Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 26-26 Sigmar Sigfússon skrifar 21. febrúar 2013 14:27 Mynd/Valli Botnlið Vals í N1-deild karla nældi í mikilvægt stig er liðið spilaði við Íslandsmeistara HK. Fyrri hálfleikur var ágætis skemmtun. Valsmenn voru grimmari á upphafs mínútunum og spiluðu þéttann varnarleik sem HK átti fá svör við. Valsmenn komust í 4 – 1 eftir 10 mínútur en þá var eins og HK-menn hrukku í gang. Björn Ingi Friðþjófsson, markmaður HK, átti virkilega góðan leik og lokaði rammanum á tímabili. Tandri Már Konráðsson var einnig öflugur fyrir HK á þessum tímapunkti í leiknum og skoraði nokkur góð mörk. Fyrri hálfleik lauk með jafntefli 11-11. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi allan tímann. Liðin skiptust á að skora og komast yfir. Valsmenn virtist vera taka fram úr þeim eftir tíu mínútur af hálfleiknum. HK-menn Neituðu að gefast svo auðveldlega upp og spiluðu grimma vörn sem skilaði sér í mörgum glæsilegum vörðum boltum hjá Birni í marki HK. Björn hélt uppteknum hætti og varði afar vel í leiknum, alls með 18 varða bolta. Staðan var 20 – 21 fyrir HK í góðar fimm mínútur en þá skoraði Valdimar Fannar gott jöfnunarmark fyrir Valsmenn. Eftir þetta varð leikurinn hrikalega spennandi og liðin skiptust á að jafna leikinn þar til á lokamínútunum, þá kemst HK einu marki yfir. Valsmenn voru brjálaðir eftir markið, þar sem augljóst var að Ólafur víðir, leikmaður HK, gerði tvígrip áður en hann sendi boltann. Valsmenn fá eina loka sókn til þess að jafna, Finnur ingi Stefánsson stígur þá upp og skorar laglegt mark á lokasekúndu leiksins, lokastaða 26 -26. Orri Freyr: Dómaraskandall hérna í lokin „Ég er sáttur með stigið úr því sem komið var en við áttum klárlega að eiga síðustu sóknina í stöðunni 25 – 25. Það sáu allir í húsinu að þetta var tvígrip og okkar bolti en svona er þetta, dómaraskandall,“ sagði Orri freyr eftir leikinn. „Fyrsta markmið okkar er að komast upp úr botnsætinu og það næsta að komast í 6. Sæti og vera öruggur úr umspilinu. Svo bara koll af kolli, það þýðir ekkert að vera að væla yfir því að vera í neðsta sæti“. „Þorbjörn er að koma með ákveðna ró í þetta hjá okkur, hann er skynsamur þjálfari og Heimir reyndar líka, þeir eru góðir saman. Við eigum klárlega að vinna ÍR núna á mánudaginn í næsta leik eftir grísinn þeirra í síðasta leik. Sturla Ásgeirsson, vinur minn og ÍR-ingur kíkti á mig um daginn og sagði að við hefðum klárlega átt að vinna þann leik“. Sagði Orri glettinn í lokin. Tandri: Ekki sáttur við eitt stig „Ekki sáttur við stigið, eiginlega bara hundsvekktur en þetta getur verið dýrmætt upp á framhaldið að fá stig hérna í kvöld“. „Ég var frá í einhverja níu mánuði og er smátt og smátt að finna mitt fyrra form sem er bara jákvætt“. „Við munum reyna að vinna þá leiki sem eftir eru, þá er allt hægt. Við eigum helling inni, misstum marga í meiðsli og erum svona að skríða saman aftur. Það þýðir samt ekkert að væla yfir því, það er bara að koma sterkur inn og skila sínu fyrir klúbbinn,“ sagði Tandri Már eftir leikinn. Olís-deild karla Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Botnlið Vals í N1-deild karla nældi í mikilvægt stig er liðið spilaði við Íslandsmeistara HK. Fyrri hálfleikur var ágætis skemmtun. Valsmenn voru grimmari á upphafs mínútunum og spiluðu þéttann varnarleik sem HK átti fá svör við. Valsmenn komust í 4 – 1 eftir 10 mínútur en þá var eins og HK-menn hrukku í gang. Björn Ingi Friðþjófsson, markmaður HK, átti virkilega góðan leik og lokaði rammanum á tímabili. Tandri Már Konráðsson var einnig öflugur fyrir HK á þessum tímapunkti í leiknum og skoraði nokkur góð mörk. Fyrri hálfleik lauk með jafntefli 11-11. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi allan tímann. Liðin skiptust á að skora og komast yfir. Valsmenn virtist vera taka fram úr þeim eftir tíu mínútur af hálfleiknum. HK-menn Neituðu að gefast svo auðveldlega upp og spiluðu grimma vörn sem skilaði sér í mörgum glæsilegum vörðum boltum hjá Birni í marki HK. Björn hélt uppteknum hætti og varði afar vel í leiknum, alls með 18 varða bolta. Staðan var 20 – 21 fyrir HK í góðar fimm mínútur en þá skoraði Valdimar Fannar gott jöfnunarmark fyrir Valsmenn. Eftir þetta varð leikurinn hrikalega spennandi og liðin skiptust á að jafna leikinn þar til á lokamínútunum, þá kemst HK einu marki yfir. Valsmenn voru brjálaðir eftir markið, þar sem augljóst var að Ólafur víðir, leikmaður HK, gerði tvígrip áður en hann sendi boltann. Valsmenn fá eina loka sókn til þess að jafna, Finnur ingi Stefánsson stígur þá upp og skorar laglegt mark á lokasekúndu leiksins, lokastaða 26 -26. Orri Freyr: Dómaraskandall hérna í lokin „Ég er sáttur með stigið úr því sem komið var en við áttum klárlega að eiga síðustu sóknina í stöðunni 25 – 25. Það sáu allir í húsinu að þetta var tvígrip og okkar bolti en svona er þetta, dómaraskandall,“ sagði Orri freyr eftir leikinn. „Fyrsta markmið okkar er að komast upp úr botnsætinu og það næsta að komast í 6. Sæti og vera öruggur úr umspilinu. Svo bara koll af kolli, það þýðir ekkert að vera að væla yfir því að vera í neðsta sæti“. „Þorbjörn er að koma með ákveðna ró í þetta hjá okkur, hann er skynsamur þjálfari og Heimir reyndar líka, þeir eru góðir saman. Við eigum klárlega að vinna ÍR núna á mánudaginn í næsta leik eftir grísinn þeirra í síðasta leik. Sturla Ásgeirsson, vinur minn og ÍR-ingur kíkti á mig um daginn og sagði að við hefðum klárlega átt að vinna þann leik“. Sagði Orri glettinn í lokin. Tandri: Ekki sáttur við eitt stig „Ekki sáttur við stigið, eiginlega bara hundsvekktur en þetta getur verið dýrmætt upp á framhaldið að fá stig hérna í kvöld“. „Ég var frá í einhverja níu mánuði og er smátt og smátt að finna mitt fyrra form sem er bara jákvætt“. „Við munum reyna að vinna þá leiki sem eftir eru, þá er allt hægt. Við eigum helling inni, misstum marga í meiðsli og erum svona að skríða saman aftur. Það þýðir samt ekkert að væla yfir því, það er bara að koma sterkur inn og skila sínu fyrir klúbbinn,“ sagði Tandri Már eftir leikinn.
Olís-deild karla Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira