Fá að lesa útskrift af símtali Davíðs og Geirs Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. febrúar 2013 13:41 Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Mynd/ GVA. Fjárlaganefnd fær að lesa útskrift af símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, þar sem þeir ræddu þrautavaralán til Kaupþings með veði í FIH. Þetta kemur fram í bréfi Seðlabankans til fjárlaganefndar. Nefndn hefur farið fram á að fá útskrift af samtalinu afhenta. Í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri, að lánveitingin til Kaupþings hafi ekki verið afgreidd í samræmi við þær reglur um þrautavaralán sem bankastjórn hafði sett sjálf. Þetta megi þó væntanlega að einhverju leyti skýra með því hversu brátt málið bara að. Í bréfinu segir Már jafnframt að hann hafi hugað að því hvernig hann geti komið til móts við fjárlaganefnd vegna kröfu um að fá útskrift af samtalinu afhenta, án þess að brjóta í bága við þagnarskyldu sína. „Seðlabankinn er þvi tilbúinn að hafa svipað fyrirkomulag og haft var gagnvart utanríkismálanefnd og fjárlaganefnd varðandi aðra mikilvæga upptöku á símtali. Það myndi fela í sér að nefndarmenn fengju að lesa útskrift af símtalinu á sérstökum fundi nefndarinnar með fulltrúum Seðlabankans. Nefndarmenn fengju ekki að halda eintökum af því né mætti vitna til þess í skýrslum sem gerðar eru opinberar. Þetta fyrirkomulag myndi hins vegar gera nefndinni kleyft að taka mið af símtalinu, eftir því sem viðeigandi getur talist, í almennum niðurstöðum sínum varðandi það efni sem hún segist hafa til umfjöllunar," segir í bréfinu. Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, segir að málið sé enn ekki komið á það stig að af því geti orðið að nefndarmenn í fjárlaganefnd fái á sjá útskriftina. Hér að neðan getur þú séð bréf Seðlabankans til nefndarinnar. Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Sjá meira
Fjárlaganefnd fær að lesa útskrift af símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, þar sem þeir ræddu þrautavaralán til Kaupþings með veði í FIH. Þetta kemur fram í bréfi Seðlabankans til fjárlaganefndar. Nefndn hefur farið fram á að fá útskrift af samtalinu afhenta. Í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri, að lánveitingin til Kaupþings hafi ekki verið afgreidd í samræmi við þær reglur um þrautavaralán sem bankastjórn hafði sett sjálf. Þetta megi þó væntanlega að einhverju leyti skýra með því hversu brátt málið bara að. Í bréfinu segir Már jafnframt að hann hafi hugað að því hvernig hann geti komið til móts við fjárlaganefnd vegna kröfu um að fá útskrift af samtalinu afhenta, án þess að brjóta í bága við þagnarskyldu sína. „Seðlabankinn er þvi tilbúinn að hafa svipað fyrirkomulag og haft var gagnvart utanríkismálanefnd og fjárlaganefnd varðandi aðra mikilvæga upptöku á símtali. Það myndi fela í sér að nefndarmenn fengju að lesa útskrift af símtalinu á sérstökum fundi nefndarinnar með fulltrúum Seðlabankans. Nefndarmenn fengju ekki að halda eintökum af því né mætti vitna til þess í skýrslum sem gerðar eru opinberar. Þetta fyrirkomulag myndi hins vegar gera nefndinni kleyft að taka mið af símtalinu, eftir því sem viðeigandi getur talist, í almennum niðurstöðum sínum varðandi það efni sem hún segist hafa til umfjöllunar," segir í bréfinu. Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, segir að málið sé enn ekki komið á það stig að af því geti orðið að nefndarmenn í fjárlaganefnd fái á sjá útskriftina. Hér að neðan getur þú séð bréf Seðlabankans til nefndarinnar.
Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Sjá meira