NBA: Áttundi sigur San Antonio í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2013 11:00 Tony Parker Mynd/NordicPhotos/Getty San Antonio Spurs finnur ekki mikið fyrir því að vera án þeirra Tim Duncan (hnémeiðsli) og þjálfarans Gregg Popovich (veikur) því liðið vann sinn áttunda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers tapaði hinsvegar sínum fjórða leik í röð, New York Knicks steinlá á móti 76ers og nágrannarnir í Brooklyn Nets töpuðu einnig.Tony Parker skoraði 31 stig og Manu Ginobili var með 20 stig þegar San Antonio Spurs vann 108-99 heimasigur á Phoenix Suns. Þetta var þriðji leikur liðsins í röð án þeirra Tim Duncan og þjálfarans Gregg Popovich en það hefur ekki hægt á sigurgöngunni sem telur nú átta leiki. Michael Beasley skoraði 25 stig fyrir Phoenix og Jared Dudley var með 23 stig í fyrsta tapleik liðsins síðan að Lindsey Hunter tók við.Frakkinn Nicolas Batum var með þrennu (20 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar) þegar Portland Trail Blazers vann 101-100 heimasigur á Los Angeles Clippers sem tapaði sínum fjórða leik í röð. Chis Paul missti af þriðja leiknum í röð hjá Clippers. Blake Griffin var atkvæðamestur hjá Clippers með 24 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst.Jrue Holiday skoraði 35 stig þegar Philadelphia 76ers vann 97-80 sigur á New York Knicks en þetta var aðeins annar sigur 76ers á Knicks í síðustu átta leikjum. Nick Young og Evan Turner voru báðir með 20 stig fyrir Philadelphia-liðið en hjá New York skoraði Carmelo Anthony 25 stig. Anthony skoraði yfir 20 stig í 28. leiknum í röð en þurfti 28 skot til að ná stigunum 25. Amare Stoudemire var með 20 stig en þeir Jason Kidd, Iman Shumpert og J.R. Smith klikkuðu saman öllum 17 skotum sínum í leiknum.James Harden var með 29 stig og Chandler Parsons bætti við 16 stigum og 11 stoðsendingum þegar Houston Rockets vann Brooklyn Nets 119-106. Omer Asik var með 20 stig og 16 fráköst fyrir Houston og Jeremy Lin var með 14 stig og 9 stoðsedingar en hjá Brooklyn Nets skoraði Deron Williams 27 stig þar af 20 þeirra í fyrsta leikhluta.Gerald Henderson tryggði Charlotte Bobcats 102-101 sigur á Minnesota Timberwolves þegar hann skoraði þriggja stiga körfu þegar 4,6 sekúndur voru eftir en með því endaði Bobcats-liðið sextán leikja taphrinu á heimavelli. Kemba Walker skoraði 25 stig og Ramon Sessions var með 23 stig en Charlotte var ekki búið að vinna heimaleik síðan 21.nóvember. Luke Ridnour var með 22 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar hjá Minnesota sem tapaði í níunda sinn í tíu leikjum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 98-99 Philadelphia 76Ers - New York Knicks 97-80 Washington Wizards - Chicago Bulls 86-73 Charlotte Bobcats - Minnesota Timberwolves 102-101 Houston Rockets - Brooklyn Nets 119-106 Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 109-102 San Antonio Spurs - Phoenix Suns 108-99 Denver Nuggets - Sacramento Kings 121-93 Utah Jazz - Indiana Pacers 114-110 (framlengt) Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 101-100 NBA Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Fleiri fréttir „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Sjá meira
San Antonio Spurs finnur ekki mikið fyrir því að vera án þeirra Tim Duncan (hnémeiðsli) og þjálfarans Gregg Popovich (veikur) því liðið vann sinn áttunda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers tapaði hinsvegar sínum fjórða leik í röð, New York Knicks steinlá á móti 76ers og nágrannarnir í Brooklyn Nets töpuðu einnig.Tony Parker skoraði 31 stig og Manu Ginobili var með 20 stig þegar San Antonio Spurs vann 108-99 heimasigur á Phoenix Suns. Þetta var þriðji leikur liðsins í röð án þeirra Tim Duncan og þjálfarans Gregg Popovich en það hefur ekki hægt á sigurgöngunni sem telur nú átta leiki. Michael Beasley skoraði 25 stig fyrir Phoenix og Jared Dudley var með 23 stig í fyrsta tapleik liðsins síðan að Lindsey Hunter tók við.Frakkinn Nicolas Batum var með þrennu (20 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar) þegar Portland Trail Blazers vann 101-100 heimasigur á Los Angeles Clippers sem tapaði sínum fjórða leik í röð. Chis Paul missti af þriðja leiknum í röð hjá Clippers. Blake Griffin var atkvæðamestur hjá Clippers með 24 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst.Jrue Holiday skoraði 35 stig þegar Philadelphia 76ers vann 97-80 sigur á New York Knicks en þetta var aðeins annar sigur 76ers á Knicks í síðustu átta leikjum. Nick Young og Evan Turner voru báðir með 20 stig fyrir Philadelphia-liðið en hjá New York skoraði Carmelo Anthony 25 stig. Anthony skoraði yfir 20 stig í 28. leiknum í röð en þurfti 28 skot til að ná stigunum 25. Amare Stoudemire var með 20 stig en þeir Jason Kidd, Iman Shumpert og J.R. Smith klikkuðu saman öllum 17 skotum sínum í leiknum.James Harden var með 29 stig og Chandler Parsons bætti við 16 stigum og 11 stoðsendingum þegar Houston Rockets vann Brooklyn Nets 119-106. Omer Asik var með 20 stig og 16 fráköst fyrir Houston og Jeremy Lin var með 14 stig og 9 stoðsedingar en hjá Brooklyn Nets skoraði Deron Williams 27 stig þar af 20 þeirra í fyrsta leikhluta.Gerald Henderson tryggði Charlotte Bobcats 102-101 sigur á Minnesota Timberwolves þegar hann skoraði þriggja stiga körfu þegar 4,6 sekúndur voru eftir en með því endaði Bobcats-liðið sextán leikja taphrinu á heimavelli. Kemba Walker skoraði 25 stig og Ramon Sessions var með 23 stig en Charlotte var ekki búið að vinna heimaleik síðan 21.nóvember. Luke Ridnour var með 22 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar hjá Minnesota sem tapaði í níunda sinn í tíu leikjum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 98-99 Philadelphia 76Ers - New York Knicks 97-80 Washington Wizards - Chicago Bulls 86-73 Charlotte Bobcats - Minnesota Timberwolves 102-101 Houston Rockets - Brooklyn Nets 119-106 Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 109-102 San Antonio Spurs - Phoenix Suns 108-99 Denver Nuggets - Sacramento Kings 121-93 Utah Jazz - Indiana Pacers 114-110 (framlengt) Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 101-100
NBA Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Fleiri fréttir „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“