Fimm leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu í dag en Birkir Bjarnason og félagar í Pescara tapaði illa fyrir Cagliari 2-0 á heimavelli.
Marco Sau skoraði bæði mörk Cagliari í leiknum en þau komu í upphafi síðari hálfleiks. Birkir Bjarnason var tekinn af velli á 49. mínútu.
Napoli og Sampdoria gerðu 0 – 0 jafntefli í Napoli. Í kvöld mætast síðan Fiorentina og Inter í stórleik dagsins á Ítalíu.
Úrslit dagsins:
Catania - Bologna 1 - 0
Genoa - Udinese 1 - 0
Napoli - Sampdoria 0 - 0
Pescara - Cagliari 0 - 2
Torino - Atalanta 2 - 1
Birkir Bjarnason og félagar töpuðu fyrir Cagliari
Stefán Árni Pálsson skrifar
