Tiger sendi einkaflugvélina eftir Lindsey Vonn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2013 23:30 Tiger Woods. Mynd/Nordic Photos/Getty Heitasta sportparið í Bandaríkjunum í dag er örugglega kylfingurinn Tiger Woods og skíðakonan Lindsey Vonn. Bandarískir og evrópskir slúðurmiðlar hafa verið að skrifa um samband þeirra að undanförnu og enn meira eftir að Woods gerði Vonn mikinn greiða um helgina. Lindsey Vonn meiddist illa á hné í síðustu viku í Heimsmeistarakeppninni í alpagreinum og verður ekkert meira með á þessu ári. Keppnin fór fram í Austurríki en Vonn er nú komin heim til Bandaríkjanna þökk sé rausnarlegu framtaki Woods. Tiger Woods sendi nefnilega einkaflugvélina eftir vinkonu sinni Lindsey Vonn. Fulltrúar þeirra beggja aðila hafa ekki viljað tjá sig um sambandið og tala aðeins um þau sem góða vini. Það er þó ljóst að þau Tiger og Lindsey hafa eytt meiri og meiri tíma saman að undanförnu. Flugferð Vonn í boði Woods er síðan eins og olía á eldinn í umfjöllun fjölmiðla um meint samband en Lindsey Vonn gekk einmitt frá skilnaði sínum í janúar. Það var mikill fjölmiðlamatur þegar Tiger Woods og Elin Nordegren skildu og upp komst um mikið framhjáhald kylfingsins. Tiger Woods er 37 ára en Lindsey Vonn er 28 ára. Þau eru bæði í hópi þeirra allra bestu í sínum íþróttagreinum í sögunni og hafa unnið stærstu mótin í sínu sporti mörgum sinnum. Golf Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Heitasta sportparið í Bandaríkjunum í dag er örugglega kylfingurinn Tiger Woods og skíðakonan Lindsey Vonn. Bandarískir og evrópskir slúðurmiðlar hafa verið að skrifa um samband þeirra að undanförnu og enn meira eftir að Woods gerði Vonn mikinn greiða um helgina. Lindsey Vonn meiddist illa á hné í síðustu viku í Heimsmeistarakeppninni í alpagreinum og verður ekkert meira með á þessu ári. Keppnin fór fram í Austurríki en Vonn er nú komin heim til Bandaríkjanna þökk sé rausnarlegu framtaki Woods. Tiger Woods sendi nefnilega einkaflugvélina eftir vinkonu sinni Lindsey Vonn. Fulltrúar þeirra beggja aðila hafa ekki viljað tjá sig um sambandið og tala aðeins um þau sem góða vini. Það er þó ljóst að þau Tiger og Lindsey hafa eytt meiri og meiri tíma saman að undanförnu. Flugferð Vonn í boði Woods er síðan eins og olía á eldinn í umfjöllun fjölmiðla um meint samband en Lindsey Vonn gekk einmitt frá skilnaði sínum í janúar. Það var mikill fjölmiðlamatur þegar Tiger Woods og Elin Nordegren skildu og upp komst um mikið framhjáhald kylfingsins. Tiger Woods er 37 ára en Lindsey Vonn er 28 ára. Þau eru bæði í hópi þeirra allra bestu í sínum íþróttagreinum í sögunni og hafa unnið stærstu mótin í sínu sporti mörgum sinnum.
Golf Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira