Peterson leikmaður ársins í NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2013 10:00 Adrian Peterson. Myndir / AP Hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings var valinn leikmaður ársins í bandarísku NFL-deildinni. Tilkynnt var um valið í nótt. Peterson átti ótrúlegt ár, sérstaklega miðað við að hann sleit krossband í hné í desember á síðasta ári. Hann náði ótrúlega skjótum bata og var kominn á fullt þegar að nýtt tímabil hófst í haust. Peterson hljóp með boltann alls 2097 jarda á tímabiilnu og var aðeins níu jördum frá því að bæta met Eric Dickerson. Peterson var einnig sóknarleikmaður ársins. Minnesota féll úr leik í úrslitakeppninni og því verður Peterson ekki með þegar að úrslitaleikur deildarinnar, Superbowl, fer fram í kvöld. Þar mætast Baltimore og San Francisco. „Markmiðið var að komast í Superbowl. Það tókst ekki, því miður. En ég náði að bæta við nokkrum styttum í safnið mitt. Það er gott," sagði Peterson. Hin svokölluðu „Comeback-verðlaun" ársins féllu í skaut Peyton Manning, leikstjórnanda Denver Broncos. Hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla en Broncos náði besta árangri alla liða í deildakeppninni í ár. JJ Watt, varnartröll hjá Houston, var valinn varnarleikmaður ársins. „Ég get enn bætt mig mikið. Ég er aðeins 23 ára gamall." Robert Griffin þriðji, leikstjórnandi Washington, átti frábært tímabil og var valinn besti sóknarnýliði ársins. Það er sárabót fyrir Griffin sem sleit krossband í hné í úrslitakeppninni og verður því frá langt fram á næsta haust. Þjálfari ársins var valinn Bruce Arians en hann tók við Indianapolis þegar að þjálfarinn Chuck Pagano greindist með hvítblæði. Undir stjórn Arians náði Indianapolis frábærum árangri en Pagano sneri aftur undir lok deildakeppninnar og tók aftur við liðinu. Indinapolis vann aðeins tvo leiki af sextán á síðasta tímabili en komst alla leið í úrslitakeppnina þetta tímabilið. Arians mun stýra liði Arizona Cardinals á næsta tímabili.Verðlaunahafar: Verðmætasti leikmaðurinn: Adrian Peterson, Minnesota Vikings Verðmætasti sóknarleikmaðurinn: Adrian Peterson, Minnesota Vikings Verðmætasti varnarleikmaðruinn: JJ Watt, Houston Texans Sóknarnýliði ársins: Robert Griffin þriðji, Washington Redskins Varnarnýliði ársins: Luke Kuechly, Carolina Panthers „Comeback"-leikmaður ársins: Peyton Manning, Denver Broncos Þjálfari ársins: Bruce Arians, Indianapolis Colts NFL Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sjá meira
Hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings var valinn leikmaður ársins í bandarísku NFL-deildinni. Tilkynnt var um valið í nótt. Peterson átti ótrúlegt ár, sérstaklega miðað við að hann sleit krossband í hné í desember á síðasta ári. Hann náði ótrúlega skjótum bata og var kominn á fullt þegar að nýtt tímabil hófst í haust. Peterson hljóp með boltann alls 2097 jarda á tímabiilnu og var aðeins níu jördum frá því að bæta met Eric Dickerson. Peterson var einnig sóknarleikmaður ársins. Minnesota féll úr leik í úrslitakeppninni og því verður Peterson ekki með þegar að úrslitaleikur deildarinnar, Superbowl, fer fram í kvöld. Þar mætast Baltimore og San Francisco. „Markmiðið var að komast í Superbowl. Það tókst ekki, því miður. En ég náði að bæta við nokkrum styttum í safnið mitt. Það er gott," sagði Peterson. Hin svokölluðu „Comeback-verðlaun" ársins féllu í skaut Peyton Manning, leikstjórnanda Denver Broncos. Hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla en Broncos náði besta árangri alla liða í deildakeppninni í ár. JJ Watt, varnartröll hjá Houston, var valinn varnarleikmaður ársins. „Ég get enn bætt mig mikið. Ég er aðeins 23 ára gamall." Robert Griffin þriðji, leikstjórnandi Washington, átti frábært tímabil og var valinn besti sóknarnýliði ársins. Það er sárabót fyrir Griffin sem sleit krossband í hné í úrslitakeppninni og verður því frá langt fram á næsta haust. Þjálfari ársins var valinn Bruce Arians en hann tók við Indianapolis þegar að þjálfarinn Chuck Pagano greindist með hvítblæði. Undir stjórn Arians náði Indianapolis frábærum árangri en Pagano sneri aftur undir lok deildakeppninnar og tók aftur við liðinu. Indinapolis vann aðeins tvo leiki af sextán á síðasta tímabili en komst alla leið í úrslitakeppnina þetta tímabilið. Arians mun stýra liði Arizona Cardinals á næsta tímabili.Verðlaunahafar: Verðmætasti leikmaðurinn: Adrian Peterson, Minnesota Vikings Verðmætasti sóknarleikmaðurinn: Adrian Peterson, Minnesota Vikings Verðmætasti varnarleikmaðruinn: JJ Watt, Houston Texans Sóknarnýliði ársins: Robert Griffin þriðji, Washington Redskins Varnarnýliði ársins: Luke Kuechly, Carolina Panthers „Comeback"-leikmaður ársins: Peyton Manning, Denver Broncos Þjálfari ársins: Bruce Arians, Indianapolis Colts
NFL Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sjá meira