Afreksfólk fatlaðra verðalaunað Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. desember 2012 06:00 Jón margeir og matthildur stóðu sig frábærlega á árinu. fréttablaðið/anton Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir og Jón Margeir Sverrisson voru í gær útnefnd sem íþróttakona og íþróttamaður ársins 2012 úr röðum fatlaðra á hófi sem ÍF héltá Radison Blu hóteli Sögu. Jón Margeir og Matthildur eiga glæsilegt íþróttaár að baki. Jón Margeir vann til gullverðlauna á ólympíumóti fatlaðra í London og Matthildur komst í átta manna úrslit í langstökki á sama móti. Þetta er í fyrsta sinn sem Matthildur hlýtur þessa nafnbót en þriðja árið í röð hjá Jóni Margeiri. Jón Margeir er sundmaður úr Fjölni en Matthildur keppir fyrir íþróttafélag fatlaðra en hún er einnig afrekskona í sundi fyrir sama félag. „Þetta er ótrúlega gaman og ólympíumótið var skemmtilegast. Þetta var fyrsta ólympíumótið og ég vona að þetta verði það fyrsta af mörgum," sagði Matthildur en hún stefnir á að keppa í frjálsíþróttum og sundi eins lengi og hún getur. „Ég elska árið 2012, uppáhaldsárið hingað til," bætti Matthildur við en hún er fyrsta frjálsíþróttakonan sem fær þessa viðurkenningu. Matthildur, sem er nemandi í 10. bekkk í Norðlingaskóla, setti þrjú Íslandsmet innanhúss á ÍM 15-25 ára í febrúar. Metin komu í 60 m og 200 metra hlaupi og langstökki. Hún setti Íslandsmet í langstökki á móti sem fram fór í Túnis í mars þar sem hún stökk 4,10 metra. Hún setti einnig Íslandsmet í 200 metra hlaupi í Túnis. Hún stórbætti Íslandsmet sitt nokkrum dögum síðar á Íslandsmóti ÍF í Laugardalnum þar sem hún stökk 4,28 metra. Á ólympíumótinu í London bætti hún Íslandsmetið í 200 metra hlaupi – 32,16 sek. „Þetta er hefur verið geðveikt flott ár en ég stefni á að gera enn betur eftir fjögur ár og ná að komast á tvenna leika," sagði sundmaðurinn Jón Margeir en hann hefur sett sér það markmið að ná ÓL lágmarkinu í 1.500 metra skriðsundi í flokki ófatlaðra fyrir leikana sem fram fer árið 2014. „Þetta er flottasta árið sem ég hef upplifað og ég veit ekki heildartöluna á þeim Íslandsmetum sem ég hef náð á árinu. Ég ætla líka að halda þessum titli eins oft og ég get," bætti hann við. Jón Margeir setti heimsmet í 200 metra skriðsundi á ÓL í London í flokki S14 (flokkur þroskahamlaðra). Á árinu 2012 setti hann 31 Íslandsmet, 3 heimsmet og 1 ólympíumet. Innlendar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir og Jón Margeir Sverrisson voru í gær útnefnd sem íþróttakona og íþróttamaður ársins 2012 úr röðum fatlaðra á hófi sem ÍF héltá Radison Blu hóteli Sögu. Jón Margeir og Matthildur eiga glæsilegt íþróttaár að baki. Jón Margeir vann til gullverðlauna á ólympíumóti fatlaðra í London og Matthildur komst í átta manna úrslit í langstökki á sama móti. Þetta er í fyrsta sinn sem Matthildur hlýtur þessa nafnbót en þriðja árið í röð hjá Jóni Margeiri. Jón Margeir er sundmaður úr Fjölni en Matthildur keppir fyrir íþróttafélag fatlaðra en hún er einnig afrekskona í sundi fyrir sama félag. „Þetta er ótrúlega gaman og ólympíumótið var skemmtilegast. Þetta var fyrsta ólympíumótið og ég vona að þetta verði það fyrsta af mörgum," sagði Matthildur en hún stefnir á að keppa í frjálsíþróttum og sundi eins lengi og hún getur. „Ég elska árið 2012, uppáhaldsárið hingað til," bætti Matthildur við en hún er fyrsta frjálsíþróttakonan sem fær þessa viðurkenningu. Matthildur, sem er nemandi í 10. bekkk í Norðlingaskóla, setti þrjú Íslandsmet innanhúss á ÍM 15-25 ára í febrúar. Metin komu í 60 m og 200 metra hlaupi og langstökki. Hún setti Íslandsmet í langstökki á móti sem fram fór í Túnis í mars þar sem hún stökk 4,10 metra. Hún setti einnig Íslandsmet í 200 metra hlaupi í Túnis. Hún stórbætti Íslandsmet sitt nokkrum dögum síðar á Íslandsmóti ÍF í Laugardalnum þar sem hún stökk 4,28 metra. Á ólympíumótinu í London bætti hún Íslandsmetið í 200 metra hlaupi – 32,16 sek. „Þetta er hefur verið geðveikt flott ár en ég stefni á að gera enn betur eftir fjögur ár og ná að komast á tvenna leika," sagði sundmaðurinn Jón Margeir en hann hefur sett sér það markmið að ná ÓL lágmarkinu í 1.500 metra skriðsundi í flokki ófatlaðra fyrir leikana sem fram fer árið 2014. „Þetta er flottasta árið sem ég hef upplifað og ég veit ekki heildartöluna á þeim Íslandsmetum sem ég hef náð á árinu. Ég ætla líka að halda þessum titli eins oft og ég get," bætti hann við. Jón Margeir setti heimsmet í 200 metra skriðsundi á ÓL í London í flokki S14 (flokkur þroskahamlaðra). Á árinu 2012 setti hann 31 Íslandsmet, 3 heimsmet og 1 ólympíumet.
Innlendar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira