Krugman segir óhætt fyrir Obama að slá billjón dollara mynt 8. janúar 2013 06:13 Hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugmann er kominn á þá skoðun að Barack Obama Bandaríkjaforseti geti nýtt sér smugu í bandarísku stjórnarskránni og látið slá fyrir sig billjón dollara eða 1.000 milljarða dollara mynt úr platínu. Það hefur verið stigvaxandi umræða meðal fræðimanna í Bandaríkjunum um þessa smugu sem Obama gæti nýtt sér ef Repúblikanar reyna að taka fyrirsjáanlega hækkun á 16.000 milljarða dollara skuldaþaki Bandaríkjanna eftir tæpa tvo mánuði í gíslingu eins og gerðist 2011. Þá var billjón dollara myntin fyrst kynnt til sögunnar. Bandaríska stjórnarskráin kveður á um að forseti landsins geti ekki látið prenta seðla á eigin vegum né slegið myntir í gulli, silfri eða kopar. Það var lagaprófessorinn Jack Balkin við Yale háskólann sem fann áður nær óþekkta smugu í stjórnarskránni en hún fellst í viðbótarákvæði um að forsetinn geti látið slá myntir í platínu. Sennilega var ákvæðið hugsað til sláttar á heiðurspeningum. Obama gæti látið slá þessa mynt og sett hana síðan á inn á reikning ríkissjóðs í Seðlabankanum. Þar með væri skuldaþakið sem vandamál fyrir hann úr sögunni. Paul Krugman segir að þessi lausn fyrir Obama muni ekki hafa neikvæð áhrif á bandaríska hagkerfið né hækka vexti á bandarískum skuldabréfum. Repúblikanar taka þennan möguleika Obama alvarlega og vinna þingmenn þeirra í fulltrúadeildinni nú að frumvarpi sem myndi banna forsetanum að fara þessa leið til að leysa vandann við skuldaþakið. Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugmann er kominn á þá skoðun að Barack Obama Bandaríkjaforseti geti nýtt sér smugu í bandarísku stjórnarskránni og látið slá fyrir sig billjón dollara eða 1.000 milljarða dollara mynt úr platínu. Það hefur verið stigvaxandi umræða meðal fræðimanna í Bandaríkjunum um þessa smugu sem Obama gæti nýtt sér ef Repúblikanar reyna að taka fyrirsjáanlega hækkun á 16.000 milljarða dollara skuldaþaki Bandaríkjanna eftir tæpa tvo mánuði í gíslingu eins og gerðist 2011. Þá var billjón dollara myntin fyrst kynnt til sögunnar. Bandaríska stjórnarskráin kveður á um að forseti landsins geti ekki látið prenta seðla á eigin vegum né slegið myntir í gulli, silfri eða kopar. Það var lagaprófessorinn Jack Balkin við Yale háskólann sem fann áður nær óþekkta smugu í stjórnarskránni en hún fellst í viðbótarákvæði um að forsetinn geti látið slá myntir í platínu. Sennilega var ákvæðið hugsað til sláttar á heiðurspeningum. Obama gæti látið slá þessa mynt og sett hana síðan á inn á reikning ríkissjóðs í Seðlabankanum. Þar með væri skuldaþakið sem vandamál fyrir hann úr sögunni. Paul Krugman segir að þessi lausn fyrir Obama muni ekki hafa neikvæð áhrif á bandaríska hagkerfið né hækka vexti á bandarískum skuldabréfum. Repúblikanar taka þennan möguleika Obama alvarlega og vinna þingmenn þeirra í fulltrúadeildinni nú að frumvarpi sem myndi banna forsetanum að fara þessa leið til að leysa vandann við skuldaþakið.
Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira