RSS straumar og atvinnuleit Óskar Marinó Sigurðsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Í samfélagi þar sem upplýsingastreymi virðist eiga sér engin takmörk þarf atvinnuleitandi að huga að bestu aðferðum eða leiðum til þess að ná árangri í starfsleitinni. Til að ná árangri þarf að leggja hart að sér en það felst t.d. í að skoða atvinnuauglýsingar, hafa samband við ráðningarstofur, senda inn óumbeðna atvinnuumsókn, virkja tengslanetið og fara á framadaga svo eitthvað sé nefnt. Það er mjög ólíklegt að komast í draumastarfið nema maður sé tilbúinn til að leggja á sig vinnuna sem þarf til að komast á leiðarenda. Flestir atvinnuleitendur kannast eflaust við að skoða vefsvæði hjá fyrirtækjum, fjölmiðlum, ráðningarstofum o.s.frv. en fæstir vita að þeir geta auðveldað sér þessa vinnu með því að vera áskrifandi að RSS-straumi. RSS er skammstöfun fyrir Rich Site Summary en hefur stundum verið nefnt Really Simple Syndication eða mjög einföld fréttamiðlun. Til þess að vera áskrifandi að RSS-straumi þarf að vera með RSS-lesara. Það eru til mismunandi gerðir af RSS-lesurum en ég mæli hiklaust með Google Reader fyrir vafrann og Feeddler fyrir snjallsímann. Forritin eru tiltölulega einföld í uppsetningu og þar að auki frí. Kostir þess að vera áskrifandi að RSS-straumi er að atvinnuleitandi getur fylgst með birtingu efnis á vefsvæðum að eigin vali án þess að þurfa að fara á hvert vefsvæði fyrir sig. Atvinnuleitandi fær því nýjustu fréttirnar í fréttamiðilinn sinn sem sparar honum tíma og gefur honum heildaryfirsýn á atvinnuleitina. Það er að vísu smávægilegur galli á kerfinu en flest fyrirtæki gefa ekki valkost á því að vera áskrifandi að RSS-straumi en það er auðvelt að aðlagast því með að nýta sér vefsvæði sem bjóða upp á að breyta venjulegum vefsvæðum í RSS-straum. Atvinnuleitandi fær því tilkynningu um breytingu á vefsvæðinu en það kemur ekki með eins skipulögðum hætti og ef viðkomandi væri áskrifandi með eðlilegum hætti. Fyrir atvinnuleitendur sem vilja nýta sér þessa tækni mæli ég með að skoða eftirfarandi heimasíður og gerast áskrifandi að RSS-straumi þeirra: www.starfatorg.is, www.vmst.is, www.mbl.is, www.advania.is svo eitthvað sé nefnt. Einnig hvet ég aðrar skipulagsheildir sem hafa ekki sett upp valmöguleikann á RSS-áskrift fyrir laus störf að gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Í samfélagi þar sem upplýsingastreymi virðist eiga sér engin takmörk þarf atvinnuleitandi að huga að bestu aðferðum eða leiðum til þess að ná árangri í starfsleitinni. Til að ná árangri þarf að leggja hart að sér en það felst t.d. í að skoða atvinnuauglýsingar, hafa samband við ráðningarstofur, senda inn óumbeðna atvinnuumsókn, virkja tengslanetið og fara á framadaga svo eitthvað sé nefnt. Það er mjög ólíklegt að komast í draumastarfið nema maður sé tilbúinn til að leggja á sig vinnuna sem þarf til að komast á leiðarenda. Flestir atvinnuleitendur kannast eflaust við að skoða vefsvæði hjá fyrirtækjum, fjölmiðlum, ráðningarstofum o.s.frv. en fæstir vita að þeir geta auðveldað sér þessa vinnu með því að vera áskrifandi að RSS-straumi. RSS er skammstöfun fyrir Rich Site Summary en hefur stundum verið nefnt Really Simple Syndication eða mjög einföld fréttamiðlun. Til þess að vera áskrifandi að RSS-straumi þarf að vera með RSS-lesara. Það eru til mismunandi gerðir af RSS-lesurum en ég mæli hiklaust með Google Reader fyrir vafrann og Feeddler fyrir snjallsímann. Forritin eru tiltölulega einföld í uppsetningu og þar að auki frí. Kostir þess að vera áskrifandi að RSS-straumi er að atvinnuleitandi getur fylgst með birtingu efnis á vefsvæðum að eigin vali án þess að þurfa að fara á hvert vefsvæði fyrir sig. Atvinnuleitandi fær því nýjustu fréttirnar í fréttamiðilinn sinn sem sparar honum tíma og gefur honum heildaryfirsýn á atvinnuleitina. Það er að vísu smávægilegur galli á kerfinu en flest fyrirtæki gefa ekki valkost á því að vera áskrifandi að RSS-straumi en það er auðvelt að aðlagast því með að nýta sér vefsvæði sem bjóða upp á að breyta venjulegum vefsvæðum í RSS-straum. Atvinnuleitandi fær því tilkynningu um breytingu á vefsvæðinu en það kemur ekki með eins skipulögðum hætti og ef viðkomandi væri áskrifandi með eðlilegum hætti. Fyrir atvinnuleitendur sem vilja nýta sér þessa tækni mæli ég með að skoða eftirfarandi heimasíður og gerast áskrifandi að RSS-straumi þeirra: www.starfatorg.is, www.vmst.is, www.mbl.is, www.advania.is svo eitthvað sé nefnt. Einnig hvet ég aðrar skipulagsheildir sem hafa ekki sett upp valmöguleikann á RSS-áskrift fyrir laus störf að gera slíkt hið sama.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun