Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 26-26 Sigmar Sigfússon skrifar 21. febrúar 2013 14:27 Mynd/Valli Botnlið Vals í N1-deild karla nældi í mikilvægt stig er liðið spilaði við Íslandsmeistara HK. Fyrri hálfleikur var ágætis skemmtun. Valsmenn voru grimmari á upphafs mínútunum og spiluðu þéttann varnarleik sem HK átti fá svör við. Valsmenn komust í 4 – 1 eftir 10 mínútur en þá var eins og HK-menn hrukku í gang. Björn Ingi Friðþjófsson, markmaður HK, átti virkilega góðan leik og lokaði rammanum á tímabili. Tandri Már Konráðsson var einnig öflugur fyrir HK á þessum tímapunkti í leiknum og skoraði nokkur góð mörk. Fyrri hálfleik lauk með jafntefli 11-11. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi allan tímann. Liðin skiptust á að skora og komast yfir. Valsmenn virtist vera taka fram úr þeim eftir tíu mínútur af hálfleiknum. HK-menn Neituðu að gefast svo auðveldlega upp og spiluðu grimma vörn sem skilaði sér í mörgum glæsilegum vörðum boltum hjá Birni í marki HK. Björn hélt uppteknum hætti og varði afar vel í leiknum, alls með 18 varða bolta. Staðan var 20 – 21 fyrir HK í góðar fimm mínútur en þá skoraði Valdimar Fannar gott jöfnunarmark fyrir Valsmenn. Eftir þetta varð leikurinn hrikalega spennandi og liðin skiptust á að jafna leikinn þar til á lokamínútunum, þá kemst HK einu marki yfir. Valsmenn voru brjálaðir eftir markið, þar sem augljóst var að Ólafur víðir, leikmaður HK, gerði tvígrip áður en hann sendi boltann. Valsmenn fá eina loka sókn til þess að jafna, Finnur ingi Stefánsson stígur þá upp og skorar laglegt mark á lokasekúndu leiksins, lokastaða 26 -26. Orri Freyr: Dómaraskandall hérna í lokin „Ég er sáttur með stigið úr því sem komið var en við áttum klárlega að eiga síðustu sóknina í stöðunni 25 – 25. Það sáu allir í húsinu að þetta var tvígrip og okkar bolti en svona er þetta, dómaraskandall,“ sagði Orri freyr eftir leikinn. „Fyrsta markmið okkar er að komast upp úr botnsætinu og það næsta að komast í 6. Sæti og vera öruggur úr umspilinu. Svo bara koll af kolli, það þýðir ekkert að vera að væla yfir því að vera í neðsta sæti“. „Þorbjörn er að koma með ákveðna ró í þetta hjá okkur, hann er skynsamur þjálfari og Heimir reyndar líka, þeir eru góðir saman. Við eigum klárlega að vinna ÍR núna á mánudaginn í næsta leik eftir grísinn þeirra í síðasta leik. Sturla Ásgeirsson, vinur minn og ÍR-ingur kíkti á mig um daginn og sagði að við hefðum klárlega átt að vinna þann leik“. Sagði Orri glettinn í lokin. Tandri: Ekki sáttur við eitt stig „Ekki sáttur við stigið, eiginlega bara hundsvekktur en þetta getur verið dýrmætt upp á framhaldið að fá stig hérna í kvöld“. „Ég var frá í einhverja níu mánuði og er smátt og smátt að finna mitt fyrra form sem er bara jákvætt“. „Við munum reyna að vinna þá leiki sem eftir eru, þá er allt hægt. Við eigum helling inni, misstum marga í meiðsli og erum svona að skríða saman aftur. Það þýðir samt ekkert að væla yfir því, það er bara að koma sterkur inn og skila sínu fyrir klúbbinn,“ sagði Tandri Már eftir leikinn. Olís-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira
Botnlið Vals í N1-deild karla nældi í mikilvægt stig er liðið spilaði við Íslandsmeistara HK. Fyrri hálfleikur var ágætis skemmtun. Valsmenn voru grimmari á upphafs mínútunum og spiluðu þéttann varnarleik sem HK átti fá svör við. Valsmenn komust í 4 – 1 eftir 10 mínútur en þá var eins og HK-menn hrukku í gang. Björn Ingi Friðþjófsson, markmaður HK, átti virkilega góðan leik og lokaði rammanum á tímabili. Tandri Már Konráðsson var einnig öflugur fyrir HK á þessum tímapunkti í leiknum og skoraði nokkur góð mörk. Fyrri hálfleik lauk með jafntefli 11-11. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi allan tímann. Liðin skiptust á að skora og komast yfir. Valsmenn virtist vera taka fram úr þeim eftir tíu mínútur af hálfleiknum. HK-menn Neituðu að gefast svo auðveldlega upp og spiluðu grimma vörn sem skilaði sér í mörgum glæsilegum vörðum boltum hjá Birni í marki HK. Björn hélt uppteknum hætti og varði afar vel í leiknum, alls með 18 varða bolta. Staðan var 20 – 21 fyrir HK í góðar fimm mínútur en þá skoraði Valdimar Fannar gott jöfnunarmark fyrir Valsmenn. Eftir þetta varð leikurinn hrikalega spennandi og liðin skiptust á að jafna leikinn þar til á lokamínútunum, þá kemst HK einu marki yfir. Valsmenn voru brjálaðir eftir markið, þar sem augljóst var að Ólafur víðir, leikmaður HK, gerði tvígrip áður en hann sendi boltann. Valsmenn fá eina loka sókn til þess að jafna, Finnur ingi Stefánsson stígur þá upp og skorar laglegt mark á lokasekúndu leiksins, lokastaða 26 -26. Orri Freyr: Dómaraskandall hérna í lokin „Ég er sáttur með stigið úr því sem komið var en við áttum klárlega að eiga síðustu sóknina í stöðunni 25 – 25. Það sáu allir í húsinu að þetta var tvígrip og okkar bolti en svona er þetta, dómaraskandall,“ sagði Orri freyr eftir leikinn. „Fyrsta markmið okkar er að komast upp úr botnsætinu og það næsta að komast í 6. Sæti og vera öruggur úr umspilinu. Svo bara koll af kolli, það þýðir ekkert að vera að væla yfir því að vera í neðsta sæti“. „Þorbjörn er að koma með ákveðna ró í þetta hjá okkur, hann er skynsamur þjálfari og Heimir reyndar líka, þeir eru góðir saman. Við eigum klárlega að vinna ÍR núna á mánudaginn í næsta leik eftir grísinn þeirra í síðasta leik. Sturla Ásgeirsson, vinur minn og ÍR-ingur kíkti á mig um daginn og sagði að við hefðum klárlega átt að vinna þann leik“. Sagði Orri glettinn í lokin. Tandri: Ekki sáttur við eitt stig „Ekki sáttur við stigið, eiginlega bara hundsvekktur en þetta getur verið dýrmætt upp á framhaldið að fá stig hérna í kvöld“. „Ég var frá í einhverja níu mánuði og er smátt og smátt að finna mitt fyrra form sem er bara jákvætt“. „Við munum reyna að vinna þá leiki sem eftir eru, þá er allt hægt. Við eigum helling inni, misstum marga í meiðsli og erum svona að skríða saman aftur. Það þýðir samt ekkert að væla yfir því, það er bara að koma sterkur inn og skila sínu fyrir klúbbinn,“ sagði Tandri Már eftir leikinn.
Olís-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira