Svíkja Íslendingar Palestínu? Ástþór Magnússon skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Nýtt vopnahlé dugar skammt þar sem ekki hefur verið tekið á rót vandans í Ísrael og Palestínu. Látum ekki blekkja okkur aftur með fagurgala og friðarpottloki. Þegar Íslendingar viðurkenndu Ísrael sem fullvalda ríki árið 1948 var það okkar atkvæði sem tryggði sæti þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum. Stuðningur okkar byggði á áætlun alþjóðasamfélagsins um landamæri árið 1947. Ísrael hefur svikið samkomulagið og sölsað undir sig nær allt palestínskt land. Palestínufólkinu er haldið í gíslingu í eigin landi. Ég sá þetta með eigin augum er ég fór þarna um í 5 vikna ferðalagi. Horfði upp á fólkið í hálfgerðum fangabúðum. Til að komast milli landshluta eða bæjarhluta þurfti palestínskur almenningur að fara um vegatálma og aðrar hindranir sem stjórnað var af ísraelskum hrokagikkjum með vélbyssur í hönd.Strákar með riffil um öxl Í víggirtum ísraelskum þorpum í miðju palestínsku landi biðu skólastrákar eftir strætisvagni með riffil um öxl. Framámenn þorpanna voru oftar en ekki aðfluttir miðaldra Bandaríkjamenn með skammbyssu í belti. Börn snæddu morgunmat með sandpoka fyrir gluggum. Í Hebron höfðu um 100 Ísraelsmenn búið um sig með hervaldi inni í miðri 100.000 manna palestínskri borg. Sumir muna kannski eftir ljósmyndasýningu minni í Perlunni með þessum svipmyndum. Þeir sögðust hafa allan rétt til hertöku þar sem Abraham var þar fyrir 5.000 árum og væri grafinn þarna! Rökin eru álíka öfgafull og ef Norðmenn hertækju Austurvöll og nærliggjandi götur til að troða þar niður 20 fjölskyldum undir hervernd og skjóta á Íslendinga sem vilja komast í Alþingishúsið. Ísrael var byggt á grunni hryðjuverka m.a. í King David hótelinu í Jerúsalem þar sem nær 100 manns létu lífið, helmingurinn Bretar en þá fóru Bretar með yfirráðin. Ísraelsmenn urðu fyrstir til að beita hryðjuverkum til að knýja fram Ísraelsríki og kenndu þannig öðrum íbúum hryðjuverk. Síðan hefur Ísrael sölsað undir sig meira og meira land með ofbeldi þannig að nú er Palestína að þurrkast út af kortinu. Vorum við Íslendingar að styðja og greiða fyrir áframhaldandi ofbeldi, hryðjuverkum og stríðsglæpum með því að viðurkenna Ísrael sem sjálfstætt ríki? Líklegra er að viðurkenningin hafi átt að greiða fyrir því að áætlun Sameinuðu þjóðanna frá 1947 næði fram að ganga.Ábyrgð Íslendinga Íslendingar bera mikla ábyrgð í þessu máli. Eins og staðan er núna höfum við svikið íbúa Palestínu og lagt til aðstoð við ólöglega landtöku sem hrakið hefur fólk af heimilum sínum. Nú þarf frumkvæði héðan að þrýsta á Ísrael að standa við upprunalega samkomulagið um landskiptingu sem er eini raunhæfi byrjunarreiturinn fyrir varanlegan frið. Sambandsríki eða eitt sameiginlegt lýðræðisríki sem sumir hafa velt fyrir sér gæti hugsanlega þróast frá þessum byrjunarreit. Forseti Íslands á að beita sér í þessu máli og boða Ísrael til friðarfundar í Reykjavík til lausnar á deilunni. Jafnframt þarf að gera Ísrael, S.Þ. og heimsbyggðinni grein fyrir því að íslenska þjóðin geti ekki viðurkennt ríki sem þanið hefur verið út með hervaldi á kostnað barna og annarra saklausra borgara sem þannig er haldið áratugum saman í angist og gíslingu. Slíkt ástand ógni heimsfriðnum. Ísrael í dag er eitthvað allt annað en Íslendingar studdu 1948. Þess vegna neyðast Íslendingar til að draga þennan stuðning sinn til baka a.m.k. tímabundið.Innflutningsbann Á meðan hernaðarástandið varir er óhjákvæmilegt annað en Ísland setji innflutningsbann á vörur frá Ísrael. Ísland á að koma fram á alþjóðasviðið með áskorun á aðrar þjóðir að fylgja þessu fordæmi með kröfu um endanlegt friðarsamkomulag. Ísrael afhendi stjórnvöldum í Palestínu það land sem Ísrael hefur hernumið á kostnað flóttamanna. Landamærin verði færð til baka til áætlunar Sameinuðu þjóðanna frá 1947. Byggingar á herteknu svæðunum verði afhentar Palestínufólkinu sem skaðabætur frá Ísrael. Með þessu getur Ísrael sýnt raunverulegan friðarvilja og þá fyrst verið tekið aftur í sátt sem fullvalda ríki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Nýtt vopnahlé dugar skammt þar sem ekki hefur verið tekið á rót vandans í Ísrael og Palestínu. Látum ekki blekkja okkur aftur með fagurgala og friðarpottloki. Þegar Íslendingar viðurkenndu Ísrael sem fullvalda ríki árið 1948 var það okkar atkvæði sem tryggði sæti þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum. Stuðningur okkar byggði á áætlun alþjóðasamfélagsins um landamæri árið 1947. Ísrael hefur svikið samkomulagið og sölsað undir sig nær allt palestínskt land. Palestínufólkinu er haldið í gíslingu í eigin landi. Ég sá þetta með eigin augum er ég fór þarna um í 5 vikna ferðalagi. Horfði upp á fólkið í hálfgerðum fangabúðum. Til að komast milli landshluta eða bæjarhluta þurfti palestínskur almenningur að fara um vegatálma og aðrar hindranir sem stjórnað var af ísraelskum hrokagikkjum með vélbyssur í hönd.Strákar með riffil um öxl Í víggirtum ísraelskum þorpum í miðju palestínsku landi biðu skólastrákar eftir strætisvagni með riffil um öxl. Framámenn þorpanna voru oftar en ekki aðfluttir miðaldra Bandaríkjamenn með skammbyssu í belti. Börn snæddu morgunmat með sandpoka fyrir gluggum. Í Hebron höfðu um 100 Ísraelsmenn búið um sig með hervaldi inni í miðri 100.000 manna palestínskri borg. Sumir muna kannski eftir ljósmyndasýningu minni í Perlunni með þessum svipmyndum. Þeir sögðust hafa allan rétt til hertöku þar sem Abraham var þar fyrir 5.000 árum og væri grafinn þarna! Rökin eru álíka öfgafull og ef Norðmenn hertækju Austurvöll og nærliggjandi götur til að troða þar niður 20 fjölskyldum undir hervernd og skjóta á Íslendinga sem vilja komast í Alþingishúsið. Ísrael var byggt á grunni hryðjuverka m.a. í King David hótelinu í Jerúsalem þar sem nær 100 manns létu lífið, helmingurinn Bretar en þá fóru Bretar með yfirráðin. Ísraelsmenn urðu fyrstir til að beita hryðjuverkum til að knýja fram Ísraelsríki og kenndu þannig öðrum íbúum hryðjuverk. Síðan hefur Ísrael sölsað undir sig meira og meira land með ofbeldi þannig að nú er Palestína að þurrkast út af kortinu. Vorum við Íslendingar að styðja og greiða fyrir áframhaldandi ofbeldi, hryðjuverkum og stríðsglæpum með því að viðurkenna Ísrael sem sjálfstætt ríki? Líklegra er að viðurkenningin hafi átt að greiða fyrir því að áætlun Sameinuðu þjóðanna frá 1947 næði fram að ganga.Ábyrgð Íslendinga Íslendingar bera mikla ábyrgð í þessu máli. Eins og staðan er núna höfum við svikið íbúa Palestínu og lagt til aðstoð við ólöglega landtöku sem hrakið hefur fólk af heimilum sínum. Nú þarf frumkvæði héðan að þrýsta á Ísrael að standa við upprunalega samkomulagið um landskiptingu sem er eini raunhæfi byrjunarreiturinn fyrir varanlegan frið. Sambandsríki eða eitt sameiginlegt lýðræðisríki sem sumir hafa velt fyrir sér gæti hugsanlega þróast frá þessum byrjunarreit. Forseti Íslands á að beita sér í þessu máli og boða Ísrael til friðarfundar í Reykjavík til lausnar á deilunni. Jafnframt þarf að gera Ísrael, S.Þ. og heimsbyggðinni grein fyrir því að íslenska þjóðin geti ekki viðurkennt ríki sem þanið hefur verið út með hervaldi á kostnað barna og annarra saklausra borgara sem þannig er haldið áratugum saman í angist og gíslingu. Slíkt ástand ógni heimsfriðnum. Ísrael í dag er eitthvað allt annað en Íslendingar studdu 1948. Þess vegna neyðast Íslendingar til að draga þennan stuðning sinn til baka a.m.k. tímabundið.Innflutningsbann Á meðan hernaðarástandið varir er óhjákvæmilegt annað en Ísland setji innflutningsbann á vörur frá Ísrael. Ísland á að koma fram á alþjóðasviðið með áskorun á aðrar þjóðir að fylgja þessu fordæmi með kröfu um endanlegt friðarsamkomulag. Ísrael afhendi stjórnvöldum í Palestínu það land sem Ísrael hefur hernumið á kostnað flóttamanna. Landamærin verði færð til baka til áætlunar Sameinuðu þjóðanna frá 1947. Byggingar á herteknu svæðunum verði afhentar Palestínufólkinu sem skaðabætur frá Ísrael. Með þessu getur Ísrael sýnt raunverulegan friðarvilja og þá fyrst verið tekið aftur í sátt sem fullvalda ríki.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar