Sækjum fram Halldór Árnason skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Indriði H. Þorláksson hefur birt greinar í Fréttablaðinu í vikunni um að þrátt fyrir að skatthlutföll allra helstu tekjustofna ríkisins hafi hækkað undanfarin ár þá hafi skattar í rauninni lækkað. Þessa snjöllu ályktun setur hann fram í tilefni útgáfu rits SA, „Ræktun eða rányrkja?". Með samanburði á skatttekjum ríkisins á föstu verðlagi milli áranna 2005 og áætlaðra tekna fyrir 2013 ályktar hann að tekjuskattur einstaklinga hafi lækkað þrátt fyrir að tekjuskattshlutfallið hafi hækkað og skattþrepum fjölgað. Með sömu nálgun má komast að því að tekjuskattur fyrirtækja hafi lækkað þrátt fyrir hækkun hlutfallsins úr 18% í 20% og að virðisaukaskattur hafi lækkað þrátt fyrir hækkun almenna þrepsins úr 24,5% í 25,5%. Ástæðan liggur í augum uppi. Tekjur fólks og fyrirtækja hafa dregist saman, atvinnuleysi aukist og störfum fækkað á þessu tímabili. Fjárfestingar eru í lágmarki.Betri lífskjör Samtök atvinnulífsins hafa undanfarin ár barist fyrir því að meginmarkmið stjórnvalda ætti að vera að auka hagvöxt. Það sé besta leiðin til að endurheimta fyrri lífskjör. Þannig eigi m.a. að greiða fyrir erlendri fjárfestingu og virkjanaframkvæmdum, auka rekstraröryggi sjávarútvegsins, afnema hindranir í vegi uppbyggingar gagnavera, greiða fyrir nýsköpun, fjölga nýjum fyrirtækjum og hvetja fólk til að fjárfesta í atvinnulífinu. Þrátt fyrir að unnt hafi verið að semja við ríkisstjórnina um þessi mál hefur hún fundið upp nýja skilgreiningu á orðheldni og áformin fæst orðið að veruleika.Aukin umsvif SA kynntu nýlega rökstuddar tillögur um hógværar aðgerðir í skattamálum sem lagt er til að komi til framkvæmda á nokkrum árum. Í riti SA er lagt mat á þær fjárhæðir sem skattahækkanir undanfarinna ára hafa skilað ríkissjóði og skýrt út hvernig tölurnar eru fengnar. Í ljós kemur að skattahækkanir eru verulega umfram þau mörk sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld sömdu um til að ná jöfnuði í ríkisfjármálum á ný. Markmið tillagna SA er að auka umsvif í atvinnulífinu, efla fjárfestingu, fjölga störfum og bæta lífskjör í landinu. Aukin umsvif munu svo leiða til aukinna skattgreiðslna og verða til þess að hagur ríkissjóðs batni. Engin leið er til þess að fyrrverandi ríkisskattstjóri og aðalhöfundur 100 skattkerfisbreytinga ríkisstjórnarinnar verði sammála SA í þessum málum enda ekki til þess ætlast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Indriði H. Þorláksson hefur birt greinar í Fréttablaðinu í vikunni um að þrátt fyrir að skatthlutföll allra helstu tekjustofna ríkisins hafi hækkað undanfarin ár þá hafi skattar í rauninni lækkað. Þessa snjöllu ályktun setur hann fram í tilefni útgáfu rits SA, „Ræktun eða rányrkja?". Með samanburði á skatttekjum ríkisins á föstu verðlagi milli áranna 2005 og áætlaðra tekna fyrir 2013 ályktar hann að tekjuskattur einstaklinga hafi lækkað þrátt fyrir að tekjuskattshlutfallið hafi hækkað og skattþrepum fjölgað. Með sömu nálgun má komast að því að tekjuskattur fyrirtækja hafi lækkað þrátt fyrir hækkun hlutfallsins úr 18% í 20% og að virðisaukaskattur hafi lækkað þrátt fyrir hækkun almenna þrepsins úr 24,5% í 25,5%. Ástæðan liggur í augum uppi. Tekjur fólks og fyrirtækja hafa dregist saman, atvinnuleysi aukist og störfum fækkað á þessu tímabili. Fjárfestingar eru í lágmarki.Betri lífskjör Samtök atvinnulífsins hafa undanfarin ár barist fyrir því að meginmarkmið stjórnvalda ætti að vera að auka hagvöxt. Það sé besta leiðin til að endurheimta fyrri lífskjör. Þannig eigi m.a. að greiða fyrir erlendri fjárfestingu og virkjanaframkvæmdum, auka rekstraröryggi sjávarútvegsins, afnema hindranir í vegi uppbyggingar gagnavera, greiða fyrir nýsköpun, fjölga nýjum fyrirtækjum og hvetja fólk til að fjárfesta í atvinnulífinu. Þrátt fyrir að unnt hafi verið að semja við ríkisstjórnina um þessi mál hefur hún fundið upp nýja skilgreiningu á orðheldni og áformin fæst orðið að veruleika.Aukin umsvif SA kynntu nýlega rökstuddar tillögur um hógværar aðgerðir í skattamálum sem lagt er til að komi til framkvæmda á nokkrum árum. Í riti SA er lagt mat á þær fjárhæðir sem skattahækkanir undanfarinna ára hafa skilað ríkissjóði og skýrt út hvernig tölurnar eru fengnar. Í ljós kemur að skattahækkanir eru verulega umfram þau mörk sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld sömdu um til að ná jöfnuði í ríkisfjármálum á ný. Markmið tillagna SA er að auka umsvif í atvinnulífinu, efla fjárfestingu, fjölga störfum og bæta lífskjör í landinu. Aukin umsvif munu svo leiða til aukinna skattgreiðslna og verða til þess að hagur ríkissjóðs batni. Engin leið er til þess að fyrrverandi ríkisskattstjóri og aðalhöfundur 100 skattkerfisbreytinga ríkisstjórnarinnar verði sammála SA í þessum málum enda ekki til þess ætlast.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar