Afreksfólk fatlaðra verðalaunað Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. desember 2012 06:00 Jón margeir og matthildur stóðu sig frábærlega á árinu. fréttablaðið/anton Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir og Jón Margeir Sverrisson voru í gær útnefnd sem íþróttakona og íþróttamaður ársins 2012 úr röðum fatlaðra á hófi sem ÍF héltá Radison Blu hóteli Sögu. Jón Margeir og Matthildur eiga glæsilegt íþróttaár að baki. Jón Margeir vann til gullverðlauna á ólympíumóti fatlaðra í London og Matthildur komst í átta manna úrslit í langstökki á sama móti. Þetta er í fyrsta sinn sem Matthildur hlýtur þessa nafnbót en þriðja árið í röð hjá Jóni Margeiri. Jón Margeir er sundmaður úr Fjölni en Matthildur keppir fyrir íþróttafélag fatlaðra en hún er einnig afrekskona í sundi fyrir sama félag. „Þetta er ótrúlega gaman og ólympíumótið var skemmtilegast. Þetta var fyrsta ólympíumótið og ég vona að þetta verði það fyrsta af mörgum," sagði Matthildur en hún stefnir á að keppa í frjálsíþróttum og sundi eins lengi og hún getur. „Ég elska árið 2012, uppáhaldsárið hingað til," bætti Matthildur við en hún er fyrsta frjálsíþróttakonan sem fær þessa viðurkenningu. Matthildur, sem er nemandi í 10. bekkk í Norðlingaskóla, setti þrjú Íslandsmet innanhúss á ÍM 15-25 ára í febrúar. Metin komu í 60 m og 200 metra hlaupi og langstökki. Hún setti Íslandsmet í langstökki á móti sem fram fór í Túnis í mars þar sem hún stökk 4,10 metra. Hún setti einnig Íslandsmet í 200 metra hlaupi í Túnis. Hún stórbætti Íslandsmet sitt nokkrum dögum síðar á Íslandsmóti ÍF í Laugardalnum þar sem hún stökk 4,28 metra. Á ólympíumótinu í London bætti hún Íslandsmetið í 200 metra hlaupi – 32,16 sek. „Þetta er hefur verið geðveikt flott ár en ég stefni á að gera enn betur eftir fjögur ár og ná að komast á tvenna leika," sagði sundmaðurinn Jón Margeir en hann hefur sett sér það markmið að ná ÓL lágmarkinu í 1.500 metra skriðsundi í flokki ófatlaðra fyrir leikana sem fram fer árið 2014. „Þetta er flottasta árið sem ég hef upplifað og ég veit ekki heildartöluna á þeim Íslandsmetum sem ég hef náð á árinu. Ég ætla líka að halda þessum titli eins oft og ég get," bætti hann við. Jón Margeir setti heimsmet í 200 metra skriðsundi á ÓL í London í flokki S14 (flokkur þroskahamlaðra). Á árinu 2012 setti hann 31 Íslandsmet, 3 heimsmet og 1 ólympíumet. Innlendar Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir og Jón Margeir Sverrisson voru í gær útnefnd sem íþróttakona og íþróttamaður ársins 2012 úr röðum fatlaðra á hófi sem ÍF héltá Radison Blu hóteli Sögu. Jón Margeir og Matthildur eiga glæsilegt íþróttaár að baki. Jón Margeir vann til gullverðlauna á ólympíumóti fatlaðra í London og Matthildur komst í átta manna úrslit í langstökki á sama móti. Þetta er í fyrsta sinn sem Matthildur hlýtur þessa nafnbót en þriðja árið í röð hjá Jóni Margeiri. Jón Margeir er sundmaður úr Fjölni en Matthildur keppir fyrir íþróttafélag fatlaðra en hún er einnig afrekskona í sundi fyrir sama félag. „Þetta er ótrúlega gaman og ólympíumótið var skemmtilegast. Þetta var fyrsta ólympíumótið og ég vona að þetta verði það fyrsta af mörgum," sagði Matthildur en hún stefnir á að keppa í frjálsíþróttum og sundi eins lengi og hún getur. „Ég elska árið 2012, uppáhaldsárið hingað til," bætti Matthildur við en hún er fyrsta frjálsíþróttakonan sem fær þessa viðurkenningu. Matthildur, sem er nemandi í 10. bekkk í Norðlingaskóla, setti þrjú Íslandsmet innanhúss á ÍM 15-25 ára í febrúar. Metin komu í 60 m og 200 metra hlaupi og langstökki. Hún setti Íslandsmet í langstökki á móti sem fram fór í Túnis í mars þar sem hún stökk 4,10 metra. Hún setti einnig Íslandsmet í 200 metra hlaupi í Túnis. Hún stórbætti Íslandsmet sitt nokkrum dögum síðar á Íslandsmóti ÍF í Laugardalnum þar sem hún stökk 4,28 metra. Á ólympíumótinu í London bætti hún Íslandsmetið í 200 metra hlaupi – 32,16 sek. „Þetta er hefur verið geðveikt flott ár en ég stefni á að gera enn betur eftir fjögur ár og ná að komast á tvenna leika," sagði sundmaðurinn Jón Margeir en hann hefur sett sér það markmið að ná ÓL lágmarkinu í 1.500 metra skriðsundi í flokki ófatlaðra fyrir leikana sem fram fer árið 2014. „Þetta er flottasta árið sem ég hef upplifað og ég veit ekki heildartöluna á þeim Íslandsmetum sem ég hef náð á árinu. Ég ætla líka að halda þessum titli eins oft og ég get," bætti hann við. Jón Margeir setti heimsmet í 200 metra skriðsundi á ÓL í London í flokki S14 (flokkur þroskahamlaðra). Á árinu 2012 setti hann 31 Íslandsmet, 3 heimsmet og 1 ólympíumet.
Innlendar Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti