megin. Vonandi þarf að fara að draga út stúkuna hinumegin."
Olís-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Sjá meira