Harmleikur í Kansas Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. desember 2012 07:00 Það síðasta sem Belcher gerði áður en hann svipti sig lífi var að þakka þjálfaranum sínum fyrir tækifærið. nordicphotos/getty Ruðningsleikmaðurinn Jovan Belcher, 25 ára leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, framdi sjálfsmorð fyrir framan þjálfarann sinn og framkvæmdastjóra fyrir rúmri viku. Hann var þá nýbúinn að myrða barnsmóður sína. Laugardagurinn 1. desember mun seint renna íbúum í Kansas úr minni. Þá átti sér stað ótrúlegur harmleikur sem snerti alla í borginni, sem og hjá liði Kansas City Chiefs. Jovan Belcher, sem hafði verið í herbúðum Chiefs í fjögur ár og spilað alla leiki liðsins í vetur, fór út á lífið á föstudeginum. Hann hitti stúlku á bar en varð svo viðskila við hana. Hann náði þó að komast heim til hennar en þar var hún ekki. Sambýlisfólk hennar leyfði þó Belcher að leggja sig en hann bað um að verða vakinn klukkan 6.30 þar sem hann mætti ekki vera of seinn á liðsfund. Belcher hafði drukkið talsvert um nóttina og þurfti aðstoð við að vakna. Fólkið í íbúðinni stóð við sitt og vakti Belcher, sem hélt í kjölfarið heim til unnustu sinnar, Kasöndru Perkins. Þar lentu þau í rifrildi sem leiddi til þess að Belcher skaut barnsmóður sína nokkrum sinnum. Þriggja mánaða dóttir þeirra og móðir Perkins voru í húsinu. Belcher flúði í kjölfarið og keyrði beint að Arrowhead Stadium, heimavelli Chiefs, en hann bjó aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð frá leikvanginum. Leikmaðurinn virtist vera meðvitaður um að lögreglan yrði fljót að komast á hæla hans og hann strunsaði því á fullu gasi gegnum öryggishlið vallarins. Skömmu síðar hringja öryggisverðirnir í framkvæmdastjóra liðsins, Scott Pioli, og segja honum að fara út að hitta Belcher á bílastæðinu. Það gerir Pioli ásamt þjálfara liðsins, Romeo Crennel. Skömmu síðar koma lögreglumenn á staðinn en þeir halda sig í vissri fjarlægð þar sem Belcher heldur á skammbyssu og er að tala við Pioli og Crennel. Belcher þakkaði fyrir að hafa fengið tækifæri hjá félaginu, sneri sér við, gekk nokkur skref og skaut sig í höfuðið fyrir framan þjálfarann og framkvæmdastjórann. Þrátt fyrir þennan mikla harmleik var ákveðið að leikur Kansas í deildinni daginn eftir færi fram. Var það nokkuð umdeilt. Það leyndi sér ekki fyrir leik að það var leikmönnum Kansas mikil þrekraun að spila. Mátti sjá marga þeirra fella tár fyrir leik. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst liðinu að þjappa sér saman og leggja Carolina Panthers að velli. Var það aðeins annar sigur liðsins í vetur. NFL Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Ruðningsleikmaðurinn Jovan Belcher, 25 ára leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, framdi sjálfsmorð fyrir framan þjálfarann sinn og framkvæmdastjóra fyrir rúmri viku. Hann var þá nýbúinn að myrða barnsmóður sína. Laugardagurinn 1. desember mun seint renna íbúum í Kansas úr minni. Þá átti sér stað ótrúlegur harmleikur sem snerti alla í borginni, sem og hjá liði Kansas City Chiefs. Jovan Belcher, sem hafði verið í herbúðum Chiefs í fjögur ár og spilað alla leiki liðsins í vetur, fór út á lífið á föstudeginum. Hann hitti stúlku á bar en varð svo viðskila við hana. Hann náði þó að komast heim til hennar en þar var hún ekki. Sambýlisfólk hennar leyfði þó Belcher að leggja sig en hann bað um að verða vakinn klukkan 6.30 þar sem hann mætti ekki vera of seinn á liðsfund. Belcher hafði drukkið talsvert um nóttina og þurfti aðstoð við að vakna. Fólkið í íbúðinni stóð við sitt og vakti Belcher, sem hélt í kjölfarið heim til unnustu sinnar, Kasöndru Perkins. Þar lentu þau í rifrildi sem leiddi til þess að Belcher skaut barnsmóður sína nokkrum sinnum. Þriggja mánaða dóttir þeirra og móðir Perkins voru í húsinu. Belcher flúði í kjölfarið og keyrði beint að Arrowhead Stadium, heimavelli Chiefs, en hann bjó aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð frá leikvanginum. Leikmaðurinn virtist vera meðvitaður um að lögreglan yrði fljót að komast á hæla hans og hann strunsaði því á fullu gasi gegnum öryggishlið vallarins. Skömmu síðar hringja öryggisverðirnir í framkvæmdastjóra liðsins, Scott Pioli, og segja honum að fara út að hitta Belcher á bílastæðinu. Það gerir Pioli ásamt þjálfara liðsins, Romeo Crennel. Skömmu síðar koma lögreglumenn á staðinn en þeir halda sig í vissri fjarlægð þar sem Belcher heldur á skammbyssu og er að tala við Pioli og Crennel. Belcher þakkaði fyrir að hafa fengið tækifæri hjá félaginu, sneri sér við, gekk nokkur skref og skaut sig í höfuðið fyrir framan þjálfarann og framkvæmdastjórann. Þrátt fyrir þennan mikla harmleik var ákveðið að leikur Kansas í deildinni daginn eftir færi fram. Var það nokkuð umdeilt. Það leyndi sér ekki fyrir leik að það var leikmönnum Kansas mikil þrekraun að spila. Mátti sjá marga þeirra fella tár fyrir leik. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst liðinu að þjappa sér saman og leggja Carolina Panthers að velli. Var það aðeins annar sigur liðsins í vetur.
NFL Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira