Sport

Djokovic byrjaði árið á tapi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Djokovic og Ivanovic fagna sigri í tvenndarleiknum.
Djokovic og Ivanovic fagna sigri í tvenndarleiknum. Nordicphotos/Getty
Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, tapaði óvænt gegn Ástralanum Bernard Tomic í hinum árlega Hopman-bikar sem fram fer á Spáni.

Tomic vann sigur í tveimur settum 6-4 og 6-4 og náðu Ástralar því 1-0 forystu að lokinni viðureigninni í einliðaleik karla. Serbar jöfnuðu þó metin þegar Ana Ivanovic lagði Ashleigh Barty í einliðaleik kvenna.

Djokovic og Ivanovic höfðu svo sigur í æsispennandi tvenndarleik. Serbar lögðu Ítali að velli í gær og eru í góðum málum fyrir lokaumferðina.

Djokovic varð fyrir minniháttar meiðslum á síðasta degi ársins 2012 þegar skilti féll á hann þar sem hann veitti aðdáendum eiginhandaráritanir. Djokovic á titil að verja á Opna ástralska meistaramótinu sem hefst síðar í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×