Herðum róðurinn gegn loftslagsvánni Svandís Svavarsdóttir skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Baráttan gegn skaðlegum loftslagsbreytingum af mannavöldum hefur of lengi verið kynnt sem krafa um að taka dýrar og erfiðar ákvarðanir nú til að afstýra ógn í framtíðinni. Þetta er aðeins rétt að hluta. Alvarlegustu áhrif loftslagsbreytinga hafa vissulega enn ekki komið fram samkvæmt spám vísindanna, en breytingarnar sjálfar eru ekki í fjarlægri framtíð. Margar þeirra eru vel sýnilegar nú þegar.Sýnidæmi í norðri Skýrasta dæmið um loftslagsbreytingar á heimsvísu er að hafís á norðurskautssvæðinu hopar ört. Ísþekjan nú í haust var minni en nokkru sinni frá því að mælingar hófust og ísinn hopar mun hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Nú telja margir að Norður-Íshafið gæti orðið íslaust að sumarlagi fyrir árið 2050. Samkvæmt niðurstöðum norræns rannsóknarverkefnis sem kynntar voru fyrir skömmu eru nær allir jöklar við Norður-Atlantshaf á undanhaldi. Íslenskir jöklar þynnast til að mynda um réttan metra á ári að meðaltali og bráðna svo jafngildir nær tíu rúmkílómetrum vatns á sama tíma. Jöklarnir okkar gætu að mestu leyti horfið innan 100-200 ára. Hlýnunin á norðurslóðum opnar aðgang að siglingaleiðum og auðlindum og margir hugsa sér gott til glóðarinnar að fá sneið af þeirri köku. Til lengri tíma tapa þó flestir á þeim gríðarlegu breytingum sem fylgja örri hnattrænni hlýnun. Aukinn styrkur koldíoxíðs í andrúmslofti veldur súrnun hafsins, sem við Íslendingar höfum með réttu miklar áhyggjur af. Súrnun ógnar kóröllum, skelfiski, kalkþörungum og fjölmörgum öðrum lífverum og gæti valdið stórfelldu raski á lífríki hafsins.Ísland tekur fullan þátt Þótt æ fleiri geri sér grein fyrir vánni sem stendur fyrir dyrum ganga alþjóðlegar viðræður um lausn vandans hægt. Nú stendur yfir 18. aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Doha í Katar. Tekist hefur samkomulag um að endurnýja Kýótó-bókunina. Á síðustu misserum hafa þó nokkur ríki helst úr þeirri lest, en Ísland er meðal þeirra ríkja sem hyggjast axla ábyrgð. Enn fremur er unnið að því að ná bindandi samkomulagi allra ríkja fyrir 2015 um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vonandi mun almenningsálitið og aukin vísindaleg þekking á alvarlegum áhrifum loftslagsbreytinga gefa þeim viðræðum byr í seglin. Það er nauðsynlegt að lyfta sér upp úr hjólförum gamalla deilna um skiptingu byrða og hætta að hræðast að loftslagsvænn lífsstíll og tækni standi efnahagslífi fyrir þrifum. Hagsæld, velferð mannkyns og lífið á jörðinni þarf á óröskuðum vistkerfum og aðgerðum gegn loftslagsbreytingum að halda. Ísland hyggst standa jafnfætis framsæknustu ríkjum í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum með því að taka á sig sameiginlegar skuldbindingar með ríkjum Evrópusambandsins og Króatíu. Jafnframt er tryggt að íslenskt atvinnulíf búi við sambærilegar reglur um losun og þekkjast í okkar heimshluta. Íslendingar þurfa að búa sig undir auknar kröfur í loftslagsmálum á komandi árum, eins og raunar heimsbyggðin öll. Þær kröfur fela í sér ný tækifæri fyrir nýsköpun og efnahag og samfélagsþróun til sjálfbærni. Þetta á til dæmis við um ýmsar aðgerðir í samgöngum, s.s. aukið vægi göngu, hjólreiða, almenningssamgangna og sparneytinna ökutækja. Loftslagsvæn tækni, endurnýjanleg orka, nýsköpun og þróun eru allt svið þar sem Ísland getur lagt sitt af mörkum. Ísland getur verið í fararbroddi í loftslagsmálum. Við höfum allar forsendur til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Nærandi ferðaþjónusta Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Baráttan gegn skaðlegum loftslagsbreytingum af mannavöldum hefur of lengi verið kynnt sem krafa um að taka dýrar og erfiðar ákvarðanir nú til að afstýra ógn í framtíðinni. Þetta er aðeins rétt að hluta. Alvarlegustu áhrif loftslagsbreytinga hafa vissulega enn ekki komið fram samkvæmt spám vísindanna, en breytingarnar sjálfar eru ekki í fjarlægri framtíð. Margar þeirra eru vel sýnilegar nú þegar.Sýnidæmi í norðri Skýrasta dæmið um loftslagsbreytingar á heimsvísu er að hafís á norðurskautssvæðinu hopar ört. Ísþekjan nú í haust var minni en nokkru sinni frá því að mælingar hófust og ísinn hopar mun hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Nú telja margir að Norður-Íshafið gæti orðið íslaust að sumarlagi fyrir árið 2050. Samkvæmt niðurstöðum norræns rannsóknarverkefnis sem kynntar voru fyrir skömmu eru nær allir jöklar við Norður-Atlantshaf á undanhaldi. Íslenskir jöklar þynnast til að mynda um réttan metra á ári að meðaltali og bráðna svo jafngildir nær tíu rúmkílómetrum vatns á sama tíma. Jöklarnir okkar gætu að mestu leyti horfið innan 100-200 ára. Hlýnunin á norðurslóðum opnar aðgang að siglingaleiðum og auðlindum og margir hugsa sér gott til glóðarinnar að fá sneið af þeirri köku. Til lengri tíma tapa þó flestir á þeim gríðarlegu breytingum sem fylgja örri hnattrænni hlýnun. Aukinn styrkur koldíoxíðs í andrúmslofti veldur súrnun hafsins, sem við Íslendingar höfum með réttu miklar áhyggjur af. Súrnun ógnar kóröllum, skelfiski, kalkþörungum og fjölmörgum öðrum lífverum og gæti valdið stórfelldu raski á lífríki hafsins.Ísland tekur fullan þátt Þótt æ fleiri geri sér grein fyrir vánni sem stendur fyrir dyrum ganga alþjóðlegar viðræður um lausn vandans hægt. Nú stendur yfir 18. aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Doha í Katar. Tekist hefur samkomulag um að endurnýja Kýótó-bókunina. Á síðustu misserum hafa þó nokkur ríki helst úr þeirri lest, en Ísland er meðal þeirra ríkja sem hyggjast axla ábyrgð. Enn fremur er unnið að því að ná bindandi samkomulagi allra ríkja fyrir 2015 um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vonandi mun almenningsálitið og aukin vísindaleg þekking á alvarlegum áhrifum loftslagsbreytinga gefa þeim viðræðum byr í seglin. Það er nauðsynlegt að lyfta sér upp úr hjólförum gamalla deilna um skiptingu byrða og hætta að hræðast að loftslagsvænn lífsstíll og tækni standi efnahagslífi fyrir þrifum. Hagsæld, velferð mannkyns og lífið á jörðinni þarf á óröskuðum vistkerfum og aðgerðum gegn loftslagsbreytingum að halda. Ísland hyggst standa jafnfætis framsæknustu ríkjum í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum með því að taka á sig sameiginlegar skuldbindingar með ríkjum Evrópusambandsins og Króatíu. Jafnframt er tryggt að íslenskt atvinnulíf búi við sambærilegar reglur um losun og þekkjast í okkar heimshluta. Íslendingar þurfa að búa sig undir auknar kröfur í loftslagsmálum á komandi árum, eins og raunar heimsbyggðin öll. Þær kröfur fela í sér ný tækifæri fyrir nýsköpun og efnahag og samfélagsþróun til sjálfbærni. Þetta á til dæmis við um ýmsar aðgerðir í samgöngum, s.s. aukið vægi göngu, hjólreiða, almenningssamgangna og sparneytinna ökutækja. Loftslagsvæn tækni, endurnýjanleg orka, nýsköpun og þróun eru allt svið þar sem Ísland getur lagt sitt af mörkum. Ísland getur verið í fararbroddi í loftslagsmálum. Við höfum allar forsendur til þess.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun