Stuðningur við íslenska hönnun Haukur Már Hauksson skrifar 6. desember 2012 06:00 Hönnun er ekki aðeins mikilvægur þáttur í menningu þjóðarinnar; hún er ekki síður mikilvægur þáttur í atvinnulífi hennar. Samkvæmt niðurstöðu hagrænnar rannsóknar á stöðu skapandi greina, sem kynnt var 1. desember 2010, starfa um 10.000 manns innan þessara greina og skapa virðisaukaskattskylda veltu sem nemur að lágmarki 198 milljörðum. Samkvæmt sömu rannsókn nema útflutningstekjur þjóðarinnar af skapandi greinum yfir 24 milljörðum króna. Hönnun hefur um langa hríð átt undir högg að sækja þegar kemur að stuðningi hins opinbera. Helgast það annars vegar af því að hönnun er afskaplega víðfeðmt hugtak, þar sem hönnuðir vinna sjálfstætt að mjög fjölbreyttum verkefnum, hins vegar af því að stjórnvöld hafa tilhneigingu til að styðja það sem þekkt er og hefur verið gert áður. Því hefur stuðningur við skapandi greinar aðallega snúið að bókmenntum, leiklist, kvikmyndagerð og tónlist. Hönnuðir hafa einnig verið svo uppteknir af sköpun sinni að þeir hafa ekki náð að bindast sterkum samtökum til að berjast fyrir hagsmunum sínum. Hagsmunum hönnuða og hönnunar hafði því ekki verið haldið mjög á lofti þegar Hönnunarmiðstöð Íslands var stofnuð árið 2008. Að Hönnunarmiðstöðinni standa níu fagfélög hönnuða og arkitekta og er hún að hluta til rekin með stuðningi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og mennta- og menningarmálaráðuneytis.Aukinn áhugi Frá stofnun Hönnunarmiðstöðvar Íslands hefur vegur hönnunar vaxið mikið og áhugi almennings á hinni fjölbreyttu flóru íslenskrar hönnunar aukist til muna. Sá aukni áhugi sést kannski best á því að samkvæmt könnun Capacent að loknum HönnunarMars 2012 tóku um 30.000 manns þátt í hátíðinni og um 85% landsmanna þekktu til hennar. Ýmislegt í umhverfi hönnuða hefur breyst til batnaðar frá stofnun miðstöðvarinnar. Má þar t.d. nefna að undir starfslaunum listamanna er nú sérstakur sjóður starfslauna hönnuða. Sá sjóður er langminnsti sjóðurinn, veitir fimmtíu mánaðarlaun á ári, en sá sjóður innan listamannalauna sem veitir næstfæst laun veitir 180 mánaðarlaun. Fimmtíu mánaðarlaun gera kannski ekki mikið fyrir hönnunarsamfélagið, en þetta er viðleitni og þau gefa nokkrum hönnuðum og arkitektum tækifæri til að vinna óskipt að sköpun sinni í nokkra mánuði á ári. Í framtíðinni hlýtur launasjóður hönnuða að stækka enda ætti það að vera keppikefli stjórnvalda að styðja við bakið á þeirri virðisaukandi starfsemi sem frumsköpun á sviði hönnunar er. Annað gleðiefni fyrir skapandi fólk er stofnun nýs hönnunarsjóðs í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Í þennan nýja sjóð á að setja 45 milljónir króna. Enn á eftir að setja sjóðnum reglur, en hann mun styrkja ákveðin verkefni og verða þannig sá bakhjarl sem oft þarf til að ýta góðum hlutum áfram. Þessi nýi sjóður verður án efa mikil lyftistöng fyrir íslenskt hönnunarsamfélag, þegar fleiri hönnuðir fá tækifæri til að vinna verkum sínum brautargengi. Hann ætti því að efla anda íslenskra hönnuða og hleypa þeim kapp í kinn.Íhaldssemi En þrátt fyrir að það sé stórt skref að fá loksins verkefnasjóð á sviði hönnunar þá verður maður samt óneitanlega nokkuð sorgmæddur yfir að sjá íhaldssemina sem lýsir sér í úthlutun þeirra 250 milljóna sem ákveðið hefur verið að veita aukalega til skapandi greina. Helmingur fjárins verður settur í sjóði sem áður var búið að úthluta 205 milljónum. Framlög til eldri sjóða á sviði bókmennta, leiklistar og tónlistar hækka sem sagt úr 205 í 330 milljónir en nýir sjóðir á sviði hönnunar, myndlistar, handverks og tónlistar fá samtals 125 milljónir. Aukin fjölbreytni á vörum til útflutnings er að mati sérfræðinga Alþjóða gjaldeyrissjóðsins forsenda aukinna útflutningstekna. Auknar útflutningstekjur eru að sama skapi forsenda þess að Ísland losi um skuldastöðu sína. Stuðningur stjórnvalda við hönnun er því ekki fjáraustur í eitthvert svarthol heldur fjárfesting sem skilar sér til baka í beinhörðum peningum, auk þess að bæta umhverfi og menningarlíf okkar allra. Fjárfestum í hönnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Hönnun er ekki aðeins mikilvægur þáttur í menningu þjóðarinnar; hún er ekki síður mikilvægur þáttur í atvinnulífi hennar. Samkvæmt niðurstöðu hagrænnar rannsóknar á stöðu skapandi greina, sem kynnt var 1. desember 2010, starfa um 10.000 manns innan þessara greina og skapa virðisaukaskattskylda veltu sem nemur að lágmarki 198 milljörðum. Samkvæmt sömu rannsókn nema útflutningstekjur þjóðarinnar af skapandi greinum yfir 24 milljörðum króna. Hönnun hefur um langa hríð átt undir högg að sækja þegar kemur að stuðningi hins opinbera. Helgast það annars vegar af því að hönnun er afskaplega víðfeðmt hugtak, þar sem hönnuðir vinna sjálfstætt að mjög fjölbreyttum verkefnum, hins vegar af því að stjórnvöld hafa tilhneigingu til að styðja það sem þekkt er og hefur verið gert áður. Því hefur stuðningur við skapandi greinar aðallega snúið að bókmenntum, leiklist, kvikmyndagerð og tónlist. Hönnuðir hafa einnig verið svo uppteknir af sköpun sinni að þeir hafa ekki náð að bindast sterkum samtökum til að berjast fyrir hagsmunum sínum. Hagsmunum hönnuða og hönnunar hafði því ekki verið haldið mjög á lofti þegar Hönnunarmiðstöð Íslands var stofnuð árið 2008. Að Hönnunarmiðstöðinni standa níu fagfélög hönnuða og arkitekta og er hún að hluta til rekin með stuðningi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og mennta- og menningarmálaráðuneytis.Aukinn áhugi Frá stofnun Hönnunarmiðstöðvar Íslands hefur vegur hönnunar vaxið mikið og áhugi almennings á hinni fjölbreyttu flóru íslenskrar hönnunar aukist til muna. Sá aukni áhugi sést kannski best á því að samkvæmt könnun Capacent að loknum HönnunarMars 2012 tóku um 30.000 manns þátt í hátíðinni og um 85% landsmanna þekktu til hennar. Ýmislegt í umhverfi hönnuða hefur breyst til batnaðar frá stofnun miðstöðvarinnar. Má þar t.d. nefna að undir starfslaunum listamanna er nú sérstakur sjóður starfslauna hönnuða. Sá sjóður er langminnsti sjóðurinn, veitir fimmtíu mánaðarlaun á ári, en sá sjóður innan listamannalauna sem veitir næstfæst laun veitir 180 mánaðarlaun. Fimmtíu mánaðarlaun gera kannski ekki mikið fyrir hönnunarsamfélagið, en þetta er viðleitni og þau gefa nokkrum hönnuðum og arkitektum tækifæri til að vinna óskipt að sköpun sinni í nokkra mánuði á ári. Í framtíðinni hlýtur launasjóður hönnuða að stækka enda ætti það að vera keppikefli stjórnvalda að styðja við bakið á þeirri virðisaukandi starfsemi sem frumsköpun á sviði hönnunar er. Annað gleðiefni fyrir skapandi fólk er stofnun nýs hönnunarsjóðs í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Í þennan nýja sjóð á að setja 45 milljónir króna. Enn á eftir að setja sjóðnum reglur, en hann mun styrkja ákveðin verkefni og verða þannig sá bakhjarl sem oft þarf til að ýta góðum hlutum áfram. Þessi nýi sjóður verður án efa mikil lyftistöng fyrir íslenskt hönnunarsamfélag, þegar fleiri hönnuðir fá tækifæri til að vinna verkum sínum brautargengi. Hann ætti því að efla anda íslenskra hönnuða og hleypa þeim kapp í kinn.Íhaldssemi En þrátt fyrir að það sé stórt skref að fá loksins verkefnasjóð á sviði hönnunar þá verður maður samt óneitanlega nokkuð sorgmæddur yfir að sjá íhaldssemina sem lýsir sér í úthlutun þeirra 250 milljóna sem ákveðið hefur verið að veita aukalega til skapandi greina. Helmingur fjárins verður settur í sjóði sem áður var búið að úthluta 205 milljónum. Framlög til eldri sjóða á sviði bókmennta, leiklistar og tónlistar hækka sem sagt úr 205 í 330 milljónir en nýir sjóðir á sviði hönnunar, myndlistar, handverks og tónlistar fá samtals 125 milljónir. Aukin fjölbreytni á vörum til útflutnings er að mati sérfræðinga Alþjóða gjaldeyrissjóðsins forsenda aukinna útflutningstekna. Auknar útflutningstekjur eru að sama skapi forsenda þess að Ísland losi um skuldastöðu sína. Stuðningur stjórnvalda við hönnun er því ekki fjáraustur í eitthvert svarthol heldur fjárfesting sem skilar sér til baka í beinhörðum peningum, auk þess að bæta umhverfi og menningarlíf okkar allra. Fjárfestum í hönnun.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun