NFL: Green Bay Packers og Houston Texans komin áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2013 11:30 Mynd/AP Green Bay Packers og Houston Texans eru komin áfram í aðra umferð úrslitakeppni ameríska fótboltans eftir góða heimasigra í nótt en þessir leikir voru hluti af svokallaðari "Wild-card"-helgi. Hinir tveir leikir helgarinnar fara síðan fram í kvöld.Houston Texans fagnaði fyrsta sigri úrslitakeppninnar í ár þegar liðið vann 19-13 heimasigur á Cincinnati Bengals en þetta var annað árið í röð sem Houston slær Cincinnati út úr úrslitakeppninni á þessum tímapunkti. Houston byrjaði tímabilið frábærlega en gaf eftir í lok deildarkeppninnar. Liðið náði þó að rífa sig upp í gær og vann nokkuð sannfærandi sigur þótt að hann hafi aldrei verið öruggur því liðinu gekk illa að skora snertimörk. Arian Foster var besti maður liðsins en hann hljóp 140 jarda með boltann og skoraði eina snertimark liðsins. Houston Texans mætir New England Patriots í næstu umferð um næstu helgi en Patriots vann deildarleik liðanna 42-14 fyrr í vetur.Green Bay Packers átti ekki í miklum vandræðum með að vinna 24-10 heimasigur á Minnesota Vikings í kuldanum í Wisconsin en Minnesota vann einmitt deildarleik liðanna um síðustu helgi sem fór reyndar fram á heimavelli Vikings. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, setti nýtt NFL-met með því að senda á tíu mismunandi leikmenn Packers-liðsins en John Kuhn (2) og DuJuan Harris skoruðu snertimörk liðsins í leiknum. Green Bay Packers vörninni tókst líka að halda hlauparanum Adrian Peterson undir 100 jördum (99) en þar á ferðinni magnaður leikmaður sem heldur uppi sóknarleik Minnesota-liðsins. Minnesota-liðið varð einnig fyrir áfalli skömmu fyrir leikinn þegar í ljós koma að aðalleikstjórnandi liðsins, Christian Ponder, gat ekki spilað vegna meiðsla. Green Bay Packers mætir San Francisco 49ers á útivelli í næstu umferð um næstu helgi en San Francisco vann deildarleik liðanna 30-22 sem fram fór í 1. umferðinni í haust. NFL Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Green Bay Packers og Houston Texans eru komin áfram í aðra umferð úrslitakeppni ameríska fótboltans eftir góða heimasigra í nótt en þessir leikir voru hluti af svokallaðari "Wild-card"-helgi. Hinir tveir leikir helgarinnar fara síðan fram í kvöld.Houston Texans fagnaði fyrsta sigri úrslitakeppninnar í ár þegar liðið vann 19-13 heimasigur á Cincinnati Bengals en þetta var annað árið í röð sem Houston slær Cincinnati út úr úrslitakeppninni á þessum tímapunkti. Houston byrjaði tímabilið frábærlega en gaf eftir í lok deildarkeppninnar. Liðið náði þó að rífa sig upp í gær og vann nokkuð sannfærandi sigur þótt að hann hafi aldrei verið öruggur því liðinu gekk illa að skora snertimörk. Arian Foster var besti maður liðsins en hann hljóp 140 jarda með boltann og skoraði eina snertimark liðsins. Houston Texans mætir New England Patriots í næstu umferð um næstu helgi en Patriots vann deildarleik liðanna 42-14 fyrr í vetur.Green Bay Packers átti ekki í miklum vandræðum með að vinna 24-10 heimasigur á Minnesota Vikings í kuldanum í Wisconsin en Minnesota vann einmitt deildarleik liðanna um síðustu helgi sem fór reyndar fram á heimavelli Vikings. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, setti nýtt NFL-met með því að senda á tíu mismunandi leikmenn Packers-liðsins en John Kuhn (2) og DuJuan Harris skoruðu snertimörk liðsins í leiknum. Green Bay Packers vörninni tókst líka að halda hlauparanum Adrian Peterson undir 100 jördum (99) en þar á ferðinni magnaður leikmaður sem heldur uppi sóknarleik Minnesota-liðsins. Minnesota-liðið varð einnig fyrir áfalli skömmu fyrir leikinn þegar í ljós koma að aðalleikstjórnandi liðsins, Christian Ponder, gat ekki spilað vegna meiðsla. Green Bay Packers mætir San Francisco 49ers á útivelli í næstu umferð um næstu helgi en San Francisco vann deildarleik liðanna 30-22 sem fram fór í 1. umferðinni í haust.
NFL Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira