Ef táknmálstúlkar segja upp fer líf mitt á hvolf Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 21. desember 2012 06:00 Kæru æðstu yfirmenn hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, ég bið ykkur að veita táknmálstúlkum mannsæmandi laun. Ef þeir segja upp fer líf mitt, fjölskyldu minnar, vina minna og margra annarra sem eru mér kærir á hvolf. Nýverið var móðurmál mitt viðurkennt í lögum sem jafnrétthátt íslenskri tungu og er ég stolt af þjóð okkar að stíga það skref. Mannréttindi, forréttindi eða heppni, ég upplýsi ykkur lesendur góðir, að það að segja mig heppna að fá táknmálstúlk eða að ég ætti að vera þakklát að fá táknmálstúlk er ekki rétt. Ég á rétt á því að vera heil manneskja, móðir barnanna minna, taka þátt í félagslífi þeirra, vera virkur þjóðfélagsþegn og það geri ég með reisn ef borin er virðing fyrir mannréttindum mínum. Ég vil ekki þurfa að vera bogin og skríða til þess að fá að gera þessa hluti í mínu daglega lífi. Ég og fjölskylda mín njótum lífsins með reisn. Við hjónin erum döff, eigum þrjú yndisleg börn sem hafa alist upp við táknmál frá fæðingu. Við njótum þess að taka þátt í uppeldi þeirra, öllu sem kemur að þeirra daglega lífi. Við sitjum við sama borð og aðrir foreldrar þegar við mætum á viðburði barnanna og táknmálstúlkur túlkar þá, við kynnumst vinum barnanna okkar og foreldrum þeirra, við förum í leikhús með börnunum okkar, ættarmót, fjölskylduboð, fermingu, skírn og allt þetta venjulega sem þið gerið í lífi ykkar. Við erum venjuleg fjölskylda í Kópavoginum sem nýtur þess að vera íslenskir þjóðfélagsþegnar þegar við fáum táknmálstúlk og virðing er borin fyrir mannréttindum okkar til að nota táknmálstúlk óháð stað, stund og kringumstæðum. Við viljum sinna okkar daglegu skyldum og njóta lífsins á okkar eigin móðurmáli. Hver dagur í bið er dýr fyrir þjóðfélagið og líf okkar, sem og barnanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru æðstu yfirmenn hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, ég bið ykkur að veita táknmálstúlkum mannsæmandi laun. Ef þeir segja upp fer líf mitt, fjölskyldu minnar, vina minna og margra annarra sem eru mér kærir á hvolf. Nýverið var móðurmál mitt viðurkennt í lögum sem jafnrétthátt íslenskri tungu og er ég stolt af þjóð okkar að stíga það skref. Mannréttindi, forréttindi eða heppni, ég upplýsi ykkur lesendur góðir, að það að segja mig heppna að fá táknmálstúlk eða að ég ætti að vera þakklát að fá táknmálstúlk er ekki rétt. Ég á rétt á því að vera heil manneskja, móðir barnanna minna, taka þátt í félagslífi þeirra, vera virkur þjóðfélagsþegn og það geri ég með reisn ef borin er virðing fyrir mannréttindum mínum. Ég vil ekki þurfa að vera bogin og skríða til þess að fá að gera þessa hluti í mínu daglega lífi. Ég og fjölskylda mín njótum lífsins með reisn. Við hjónin erum döff, eigum þrjú yndisleg börn sem hafa alist upp við táknmál frá fæðingu. Við njótum þess að taka þátt í uppeldi þeirra, öllu sem kemur að þeirra daglega lífi. Við sitjum við sama borð og aðrir foreldrar þegar við mætum á viðburði barnanna og táknmálstúlkur túlkar þá, við kynnumst vinum barnanna okkar og foreldrum þeirra, við förum í leikhús með börnunum okkar, ættarmót, fjölskylduboð, fermingu, skírn og allt þetta venjulega sem þið gerið í lífi ykkar. Við erum venjuleg fjölskylda í Kópavoginum sem nýtur þess að vera íslenskir þjóðfélagsþegnar þegar við fáum táknmálstúlk og virðing er borin fyrir mannréttindum okkar til að nota táknmálstúlk óháð stað, stund og kringumstæðum. Við viljum sinna okkar daglegu skyldum og njóta lífsins á okkar eigin móðurmáli. Hver dagur í bið er dýr fyrir þjóðfélagið og líf okkar, sem og barnanna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar