Fótbolti

Enginn Xavi í liði Barcelona á næstunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Xavi
Xavi Mynd/Nordic Photos/Getty
Xavi, miðjumaðurinn snjalli hjá Barcelona, verður ekki með liðinu næstu fimmtán daga eftir að rannsóknir sýndu að hann hafi tognað aftan í læri. Xavi meiddist í lokin á leik Barcaelona og Valenica í spænsku deildinni í gær en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Xavi verður því ekki með Spánverjum í vináttulandsleik á móti Úrúgvæ á miðjudaginn en hann átti þar möguleika á því að spila sinn 120. landsleik.

Xavi mun missa af næstu tveimur deildarleikjum Barcelona á móti Getafe og Granada en í tilkynningu frá Börsungum kom fram að vonast er til þess að Xavi geti verið með í fyrri leiknum á móti AC Milan í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Það eru ekki góðar fréttir fyrir Barcelona að vera án Xavi á næstunni en þeim mun mikilvægara að hann nái sér fyrir leikinn á móti AC Milan sem fer fram á Ítalíu 20. febrúar næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×