Ekkert hafa þeir lært Gunnar Karlsson skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Á þessu ári endurkusu Íslendingar Ólaf Ragnar Grímsson til forseta, þótt með naumum meirihluta væri. Í því felst óhjákvæmilega viss stjórnmálayfirlýsing þessa knappa meirihluta því að valið á Ólafi í forsetaembætti var frá upphafi útrásarfyrirbæri. Þótt hann hafi vissulega haft mikla pólitíska hæfileika hafði hann aldrei haft mikinn kosningasjarma fram að því. Alltaf var mesta basl að koma honum inn á Alþingi, þótt hann væri meðal helstu forystumanna Alþýðubandalagsins eftir að hann gekk í þann flokk. Á árunum 1983-91 sat hann á varamannabekk þingsins.Góður í að tala við þá En þegar Ólafur náði kjöri til forseta árið 1996 gerðist það af því að sagt var að hann hefði svo góð sambönd í útlöndum, einkum í gegnum fjölþjóðleg þingmannasamtök þar sem hann var í forystu. Hann þekkti svo marga merka útlendinga, var sagt, væri svo góður í að tala við þá og svo mikils metinn af þeim. Ólafur skildi líka vel til hvaða hlutverks hann hefði verið kosinn og gerðist ötull talsmaður útrásar og þenslu meðan það gaman stóð yfir.Ekkert lært af hruninu Skoðanakannanir sýndu að Ólafur Ragnar sótti megnið af kjörfylgi sínu í ár til sjálfstæðismanna og framsóknarmanna, þeirra flokka sem stóðu að baki ofþenslunni á útrásarárunum. Fylgi þeirra við hann sýnir að þetta fólk hefur ekki skipt um stefnu í grundvallaratriðum. Það hefur ekki lært neitt af hruninu. Því finnst enn að ofþenslan sé hið eðlilega ástand.Síðnæturstund milli partía Árin þegar hreingerningakonan Jóhanna Sigurðardóttir kom með lið sitt og tók til eftir það séu bara eins konar síðnæturstund á milli partíanna. Ef þessir flokkar komast til valda eru þeir líklegir til að leyfa og styðja einhverja sams konar vitleysu og ríkti á árunum í kringum aldamótin, ekki nákvæmlega sömu vitleysuna, enda yrði það ekki hægt, en hugsanlega eitthvað engu betra. Þetta er alvarlegt mál vegna þess að skoðanakannanir sýna að útrásarflokkarnir muni fá hreinan meirihluta á Alþingi í næstu kosningum ef ekkert breytist. Kannski þurfum við að ganga í gegnum annað hrun til þess að byrja að læra eitthvað af reynslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á þessu ári endurkusu Íslendingar Ólaf Ragnar Grímsson til forseta, þótt með naumum meirihluta væri. Í því felst óhjákvæmilega viss stjórnmálayfirlýsing þessa knappa meirihluta því að valið á Ólafi í forsetaembætti var frá upphafi útrásarfyrirbæri. Þótt hann hafi vissulega haft mikla pólitíska hæfileika hafði hann aldrei haft mikinn kosningasjarma fram að því. Alltaf var mesta basl að koma honum inn á Alþingi, þótt hann væri meðal helstu forystumanna Alþýðubandalagsins eftir að hann gekk í þann flokk. Á árunum 1983-91 sat hann á varamannabekk þingsins.Góður í að tala við þá En þegar Ólafur náði kjöri til forseta árið 1996 gerðist það af því að sagt var að hann hefði svo góð sambönd í útlöndum, einkum í gegnum fjölþjóðleg þingmannasamtök þar sem hann var í forystu. Hann þekkti svo marga merka útlendinga, var sagt, væri svo góður í að tala við þá og svo mikils metinn af þeim. Ólafur skildi líka vel til hvaða hlutverks hann hefði verið kosinn og gerðist ötull talsmaður útrásar og þenslu meðan það gaman stóð yfir.Ekkert lært af hruninu Skoðanakannanir sýndu að Ólafur Ragnar sótti megnið af kjörfylgi sínu í ár til sjálfstæðismanna og framsóknarmanna, þeirra flokka sem stóðu að baki ofþenslunni á útrásarárunum. Fylgi þeirra við hann sýnir að þetta fólk hefur ekki skipt um stefnu í grundvallaratriðum. Það hefur ekki lært neitt af hruninu. Því finnst enn að ofþenslan sé hið eðlilega ástand.Síðnæturstund milli partía Árin þegar hreingerningakonan Jóhanna Sigurðardóttir kom með lið sitt og tók til eftir það séu bara eins konar síðnæturstund á milli partíanna. Ef þessir flokkar komast til valda eru þeir líklegir til að leyfa og styðja einhverja sams konar vitleysu og ríkti á árunum í kringum aldamótin, ekki nákvæmlega sömu vitleysuna, enda yrði það ekki hægt, en hugsanlega eitthvað engu betra. Þetta er alvarlegt mál vegna þess að skoðanakannanir sýna að útrásarflokkarnir muni fá hreinan meirihluta á Alþingi í næstu kosningum ef ekkert breytist. Kannski þurfum við að ganga í gegnum annað hrun til þess að byrja að læra eitthvað af reynslunni.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar