Tiger sendi einkaflugvélina eftir Lindsey Vonn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2013 23:30 Tiger Woods. Mynd/Nordic Photos/Getty Heitasta sportparið í Bandaríkjunum í dag er örugglega kylfingurinn Tiger Woods og skíðakonan Lindsey Vonn. Bandarískir og evrópskir slúðurmiðlar hafa verið að skrifa um samband þeirra að undanförnu og enn meira eftir að Woods gerði Vonn mikinn greiða um helgina. Lindsey Vonn meiddist illa á hné í síðustu viku í Heimsmeistarakeppninni í alpagreinum og verður ekkert meira með á þessu ári. Keppnin fór fram í Austurríki en Vonn er nú komin heim til Bandaríkjanna þökk sé rausnarlegu framtaki Woods. Tiger Woods sendi nefnilega einkaflugvélina eftir vinkonu sinni Lindsey Vonn. Fulltrúar þeirra beggja aðila hafa ekki viljað tjá sig um sambandið og tala aðeins um þau sem góða vini. Það er þó ljóst að þau Tiger og Lindsey hafa eytt meiri og meiri tíma saman að undanförnu. Flugferð Vonn í boði Woods er síðan eins og olía á eldinn í umfjöllun fjölmiðla um meint samband en Lindsey Vonn gekk einmitt frá skilnaði sínum í janúar. Það var mikill fjölmiðlamatur þegar Tiger Woods og Elin Nordegren skildu og upp komst um mikið framhjáhald kylfingsins. Tiger Woods er 37 ára en Lindsey Vonn er 28 ára. Þau eru bæði í hópi þeirra allra bestu í sínum íþróttagreinum í sögunni og hafa unnið stærstu mótin í sínu sporti mörgum sinnum. Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Heitasta sportparið í Bandaríkjunum í dag er örugglega kylfingurinn Tiger Woods og skíðakonan Lindsey Vonn. Bandarískir og evrópskir slúðurmiðlar hafa verið að skrifa um samband þeirra að undanförnu og enn meira eftir að Woods gerði Vonn mikinn greiða um helgina. Lindsey Vonn meiddist illa á hné í síðustu viku í Heimsmeistarakeppninni í alpagreinum og verður ekkert meira með á þessu ári. Keppnin fór fram í Austurríki en Vonn er nú komin heim til Bandaríkjanna þökk sé rausnarlegu framtaki Woods. Tiger Woods sendi nefnilega einkaflugvélina eftir vinkonu sinni Lindsey Vonn. Fulltrúar þeirra beggja aðila hafa ekki viljað tjá sig um sambandið og tala aðeins um þau sem góða vini. Það er þó ljóst að þau Tiger og Lindsey hafa eytt meiri og meiri tíma saman að undanförnu. Flugferð Vonn í boði Woods er síðan eins og olía á eldinn í umfjöllun fjölmiðla um meint samband en Lindsey Vonn gekk einmitt frá skilnaði sínum í janúar. Það var mikill fjölmiðlamatur þegar Tiger Woods og Elin Nordegren skildu og upp komst um mikið framhjáhald kylfingsins. Tiger Woods er 37 ára en Lindsey Vonn er 28 ára. Þau eru bæði í hópi þeirra allra bestu í sínum íþróttagreinum í sögunni og hafa unnið stærstu mótin í sínu sporti mörgum sinnum.
Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira