Viðskipti erlent

Stefnir í methagnað hjá Samsung enn einu sinni

Magnús Halldórsson skrifar
Snjallsímar frá Samsung hafa selst hratt undanfarin ár, og umbylt rekstri Samsung til hins betra.
Snjallsímar frá Samsung hafa selst hratt undanfarin ár, og umbylt rekstri Samsung til hins betra.
Forsvarsmenn Samsung gera ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins á síðasta fjórðungi ársins í fyrra verði 8,3 milljarðar dala, eða sem nemur tælega ellefu hundruð milljörðum króna. Það er methagnaður fyrir einn fjórðung hjá fyrirtækinu, og um 90 prósent meiri hagnaður en fyrirtækið sýndi á sama tíma í fyrra.

Þetta verður þá fimmti ársfjórðungur Samsung í röð þar sem fyrirtækið sýnir methagnað, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Í rekstri Samsung munar mestu um gríðarlega mikla og hraða sölu á snjallsímum fyrirtækisins á öllum helstu mörkuðum, en svo virðist sem símar frá fyrirtækinu hafi ratað í ófáa jólapakka í fyrra. Sé mið tekið af mikilli hagnaðaraukningu milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×