Liðleskjur og aumingjar! 18. desember 2012 06:00 Um hátíðir minnumst við hinna látnu, ástvina og maka, fjölskyldumeðlima og vina. Heimsókn í kirkjugarðinn tilheyrir hátíðunum og það eru tregafull spor á stundum að ganga að leiði ástvinar. Það að missa einhvern náinn er sár sem aldrei grær að fullu, sérstaklega þegar sá sem frá hverfur er í blóma lífsins. Hvert okkar tekst á við slíkt á sinn eigin hátt, minningarnar eru margar og tilfinningarnar geta verið miklar, sveiflast mikið og varað lengi. Því þykir okkur flestum ákveðin huggun í því að votta hinum látnu virðingu okkar með heimsókn til þeirra og jafnvel kveikja á kerti og leggja niður skreytingu til marks um það að viðkomandi var hluti af lífi okkar sem við munum ekki gleyma. Stolið af leiðinu Ég fór í blómabúð um helgina með konunni til að kaupa skreytingu á leiði látins ættingja. Það sem ég heyrði þar fékk á mig og gerði mig leiðan og í raun líka reiðan. Þar var eldri maður sem var að koma annan daginn í röð til að kaupa skreytingu á leiði fyrrverandi eiginkonu sinnar, en þeirri sem hann hafði keypt daginn áður hafði verið stolið af leiðinu af einhverjum óprúttnum aðilanum. Ég var steinhissa og fann til með honum enda sárt að missa ástvini og þykir tilhlýðilegt að skreyta og hugsa vel um leiði sinna nánustu. Um leið og hann gengur hnarreistur út með pokann á leið í kirkjugarðinn og lokar á eftir sér segir afgreiðslukonan að þetta sé ekki sá fyrsti né heldur sá síðasti sem muni þurfa að koma til að endurnýja skreytingar sem hefur verið hnuplað. Þetta er rakalaus ósvífni og eiginlega alveg ótrúlegt að einhver skuli leggjast svo lágt að stela af hinum látnu og þar með vanvirða minningu þeirra. Ég kannaði hvort slík háttsemi væri algeng og var mér tjáð að því miður kæmi þetta fyrir og væri afar sorgleg hegðun. Einn sagðist hafa fundið ráð svo það væri erfiðara að fjarlægja skreytingar, en það væri gert með því að berja niður festingar einhvers konar ofan í jörðina, helst hella vatni meðfram svo þar frjósi og nota slíkt sem „akkeri" nokkurs konar og festu til að þær fjúki ekki eða sé hreinlega stolið. Ættu að skammast sín Nú kann svo að vera að þessi hegðun hafi eitthvað breyst frá því sem áður var, mögulega hefur fólk minna fé milli handanna sökum hinnar margumtöluðu kreppu og því komi til þessa. Það er hins vegar léleg skýring og ónothæf um athæfi sem þetta og tek ég ekkert mark á henni. Þá ætlast ég hreinlega til þess að það sem ég ákveð að leggja á leiði fái að vera þar í friði. Nú er auðvitað mikilvægt að kirkjugarðar séu vel hirtir og er skiljanlegt að blóm sem eru farin að fölna séu tekin niður af starfsmönnum garðanna eða aðstandendum sjálfum, en það er ekki það sem ég er að tala um. Þeir sem hafa stolið af leiðum annarra, og gildir þá einu hver ástæðan er, ættu vitaskuld að skammast sín og gera slíkt aldrei framar. Það er harðneskjulegt og er vond framkoma við tilfinningar og ást þeirra sem leggja sig fram um að sinna leiði þeirra sem þeir hafa misst. Það er ekkert sem réttlætir þá hegðun og eflaust hægt að viðhafa mörg orð um þann sem slíkt framkvæmir, en að mínu viti ber það vott um fyrirlitningu og dómgreindarleysi viðkomandi. Það er í mínum huga eiginlega ekki hægt að kalla slíkan aðila annað en liðleskju og aumingja, afsakið orðbragðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Teitur Guðmundsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Um hátíðir minnumst við hinna látnu, ástvina og maka, fjölskyldumeðlima og vina. Heimsókn í kirkjugarðinn tilheyrir hátíðunum og það eru tregafull spor á stundum að ganga að leiði ástvinar. Það að missa einhvern náinn er sár sem aldrei grær að fullu, sérstaklega þegar sá sem frá hverfur er í blóma lífsins. Hvert okkar tekst á við slíkt á sinn eigin hátt, minningarnar eru margar og tilfinningarnar geta verið miklar, sveiflast mikið og varað lengi. Því þykir okkur flestum ákveðin huggun í því að votta hinum látnu virðingu okkar með heimsókn til þeirra og jafnvel kveikja á kerti og leggja niður skreytingu til marks um það að viðkomandi var hluti af lífi okkar sem við munum ekki gleyma. Stolið af leiðinu Ég fór í blómabúð um helgina með konunni til að kaupa skreytingu á leiði látins ættingja. Það sem ég heyrði þar fékk á mig og gerði mig leiðan og í raun líka reiðan. Þar var eldri maður sem var að koma annan daginn í röð til að kaupa skreytingu á leiði fyrrverandi eiginkonu sinnar, en þeirri sem hann hafði keypt daginn áður hafði verið stolið af leiðinu af einhverjum óprúttnum aðilanum. Ég var steinhissa og fann til með honum enda sárt að missa ástvini og þykir tilhlýðilegt að skreyta og hugsa vel um leiði sinna nánustu. Um leið og hann gengur hnarreistur út með pokann á leið í kirkjugarðinn og lokar á eftir sér segir afgreiðslukonan að þetta sé ekki sá fyrsti né heldur sá síðasti sem muni þurfa að koma til að endurnýja skreytingar sem hefur verið hnuplað. Þetta er rakalaus ósvífni og eiginlega alveg ótrúlegt að einhver skuli leggjast svo lágt að stela af hinum látnu og þar með vanvirða minningu þeirra. Ég kannaði hvort slík háttsemi væri algeng og var mér tjáð að því miður kæmi þetta fyrir og væri afar sorgleg hegðun. Einn sagðist hafa fundið ráð svo það væri erfiðara að fjarlægja skreytingar, en það væri gert með því að berja niður festingar einhvers konar ofan í jörðina, helst hella vatni meðfram svo þar frjósi og nota slíkt sem „akkeri" nokkurs konar og festu til að þær fjúki ekki eða sé hreinlega stolið. Ættu að skammast sín Nú kann svo að vera að þessi hegðun hafi eitthvað breyst frá því sem áður var, mögulega hefur fólk minna fé milli handanna sökum hinnar margumtöluðu kreppu og því komi til þessa. Það er hins vegar léleg skýring og ónothæf um athæfi sem þetta og tek ég ekkert mark á henni. Þá ætlast ég hreinlega til þess að það sem ég ákveð að leggja á leiði fái að vera þar í friði. Nú er auðvitað mikilvægt að kirkjugarðar séu vel hirtir og er skiljanlegt að blóm sem eru farin að fölna séu tekin niður af starfsmönnum garðanna eða aðstandendum sjálfum, en það er ekki það sem ég er að tala um. Þeir sem hafa stolið af leiðum annarra, og gildir þá einu hver ástæðan er, ættu vitaskuld að skammast sín og gera slíkt aldrei framar. Það er harðneskjulegt og er vond framkoma við tilfinningar og ást þeirra sem leggja sig fram um að sinna leiði þeirra sem þeir hafa misst. Það er ekkert sem réttlætir þá hegðun og eflaust hægt að viðhafa mörg orð um þann sem slíkt framkvæmir, en að mínu viti ber það vott um fyrirlitningu og dómgreindarleysi viðkomandi. Það er í mínum huga eiginlega ekki hægt að kalla slíkan aðila annað en liðleskju og aumingja, afsakið orðbragðið.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun