Real Madrid og Barcelona tekjuhæstu félög heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2013 10:00 Mynd/Nordic Photos/Getty Áttunda árið í röð er spænska félagið Real Madrid það fótboltafélag í heiminum sem aflaði mestra heildartekna. Efstu sex félögin á lista Deloitte eru þau sömu og fyrir ári síðan en af þeim var það aðeins Manchester United (3. sæti) sem skilaði minni tekjum milli ára. Tvö efstu félögin koma frá Spáni en England á fimm félög inn á topp tíu listanum. Real Madrid skilaði heildartekjum upp á 512,6 milljónir evra á síðasta ári og varð þar með fyrsta félagið til að brjóta 500 milljóna múrinn. Tekjur félagsins hækkuðu um sjö prósent milli ára alveg eins og hjá erkifjendunum í Barcelona sem voru með 483 milljónir í heildartekjur á síðasta fjárhagsári. Manchester United skilaði þremur prósentum minni tekjum í ár en í fyrra en þar hafði mikið að segja að félagið komst ekki í gegnum riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Nágrannarnir í Manchester City komust inn á topp tíu en City hækkaði sig um fimm sæti og fór alla leið upp í það sjöunda. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn og stimplaði sig í hóp bestu liða heims og það hafði mikil áhrif á rekstur félagsins því tekjurnar jukust um 51 prósent milli ára. Chelsea og Arsenal eiga í hættu að missa Manchester City upp fyrir sig á næstunni ef sama þróun verður á þessu ári en Liverpool er síðan fimmta enska félagið inn á topp tíu. Ítalir eiga tvö félög inn á topp tíu (AC Milan og Juventus) og Þjóðverjar eitt (Bayern Munchen).Topp tuttugu listinn lítur þannig út:- í milljónum evra, síðasta ár innan sviga 1 (1) Real Madrid 512,6 (479,5) 2 (2) Barcelona 483 (450,7) 3 (3) Manchester Utd 395,9 (367) 4 (4) Bayern Munich 368,4 (321,4) 5 (5) Chelsea 322,6 (253,1) 6 (6) Arsenal 290,3 (251,1) 7 (12) Manchester City 285,6 (169,6) 8 (7) AC Milan 256,9 (234,8) 9 (9) Liverpool 233,2 (203,3) 10 (13) Juventus 195,4 (153,9) 11 (16) Borussia Dortmund 189,1 (138,5) 12 (8) Internazionale 185,9 (211,4) 13 (11) Tottenham 178,2 (181) 14 (10) Schalke 174,5 (202,4) 15 (20) Napoli 148,4 (114,9) 16 (14) Marseille 135,7 (150,4) 17 (17) Lyon 131,9 (132,8) 18 (18) Hamburg 121,1 (128,8) 19 (15) Roma 115,9 (143,5) 20 (-) Newcastle United 115,3 (98)Mynd/Nordic Photos/Getty Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Áttunda árið í röð er spænska félagið Real Madrid það fótboltafélag í heiminum sem aflaði mestra heildartekna. Efstu sex félögin á lista Deloitte eru þau sömu og fyrir ári síðan en af þeim var það aðeins Manchester United (3. sæti) sem skilaði minni tekjum milli ára. Tvö efstu félögin koma frá Spáni en England á fimm félög inn á topp tíu listanum. Real Madrid skilaði heildartekjum upp á 512,6 milljónir evra á síðasta ári og varð þar með fyrsta félagið til að brjóta 500 milljóna múrinn. Tekjur félagsins hækkuðu um sjö prósent milli ára alveg eins og hjá erkifjendunum í Barcelona sem voru með 483 milljónir í heildartekjur á síðasta fjárhagsári. Manchester United skilaði þremur prósentum minni tekjum í ár en í fyrra en þar hafði mikið að segja að félagið komst ekki í gegnum riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Nágrannarnir í Manchester City komust inn á topp tíu en City hækkaði sig um fimm sæti og fór alla leið upp í það sjöunda. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn og stimplaði sig í hóp bestu liða heims og það hafði mikil áhrif á rekstur félagsins því tekjurnar jukust um 51 prósent milli ára. Chelsea og Arsenal eiga í hættu að missa Manchester City upp fyrir sig á næstunni ef sama þróun verður á þessu ári en Liverpool er síðan fimmta enska félagið inn á topp tíu. Ítalir eiga tvö félög inn á topp tíu (AC Milan og Juventus) og Þjóðverjar eitt (Bayern Munchen).Topp tuttugu listinn lítur þannig út:- í milljónum evra, síðasta ár innan sviga 1 (1) Real Madrid 512,6 (479,5) 2 (2) Barcelona 483 (450,7) 3 (3) Manchester Utd 395,9 (367) 4 (4) Bayern Munich 368,4 (321,4) 5 (5) Chelsea 322,6 (253,1) 6 (6) Arsenal 290,3 (251,1) 7 (12) Manchester City 285,6 (169,6) 8 (7) AC Milan 256,9 (234,8) 9 (9) Liverpool 233,2 (203,3) 10 (13) Juventus 195,4 (153,9) 11 (16) Borussia Dortmund 189,1 (138,5) 12 (8) Internazionale 185,9 (211,4) 13 (11) Tottenham 178,2 (181) 14 (10) Schalke 174,5 (202,4) 15 (20) Napoli 148,4 (114,9) 16 (14) Marseille 135,7 (150,4) 17 (17) Lyon 131,9 (132,8) 18 (18) Hamburg 121,1 (128,8) 19 (15) Roma 115,9 (143,5) 20 (-) Newcastle United 115,3 (98)Mynd/Nordic Photos/Getty
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira