Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2013 19:30 Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum „Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu vitni að því þegar gossprungan opnaðist og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. Hjálmar lést fyrir sjö árum en á Stöð 2 í kvöld lýsti Ólafur upphafi eldgossins í fyrsta sinn í sjónvarpsviðtali. „Allt í einu, eins og hendi sé veifað, þá rifnar bara jörðin fyrir framan okkur," segir Ólafur Gränz í viðtalinu. Brynja Pétursdóttir, sem bjó á Kirkjubæ, í því íbúðarhúsi sem næst stóð upptökunum, greindi frá þeirri upplifun sinni að vakna við eldgos í bæjartúninu og að þurfa að yfirgefa æskuheimili sitt í skyndi og sjá það aldrei aftur. Óvænt gosið varð til þess að upp komst um ungt kærustupar, Helgu og Arnór, sem þá voru 15 og 16 ára. Helga Jónsdóttir horfði út um glugga á risherbergi með kærastanum sínum á sprunguna lengjast, en hún var þó hræddari við að standa frammi fyrir foreldrum sínum, því pilturinn átti að vera farinn heim til sín á miðnætti. Gosið virtist koma flestum á óvart. Nokkrir vægir jarðskjálftar höfðu fundist klukkustundirnar á undan, sá stærsti um þrjú stig, um fimmtán mínútum áður en gossprungan opnaðist. Fyrirboðar eldgossins gætu þó hafa verið fleiri. Þannig áttu sjómenn að hafa tekið eftir því að snjó festi ekki austast á Heimaey, Ólafur Gränz tók eftir jarðsigi tveim dögum áður á svæðinu, og á Kirkjubæ hafði heimilisfólk mátt þola óvenju mikinn músa- og rottugangi mánuðinn á undan. Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Sjá meira
Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum „Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu vitni að því þegar gossprungan opnaðist og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. Hjálmar lést fyrir sjö árum en á Stöð 2 í kvöld lýsti Ólafur upphafi eldgossins í fyrsta sinn í sjónvarpsviðtali. „Allt í einu, eins og hendi sé veifað, þá rifnar bara jörðin fyrir framan okkur," segir Ólafur Gränz í viðtalinu. Brynja Pétursdóttir, sem bjó á Kirkjubæ, í því íbúðarhúsi sem næst stóð upptökunum, greindi frá þeirri upplifun sinni að vakna við eldgos í bæjartúninu og að þurfa að yfirgefa æskuheimili sitt í skyndi og sjá það aldrei aftur. Óvænt gosið varð til þess að upp komst um ungt kærustupar, Helgu og Arnór, sem þá voru 15 og 16 ára. Helga Jónsdóttir horfði út um glugga á risherbergi með kærastanum sínum á sprunguna lengjast, en hún var þó hræddari við að standa frammi fyrir foreldrum sínum, því pilturinn átti að vera farinn heim til sín á miðnætti. Gosið virtist koma flestum á óvart. Nokkrir vægir jarðskjálftar höfðu fundist klukkustundirnar á undan, sá stærsti um þrjú stig, um fimmtán mínútum áður en gossprungan opnaðist. Fyrirboðar eldgossins gætu þó hafa verið fleiri. Þannig áttu sjómenn að hafa tekið eftir því að snjó festi ekki austast á Heimaey, Ólafur Gränz tók eftir jarðsigi tveim dögum áður á svæðinu, og á Kirkjubæ hafði heimilisfólk mátt þola óvenju mikinn músa- og rottugangi mánuðinn á undan.
Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent