Alþjóðasamvinna um heilbrigðismál Ingimar Einarsson skrifar 8. desember 2012 08:00 Ríki heims hafa átt með sér víðtækt samstarf um heilbrigðismál um langt skeið. Með undirritun stofnskrár Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) 22. júlí 1946 og formlegri stofnunar hennar 7. apríl 1948 tók WHO yfir verkefni og hlutverk Heilbrigðisnefndar Þjóðabandalagsins ásamt fleiri viðfangsefnum. Alls var um að ræða 43 alþjóðasamninga um heilbrigðismál og a.m.k. 7 alþjóðlegar stofnanir sem hin nýja alþjóðasamvinnustofnun um heilbrigðismál tók yfir.Alþjóðasamstarfið Á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina var stór hluti heimsbyggðarinnar að rísa úr rúst eftir hildarleik ófriðarins. Á þessum tíma var komið á fót alþjóðlegum stofnunum og samtökum sem hafa látið sig heilbrigðismál miklu varða og starfað í náinni samvinnu við WHO á mörgum sviðum. Má þar nefna Evrópuráðið, Alþjóðabankann, Efnahags- og framfarastofnunina (OECD) og síðar Evrópusambandið. Hjá þessum aðilum varð samvinna um heilbrigðismál ekki aðeins liður í að bæta heilsufar þjóða heldur sömuleiðis aðgerð til að treysta efnahaginn og friðinn um víða veröld. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er ábyrg fyrir stefnumótun og samræmingu heilbrigðismála á vegum hinna Sameinuðu þjóða. WHO er þannig forystuafl í heilbrigðismálum á heimsvísu, forgangsraðar viðfangsefnum heilbrigðisrannsókna, setur viðmið og gæðastaðla í heilbrigðisþjónustu, byggir vinnu sína á sannreyndum stefnumiðum, veitir aðildarríkjum tæknilega aðstoð og fylgist með og metur þróunina í heilbrigðismálum.Mikilvægir þættir Í heilbrigðismálum hefur Evrópuráðið í Strasbourg einkum gert sig gildandi gegnum heilbrigðisnefnd sína. Ráðið hefur einnig haldið utan um Lyfjaskrá Evrópu („European Pharmacopoeia") frá 1964, en í henni er að finna sameiginlega staðla sem skylt er að nota í öllum aðildarríkjunum til að tryggja gæði lyfja. Alþjóðabankinn hefur síðustu áratugina lagt vaxandi áherslu á að styðja við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu og stuðla að umbótum í heilbrigðiskerfum þróunarlanda. Fjárfesting í heilsu er mikilvæg fyrir efnahagslega uppbyggingu hvar sem er í heiminum. OECD hefur í auknum mæli beint sjónum sínum að heilbrigðismálum. Til að byrja með var athyglin nær einskorðuð við heilbrigðisútgjöldin, en nú safnar stofnunin og gefur út víðtækar upplýsingar um heilbrigðismál í aðildarríkjunum. Jafnt ríkisstjórnir sem ráðgjafarfyrirtæki eins og Boston Consulting Group, McKinsey og Deloitte nýta sér þessar upplýsingar. OECD starfar sömuleiðis náið með WHO og framkvæmdastjórn ESB við samræmingu upplýsinga á þessu sviði. Þótt heilbrigðismál séu fyrst og fremst málefni hvers aðildarríkis fyrir sig innan ESB þá felur Evrópusamstarfið í sér fjárhagslegar skuldbindingar og kröfur um samhæfingu í stefnumótun og rannsóknum á heilbrigðis- og velferðarsviðinu.Afskipti eða einangrun Íslendingar hafa um áratugaskeið verið virkir þátttakendur í allri alþjóðasamvinnu um heilbrigðismál. Megináherslan hefur verið á starfsemi WHO og á síðasta áratugi gegndi Ísland til dæmis formennsku í framkvæmdastjórn WHO með góðum árangri. Í öðrum alþjóðastofnunum og á norrænum vettvangi hafa fulltrúar Íslands tekið þátt í margvíslegum verkefnum og nýtt sér þá kosti sem beinn aðgangur að þessari starfsemi veitir. Í kjölfar efnahagshrunsins hefur af ýmsum ástæðum dregið verulega úr þátttöku í erlendu samstarfi og er óhætt að fullyrða að síðustu árin höfum við ekki náð að fylgjast nægjanlega vel með helstu alþjóðastraumum á sviði heilbrigðismála, nema þá til málamynda. Það er því mikil hætta á að mótun nýrrar framtíðarsýnar og gerð áætlana í heilbrigðismálum geti ekki uppfyllt þær kröfur sem gera verður til að ná viðhlítandi árangri og tryggja að íslensk heilbrigðisþjónusta verði áfram sambærileg við það sem best gerist annars staðar. Verði ekki brugðist við þessu ástandi á skynsamlegan hátt er hætt við að framtíðin verði beinn og breiður vegur einangrunar og afskiptaleysis fjarri lífæðum hins alþjóðlega samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Skoðun Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Ríki heims hafa átt með sér víðtækt samstarf um heilbrigðismál um langt skeið. Með undirritun stofnskrár Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) 22. júlí 1946 og formlegri stofnunar hennar 7. apríl 1948 tók WHO yfir verkefni og hlutverk Heilbrigðisnefndar Þjóðabandalagsins ásamt fleiri viðfangsefnum. Alls var um að ræða 43 alþjóðasamninga um heilbrigðismál og a.m.k. 7 alþjóðlegar stofnanir sem hin nýja alþjóðasamvinnustofnun um heilbrigðismál tók yfir.Alþjóðasamstarfið Á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina var stór hluti heimsbyggðarinnar að rísa úr rúst eftir hildarleik ófriðarins. Á þessum tíma var komið á fót alþjóðlegum stofnunum og samtökum sem hafa látið sig heilbrigðismál miklu varða og starfað í náinni samvinnu við WHO á mörgum sviðum. Má þar nefna Evrópuráðið, Alþjóðabankann, Efnahags- og framfarastofnunina (OECD) og síðar Evrópusambandið. Hjá þessum aðilum varð samvinna um heilbrigðismál ekki aðeins liður í að bæta heilsufar þjóða heldur sömuleiðis aðgerð til að treysta efnahaginn og friðinn um víða veröld. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er ábyrg fyrir stefnumótun og samræmingu heilbrigðismála á vegum hinna Sameinuðu þjóða. WHO er þannig forystuafl í heilbrigðismálum á heimsvísu, forgangsraðar viðfangsefnum heilbrigðisrannsókna, setur viðmið og gæðastaðla í heilbrigðisþjónustu, byggir vinnu sína á sannreyndum stefnumiðum, veitir aðildarríkjum tæknilega aðstoð og fylgist með og metur þróunina í heilbrigðismálum.Mikilvægir þættir Í heilbrigðismálum hefur Evrópuráðið í Strasbourg einkum gert sig gildandi gegnum heilbrigðisnefnd sína. Ráðið hefur einnig haldið utan um Lyfjaskrá Evrópu („European Pharmacopoeia") frá 1964, en í henni er að finna sameiginlega staðla sem skylt er að nota í öllum aðildarríkjunum til að tryggja gæði lyfja. Alþjóðabankinn hefur síðustu áratugina lagt vaxandi áherslu á að styðja við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu og stuðla að umbótum í heilbrigðiskerfum þróunarlanda. Fjárfesting í heilsu er mikilvæg fyrir efnahagslega uppbyggingu hvar sem er í heiminum. OECD hefur í auknum mæli beint sjónum sínum að heilbrigðismálum. Til að byrja með var athyglin nær einskorðuð við heilbrigðisútgjöldin, en nú safnar stofnunin og gefur út víðtækar upplýsingar um heilbrigðismál í aðildarríkjunum. Jafnt ríkisstjórnir sem ráðgjafarfyrirtæki eins og Boston Consulting Group, McKinsey og Deloitte nýta sér þessar upplýsingar. OECD starfar sömuleiðis náið með WHO og framkvæmdastjórn ESB við samræmingu upplýsinga á þessu sviði. Þótt heilbrigðismál séu fyrst og fremst málefni hvers aðildarríkis fyrir sig innan ESB þá felur Evrópusamstarfið í sér fjárhagslegar skuldbindingar og kröfur um samhæfingu í stefnumótun og rannsóknum á heilbrigðis- og velferðarsviðinu.Afskipti eða einangrun Íslendingar hafa um áratugaskeið verið virkir þátttakendur í allri alþjóðasamvinnu um heilbrigðismál. Megináherslan hefur verið á starfsemi WHO og á síðasta áratugi gegndi Ísland til dæmis formennsku í framkvæmdastjórn WHO með góðum árangri. Í öðrum alþjóðastofnunum og á norrænum vettvangi hafa fulltrúar Íslands tekið þátt í margvíslegum verkefnum og nýtt sér þá kosti sem beinn aðgangur að þessari starfsemi veitir. Í kjölfar efnahagshrunsins hefur af ýmsum ástæðum dregið verulega úr þátttöku í erlendu samstarfi og er óhætt að fullyrða að síðustu árin höfum við ekki náð að fylgjast nægjanlega vel með helstu alþjóðastraumum á sviði heilbrigðismála, nema þá til málamynda. Það er því mikil hætta á að mótun nýrrar framtíðarsýnar og gerð áætlana í heilbrigðismálum geti ekki uppfyllt þær kröfur sem gera verður til að ná viðhlítandi árangri og tryggja að íslensk heilbrigðisþjónusta verði áfram sambærileg við það sem best gerist annars staðar. Verði ekki brugðist við þessu ástandi á skynsamlegan hátt er hætt við að framtíðin verði beinn og breiður vegur einangrunar og afskiptaleysis fjarri lífæðum hins alþjóðlega samfélags.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun