Viðskipti erlent

Verslun að stóreflast í Rússlandi

Magnús Halldórsson skrifar
Miklir peningar streyma um rússneska hagkerfið þessi misserin, ekki síst vegna mikils uppgangs fyrirtækja í olíu- og orkuiðnaði.
Miklir peningar streyma um rússneska hagkerfið þessi misserin, ekki síst vegna mikils uppgangs fyrirtækja í olíu- og orkuiðnaði.
Verslun í Rússlandi hefur stóreflst á skömmum tíma og hafa verslanir sprottið upp, einkum í nágrenni höfuðborgarinnar Moskvu. Stórar verslunarmiðstöðvar hafa verið byggðar á undanförnum árum og sér ekki fyrir endanum á uppbyggingartímabilinu, að því er fram kemur í grein New York Times um verslun í Rússlandi.

Það er ekki aðeins í nágrenni Moskvu þar sem verslun hefur verið að stóraukast, heldur einnig í St. Pétursborg. Fjárfestingabankinn Morgan Stanley keypti verslunarmiðstöð þar í borg fyrir 1,1 milljarða dala, eða ríflega 130 milljarða króna, að því er segir í grein New York Times.

Allt frá árinu 2007 hafa verslanamiðstöðvar í Rússlandi verið að draga til sín sífellt fleiri gesti. Hin risavaxna Mega Tyoply Stan í Moskvu var heimsótt af 57 milljónum gesta á árinu 2007, en til samanburðar eru gestir í hinni frægu verslanamiðstöð í Bandaríkjunum, Mall of America, í kringum 40 milljónir, að því er segir í grein New York Times.

Gert er ráð fyrir því að uppbygging verslana í Rússlandi muni halda áfram á næstu misserum. Mikill uppgangur hefur einkennt rússneska hagkerfið undanfarin ár, ekki síst vegna mikils hagnaðar fyrirtækja í olíu- og orkuiðnaði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×