Síðasta myndin af þúfunum þar sem eldsprungan opnaðist Kristján Már Unnarsson skrifar 9. febrúar 2013 15:37 Hér rifnaði jörðin upp á Heimaey aðfararnótt 23. janúar 1973. Myndin var tekin rúmum sólarhring áður. Þegar gosinu lauk var komið 50-70 metra þykkt hraun ofan á húsin á myndinni. Ljósmyndir sem taldar eru þær síðustu sem teknar voru fyrir gos á svæðinu austast á Heimaey þar sem gossprungan opnaðist aðfararnótt 23. janúar 1973 verða sýndar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, sunnudag, að loknum fréttum klukkan 18.55. Guðmundur E. Jóelsson átti myndavélina en í viðtali í þættinum greinir hann frá því að myndirnar voru teknar í gönguferð 5-6 frændsystkina af Kirkjubæjartorfunni sunnudaginn 21. janúar, aðeins einum og hálfum sólarhring áður en jörðin rifnaði þar upp. Guðmundur sést sjálfur hægra megin í rammanum á myndinni sem fylgir þessari frétt en Pétur Guðjónsson, frændi Guðmundar, hélt á myndavélinni og smellti af. Guðmundur segir að myndin sé tekin nálægt Urðavita og er horft í átt að Kirkjubæjunum, yfir svæðið þar sem jarðeldurinn kom upp. Hann telur að myndin sé tekin mjög nærri þeim stað þar sem jörðin rifnaði og að sprungan hafi farið út í sjó við skúr sem ber við andlit hans, en þar var radíómastur. Öll húsin sem sjást á myndinni brunnu á fyrstu dögum eldgossins og hraun rann svo fljótlega yfir húsin. Nú er svæðið undir 50-70 metra þykkum hraun- og öskulagastafla norður af hlíðum Eldfells. Í þættinum „Um land allt" í kvöld rifja Eyjamenn upp minningarnar um þetta horfna svæði á Heimaey. Hér að neðan eru tengingar inn á fyrri þætti, sem Stöð 2 hefur sýnt undanfarnar vikur um gosið, og umfjöllun um efni þeirra. Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þegar Eyjamenn reyndu að taka völdin af eldfjallinu Eldgosið á Heimaey árið 1973 var til umfjöllunar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 27. janúar 2013 20:09 Lýsti yfir goslokum í ylvolgum gíg Eldfells Eyjamaðurinn Svavar Steingrímsson var í hópi sex manna, undir forystu Þorbjörns Sigurgeirssonar prófessors, sem fyrstir fóru ofan í gíg Eldfells að kvöldi 2. júlí árið 1973 til að kanna hvort eldgosinu á Heimaey væri lokið. 2. febrúar 2013 16:23 Væri gaman að sjá barnavagninn eftir 40 ár "Ég hefði nú gaman af því að sjá barnavagninn. Hann á að vera þarna," sagði Guðrún Ingibergsdóttir í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, þar sem fjallað var um eldgosið á Heimaey. 3. febrúar 2013 19:58 Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30 Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20. janúar 2013 11:30 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Ljósmyndir sem taldar eru þær síðustu sem teknar voru fyrir gos á svæðinu austast á Heimaey þar sem gossprungan opnaðist aðfararnótt 23. janúar 1973 verða sýndar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, sunnudag, að loknum fréttum klukkan 18.55. Guðmundur E. Jóelsson átti myndavélina en í viðtali í þættinum greinir hann frá því að myndirnar voru teknar í gönguferð 5-6 frændsystkina af Kirkjubæjartorfunni sunnudaginn 21. janúar, aðeins einum og hálfum sólarhring áður en jörðin rifnaði þar upp. Guðmundur sést sjálfur hægra megin í rammanum á myndinni sem fylgir þessari frétt en Pétur Guðjónsson, frændi Guðmundar, hélt á myndavélinni og smellti af. Guðmundur segir að myndin sé tekin nálægt Urðavita og er horft í átt að Kirkjubæjunum, yfir svæðið þar sem jarðeldurinn kom upp. Hann telur að myndin sé tekin mjög nærri þeim stað þar sem jörðin rifnaði og að sprungan hafi farið út í sjó við skúr sem ber við andlit hans, en þar var radíómastur. Öll húsin sem sjást á myndinni brunnu á fyrstu dögum eldgossins og hraun rann svo fljótlega yfir húsin. Nú er svæðið undir 50-70 metra þykkum hraun- og öskulagastafla norður af hlíðum Eldfells. Í þættinum „Um land allt" í kvöld rifja Eyjamenn upp minningarnar um þetta horfna svæði á Heimaey. Hér að neðan eru tengingar inn á fyrri þætti, sem Stöð 2 hefur sýnt undanfarnar vikur um gosið, og umfjöllun um efni þeirra.
Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þegar Eyjamenn reyndu að taka völdin af eldfjallinu Eldgosið á Heimaey árið 1973 var til umfjöllunar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 27. janúar 2013 20:09 Lýsti yfir goslokum í ylvolgum gíg Eldfells Eyjamaðurinn Svavar Steingrímsson var í hópi sex manna, undir forystu Þorbjörns Sigurgeirssonar prófessors, sem fyrstir fóru ofan í gíg Eldfells að kvöldi 2. júlí árið 1973 til að kanna hvort eldgosinu á Heimaey væri lokið. 2. febrúar 2013 16:23 Væri gaman að sjá barnavagninn eftir 40 ár "Ég hefði nú gaman af því að sjá barnavagninn. Hann á að vera þarna," sagði Guðrún Ingibergsdóttir í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, þar sem fjallað var um eldgosið á Heimaey. 3. febrúar 2013 19:58 Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30 Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20. janúar 2013 11:30 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Þegar Eyjamenn reyndu að taka völdin af eldfjallinu Eldgosið á Heimaey árið 1973 var til umfjöllunar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 27. janúar 2013 20:09
Lýsti yfir goslokum í ylvolgum gíg Eldfells Eyjamaðurinn Svavar Steingrímsson var í hópi sex manna, undir forystu Þorbjörns Sigurgeirssonar prófessors, sem fyrstir fóru ofan í gíg Eldfells að kvöldi 2. júlí árið 1973 til að kanna hvort eldgosinu á Heimaey væri lokið. 2. febrúar 2013 16:23
Væri gaman að sjá barnavagninn eftir 40 ár "Ég hefði nú gaman af því að sjá barnavagninn. Hann á að vera þarna," sagði Guðrún Ingibergsdóttir í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, þar sem fjallað var um eldgosið á Heimaey. 3. febrúar 2013 19:58
Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30
Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20. janúar 2013 11:30