Sjálfboðaliðar í náttúruvernd René Biasone skrifar 17. desember 2012 17:30 Fjölbreyttur hópur tók þátt í Stóru grænu helginni (e. Big Green Weekend) í október sem er alþjóðlegur viðburður. Þar komu saman sjálfboðaliðar í náttúruvernd og létu gott af sér leiða. Þetta var í annað skipti sem Umhverfisstofnun tekur þátt í þessu samstarfi og í þetta sinn var óskað eftir íslenskum sjálfboðaliðum í samstarfi við náttúruverndarsamtök á höfuðborgarsvæðinu. Um Stóru grænu helgina fór hópur sjálfboðaliða úr Fuglavernd, Framtíðarlandinu, Landvernd og AUS, ásamt sjálfboðaliðum starfsfólks Umhverfisstofnunar, til Eldborgar í Bláfjöllum. Þar var unnið af krafti við að setja upp skilti, loka fyrir nokkra slóða með grjóti og afmarka bílastæði en stærsta verkefnið var þó að afmarka göngustíga með því að græða sár í mosanum. Nokkurra tuga metra langur slóði gegnum mosann var græddur með svokallaðri "moss transplanting"-aðferð, þar sem mosi var tekinn af öðru svæði án þess að skaða landslagið, hann settur á bretti og fluttur til Eldborgar. Mosinn var settur á slóða sem hafði verið undirbúinn með grjóti sem komið var fyrir á staðnum til þess að mosinn næði að festast. Dýrmæt kunnáttaÞessi aðferð er vel þekkt og oft notuð á friðlýstum svæðum sem eru í umsjá Umhverfisstofnunar (t.d. við Grábrókargíga í sumar) og einnig í Vatnajökulsþjóðgarði, þar sem sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar vinna við hlið landvarða og þjóðgarðsvarða yfir sumartímann. Vegna Stóru grænu helgarinnar komu, auk hinna, tveir reyndir sjálfboðaliðar frá Bretlandi og Þýskalandi. Þeir hafa unnið á Íslandi í átta sumur í röð og eru orðnir sérfróðir um alls kyns aðgerðir í náttúruvernd og búa yfir dýrmætri kunnáttu sem Umhverfisstofnun vill varðveita. Þess vegna, meðal annars, tekur Umhverfisstofnun þátt í námskeiði í göngustígagerð sem Hólaskóli skipuleggur í maíbyrjun ár hvert. Þessa helgi var veðrið miskunnarlaust en sjálfboðaliðarnir unnu hörkuvinnu og kláruðu verkefnið í þeirri náttúruperlu sem Eldborg er. Mikilvæg vinnaUmhverfisstofnun er stolt yfir því að geta sagt frá því að á árinu hafa verið unnir 2.220 vinnudagar (444 mannvikur) á 30 svæðum um allt land, frá Hornströndum til Lónsöræfa, frá Reykjanesi til Ásbyrgis, frá Snæfellsnesi til Kverkfjalla. Sjálfboðaliðastarfi ársins 2012 lauk svo formlega með Stóru grænu helginni. Um 180 manns komu sérstaklega til landsins í sumar og unnu gríðarlega mikilvæga vinnu í þágu náttúrunnar. Við viljum þakka þeim sérstaklega fyrir óeigingjarnt starf. Umhverfisstofnun hefur rekið slík verkefni beint í um áratug og að hluta einnig í samstarfi við sjálfboðaliðasamtök. Við hjá Umhverfisstofnun viljum þakka landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs, Ferðafélags Íslands, Útivistar og Umhverfisstofnunar, skógarvörðum Skógræktarfélags Reykjavíkur og Skógrækt ríkisins fyrir samstarfið og samveruna. Kærar þakkir enn fremur til margra annarra aðila sem hafa hjálpað okkur, til dæmis rútubílstjóra sem færðu okkur mat og verkfæri út um allt land og starfsfólks á tjaldsvæðum þar sem sjálfboðaliðar fengu gistipláss. Við viljum sérstaklega þakka sjálfboðaliðunum sem komu og við vonum að þeir geti hjálpað okkur að koma á hefð fyrir sjálfboðaliðastarfi í náttúruvernd meðal Íslendinga. Á Íslandi eru 107 friðlýst svæði og af þeim eru sautján á höfuðborgarsvæðinu. Um grænu helgina kom upp sú hugmynd að hvert og eitt þessara 107 svæða eignaðist sinn vinahóp sem sinnti náttúruvernd og -umhyggju á svæðinu. Vinahóparnir eru hugsaðir sem hluti af starfsemi Umhverfisstofnunar, sem mun sjá um verkefni á friðlýstum svæðum, verkfæri og þjálfun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein René Biasone Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Fjölbreyttur hópur tók þátt í Stóru grænu helginni (e. Big Green Weekend) í október sem er alþjóðlegur viðburður. Þar komu saman sjálfboðaliðar í náttúruvernd og létu gott af sér leiða. Þetta var í annað skipti sem Umhverfisstofnun tekur þátt í þessu samstarfi og í þetta sinn var óskað eftir íslenskum sjálfboðaliðum í samstarfi við náttúruverndarsamtök á höfuðborgarsvæðinu. Um Stóru grænu helgina fór hópur sjálfboðaliða úr Fuglavernd, Framtíðarlandinu, Landvernd og AUS, ásamt sjálfboðaliðum starfsfólks Umhverfisstofnunar, til Eldborgar í Bláfjöllum. Þar var unnið af krafti við að setja upp skilti, loka fyrir nokkra slóða með grjóti og afmarka bílastæði en stærsta verkefnið var þó að afmarka göngustíga með því að græða sár í mosanum. Nokkurra tuga metra langur slóði gegnum mosann var græddur með svokallaðri "moss transplanting"-aðferð, þar sem mosi var tekinn af öðru svæði án þess að skaða landslagið, hann settur á bretti og fluttur til Eldborgar. Mosinn var settur á slóða sem hafði verið undirbúinn með grjóti sem komið var fyrir á staðnum til þess að mosinn næði að festast. Dýrmæt kunnáttaÞessi aðferð er vel þekkt og oft notuð á friðlýstum svæðum sem eru í umsjá Umhverfisstofnunar (t.d. við Grábrókargíga í sumar) og einnig í Vatnajökulsþjóðgarði, þar sem sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar vinna við hlið landvarða og þjóðgarðsvarða yfir sumartímann. Vegna Stóru grænu helgarinnar komu, auk hinna, tveir reyndir sjálfboðaliðar frá Bretlandi og Þýskalandi. Þeir hafa unnið á Íslandi í átta sumur í röð og eru orðnir sérfróðir um alls kyns aðgerðir í náttúruvernd og búa yfir dýrmætri kunnáttu sem Umhverfisstofnun vill varðveita. Þess vegna, meðal annars, tekur Umhverfisstofnun þátt í námskeiði í göngustígagerð sem Hólaskóli skipuleggur í maíbyrjun ár hvert. Þessa helgi var veðrið miskunnarlaust en sjálfboðaliðarnir unnu hörkuvinnu og kláruðu verkefnið í þeirri náttúruperlu sem Eldborg er. Mikilvæg vinnaUmhverfisstofnun er stolt yfir því að geta sagt frá því að á árinu hafa verið unnir 2.220 vinnudagar (444 mannvikur) á 30 svæðum um allt land, frá Hornströndum til Lónsöræfa, frá Reykjanesi til Ásbyrgis, frá Snæfellsnesi til Kverkfjalla. Sjálfboðaliðastarfi ársins 2012 lauk svo formlega með Stóru grænu helginni. Um 180 manns komu sérstaklega til landsins í sumar og unnu gríðarlega mikilvæga vinnu í þágu náttúrunnar. Við viljum þakka þeim sérstaklega fyrir óeigingjarnt starf. Umhverfisstofnun hefur rekið slík verkefni beint í um áratug og að hluta einnig í samstarfi við sjálfboðaliðasamtök. Við hjá Umhverfisstofnun viljum þakka landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs, Ferðafélags Íslands, Útivistar og Umhverfisstofnunar, skógarvörðum Skógræktarfélags Reykjavíkur og Skógrækt ríkisins fyrir samstarfið og samveruna. Kærar þakkir enn fremur til margra annarra aðila sem hafa hjálpað okkur, til dæmis rútubílstjóra sem færðu okkur mat og verkfæri út um allt land og starfsfólks á tjaldsvæðum þar sem sjálfboðaliðar fengu gistipláss. Við viljum sérstaklega þakka sjálfboðaliðunum sem komu og við vonum að þeir geti hjálpað okkur að koma á hefð fyrir sjálfboðaliðastarfi í náttúruvernd meðal Íslendinga. Á Íslandi eru 107 friðlýst svæði og af þeim eru sautján á höfuðborgarsvæðinu. Um grænu helgina kom upp sú hugmynd að hvert og eitt þessara 107 svæða eignaðist sinn vinahóp sem sinnti náttúruvernd og -umhyggju á svæðinu. Vinahóparnir eru hugsaðir sem hluti af starfsemi Umhverfisstofnunar, sem mun sjá um verkefni á friðlýstum svæðum, verkfæri og þjálfun.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun