Upprisa Peyton Manning Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. desember 2012 06:00 Peyton Manning. Leikstjórnandinn Peyton Manning hefur verið ein skærasta stjarna bandarískra íþrótta frá því hann kom inn í deildina árið 1998. Hann spilaði fjórtán tímabil með Indianapolis Colts en var látinn fara frá félaginu fyrir yfirstandandi tímabil. Ástæðan var sú að Manning hafði farið í þrjár aðgerðir á hálsi og óvissa var um hvort hann gæti spilað aftur. Þess utan er leikmaðurinn orðinn 36 ára gamall og Colts valdi leikstjórnandann Andrew Luck fyrstan í síðasta nýliðavali. Félagið varð því að fórna sínum dáðasta syni og byggja upp á nýtt með Luck. Það var engu að síður afar erfið ákvörðun fyrir félagið en sú staðreynd að Manning átti að fá stjarnfræðilegar upphæðir fyrir næsta ár auðveldaði þó ákvörðunina. 36 ára gamall varð Manning líklega eftirsóttasti leikmaður allra tíma í deildinni með lausan samning. Hann fór ekki leynt með meiðsli sín er hann heimsótti félög og fór í alls kyns prófanir fyrir þau. Eðlilegt enda hafði hann misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Á endanum fór þó svo að hann samdi við Denver Broncos sem fórnaði hinum unga Tim Tebow fyrir Manning. Það sem meira er þá skrifaði Manning undir fimm ára samning við félagið. Fyrir þann samning fær hann litlar 96 milljónir dollara. Í sínum fyrsta leik í vetur sýndi Manning að þrátt fyrir langa fjarveru væri hann enn einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Hann kláraði 19 af 26 sendingum sínum í leiknum og kastaði í heildina yfir 250 metra. Þar af voru tvær sendingar fyrir snertimarki í 31-19 sigri á Pittsburgh Steelers. Allar fyrstu vikurnar gengu ekki svona vel. Leikir hafa tapast en Denver-liðið hefur slípast eftir því sem liðið hefur á tímabilið og Manning verður betri með hverjum leik. Þegar stutt er í úrslitakeppnina er Denver líklega heitasta lið deildarinnar enda búið að vinna níu leiki í röð og búið að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. Síðasti tapleikur var í byrjun október. Nú um helgina vann Denver lið Baltimore á útivelli og það í fyrsta skipti. Það er tákn um breytta tíma í Denver. Margir sérfræðingar eru á því að Manning sé búinn að vera besti leikmaður deildarinnar í vetur ásamt þeim Tom Brady hjá New England Patriots og Adrian Peterson, hlaupara Minnesota Vikings. Manning er eini leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar sem hefur verið valinn sá besti fjórum sinnum. Það væri því heldur betur sögulegt ef hann fengi verðlaunin í fimmta sínn á endurreisnartímabili sínu. „Peyton er stórkostlegur leikmaður og myndi gera öll lið betri. Ég þakka Guði fyrir að hann sé hjá Denver Broncos," sagði John Fox, þjálfari Denver, en Manning var að vinna sinn níunda leik í röð gegn Baltimore. Eins og staðan er í dag mun Denver sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það eru svo talsverðar líkur á því að Manning mæti sínu gamla félagi, Colts, og arftaka sínum, Andrew Luck, í annarri umferð úrslitakeppninnar. Sá leikur myndi draga ansi marga menn að sjónvarpstækjunum. NFL Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira
Leikstjórnandinn Peyton Manning hefur verið ein skærasta stjarna bandarískra íþrótta frá því hann kom inn í deildina árið 1998. Hann spilaði fjórtán tímabil með Indianapolis Colts en var látinn fara frá félaginu fyrir yfirstandandi tímabil. Ástæðan var sú að Manning hafði farið í þrjár aðgerðir á hálsi og óvissa var um hvort hann gæti spilað aftur. Þess utan er leikmaðurinn orðinn 36 ára gamall og Colts valdi leikstjórnandann Andrew Luck fyrstan í síðasta nýliðavali. Félagið varð því að fórna sínum dáðasta syni og byggja upp á nýtt með Luck. Það var engu að síður afar erfið ákvörðun fyrir félagið en sú staðreynd að Manning átti að fá stjarnfræðilegar upphæðir fyrir næsta ár auðveldaði þó ákvörðunina. 36 ára gamall varð Manning líklega eftirsóttasti leikmaður allra tíma í deildinni með lausan samning. Hann fór ekki leynt með meiðsli sín er hann heimsótti félög og fór í alls kyns prófanir fyrir þau. Eðlilegt enda hafði hann misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Á endanum fór þó svo að hann samdi við Denver Broncos sem fórnaði hinum unga Tim Tebow fyrir Manning. Það sem meira er þá skrifaði Manning undir fimm ára samning við félagið. Fyrir þann samning fær hann litlar 96 milljónir dollara. Í sínum fyrsta leik í vetur sýndi Manning að þrátt fyrir langa fjarveru væri hann enn einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Hann kláraði 19 af 26 sendingum sínum í leiknum og kastaði í heildina yfir 250 metra. Þar af voru tvær sendingar fyrir snertimarki í 31-19 sigri á Pittsburgh Steelers. Allar fyrstu vikurnar gengu ekki svona vel. Leikir hafa tapast en Denver-liðið hefur slípast eftir því sem liðið hefur á tímabilið og Manning verður betri með hverjum leik. Þegar stutt er í úrslitakeppnina er Denver líklega heitasta lið deildarinnar enda búið að vinna níu leiki í röð og búið að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. Síðasti tapleikur var í byrjun október. Nú um helgina vann Denver lið Baltimore á útivelli og það í fyrsta skipti. Það er tákn um breytta tíma í Denver. Margir sérfræðingar eru á því að Manning sé búinn að vera besti leikmaður deildarinnar í vetur ásamt þeim Tom Brady hjá New England Patriots og Adrian Peterson, hlaupara Minnesota Vikings. Manning er eini leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar sem hefur verið valinn sá besti fjórum sinnum. Það væri því heldur betur sögulegt ef hann fengi verðlaunin í fimmta sínn á endurreisnartímabili sínu. „Peyton er stórkostlegur leikmaður og myndi gera öll lið betri. Ég þakka Guði fyrir að hann sé hjá Denver Broncos," sagði John Fox, þjálfari Denver, en Manning var að vinna sinn níunda leik í röð gegn Baltimore. Eins og staðan er í dag mun Denver sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það eru svo talsverðar líkur á því að Manning mæti sínu gamla félagi, Colts, og arftaka sínum, Andrew Luck, í annarri umferð úrslitakeppninnar. Sá leikur myndi draga ansi marga menn að sjónvarpstækjunum.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn